Vera - 01.12.1983, Page 14

Vera - 01.12.1983, Page 14
Um unglinga, kynlif og getnaðar- varnir kynfræðsla VEISTU. . . að þótt fóstureyðingar séu mun fá- tíðari hjá ungum stúlkum hér á landi en á hinum Norðurlöndun- um, þá fjölgar þeim hérna á sama tíma og þeim fækkar þar. að á árunum 1976-1981 þurftu ca. 215 stúlkur 16 ára og yngri að leita sér fóstureyðingar. að á hverju ári verða 2-5 stúlkur 14 ára og yngri barnshafandi. Ljósmynd: ÞjóOviljlnn Unglingar, kynlíf og getnaðarvarnir er umræðu- efni sem virðist lítill gaumur gefinn. Fræðsla um kynlíf og barneignir er af skornum skammti í skól- um landsins, og enn er það svo að margir foreldrar eiga erfitt með að ræða þessi mál við börn sín. Engu að síður er Ijóst að margir unglingar lifa kyn- lífi og að nokkrir tugir stúlkna undir 16 ára aldri verða barnshafandi á ári hverju. En hvað segja ungl- ingarnir sjálfir? Vera talaði við 15 ára stúlku um kynlíf, kynfræðslu og getnaðarvarnir. — Hefur þú fengið einhverja fræðslu um kynferðismál í skólanum? ,,Já, svolitla. Þegar ég var í 12 ára bekk þá lásum við möppu um manninn þar sem m.a. var fjallað um kynlíf og barneignir og þá sagði kennarinn okkur frá getnaðarvörnum. í 8. bekk fengum við svo tvo tíma í kynfræðslu. En nú er ég í 9. bekk og með líffræði sem val en ég held að það verði engin kynfræðsla." — Hvernig fannst þér þessi fræðsla? Fannst þér þú fá svör við því sem þú vildir vita? ,,Já, mér fannst þetta ágætt. Kennarinn okkar í 12 ára bekk var fullorðinn karlmaöur og hann var svolítið feiminn fyrst en svo var allt í lagi og hann svaraði spurningum okkar skýrt og skilmerkilega. í fyrra var það líffræðikennarinn okkar sem sá um kynfræðsluna og hún gerði það mjög vel. Hún sýndi okkur t.d. smokka og svo var hún með myndvarpa og sýndi okkur myndir af öðrum getnaðarvörnum. Við máttum spyrja eins og við vildum og t.d. gátum við laumað til hennar nafnlausum miðum með spurningum ef við vorum feimin við að spyrja beint.“ — Hvernig tóku krakkarnir þessu? „Bara vel. í 12 ára bekk voru krakkarnir fyrst aðeins feimnir, þaö var hlegið og svona, en svo spurði maður bara opinskátt og þá var engin feimni lengur. Strákarnir þorðu að vísu ekkert að spyrja, þeir bara roðnuðu. En það var allt öðruvísi í 8. bekk. Þá spurðu þeir alveg eins og við og þetta var ekkert feimnismál." — Var ykkur sagt hvernig þið gætuð náð ykkur í getnaðar- varnir? „Okkur var sagt að viö yrðum að fara til læknis ef við vildum t.d. fá okkur hettuna eða pilluna." — Var ykkur ekki bent á kynfræðsludeildina upp á Heilsu- verndarstöð? „Kynfræðsludeildina? Ég hef aldrei heyrt um hana.“ 14

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.