Vera - 01.12.1983, Qupperneq 20

Vera - 01.12.1983, Qupperneq 20
Ef margir leggja saman Margar ákalla okkur konur í þeim heims- hluta sem lifir í friöi og við góð kjör, ákalla okkur um stuðning bæði efnahagslegan og andlegan. Við spyrjum okkur sjálfar, hvað getum við gert? Hvers erum við megnugar gegn ofurvaldi og svo langt í burtu? Við getum vissulega gert ýmislegt og þó ekkert af því sé stórt í sniðum, þá getur svo orðið ef nógu margir leggja saman. Það er enginn vafi á því að stuðningur okkar er mikils met- inn meðal þeirra sem þurfa hans með. Hann getur gefið þeim bæði andlegan og efnislegan styrk til að berjast áfram þrátt fyrir ýmis konar áþján og erfiðleika. Á alþjóðlegum fundum sem þessum finn- ur maður og skilur mikilvægi alls stuðnings í hvaða formi sem hann er. Sem dæmi um það langar mig til að segja ykkur frá henni Sulal, tyrkneska fulltrúanum. Súlal býr í Kaupmannahöfn og hefur verið í útlegð síð- an á heimsráðstefnu Alþjóðasamtaka lýð- ræðissinnaðra kvenna í Prag 1981. Hún er útlagi vegna starfa sinna í Samtökum fram- farasinnaðra kvenna, sem voru stofnuð á kvennaárinu og vinna að auknum réttind- um kvenna. Þessi samtök voru fyrstu fél- agasamtökin sem bönnuð voru í Tyrklandi, en síðan fylgdu önnur samtök í kjölfarið. Nú eru 23 konur úr þessum samtökum í fang- elsum í Tyrklandi. Sulal hóf ræðu sína á þessa leið: „Mikið er notalegt að hitta hér gamla vini sem faðma mann að sér og spyrja hvernig manni líði og hvað hafi gerst í heimalandinu síðan síðast (1981). Það er svo mikilvægt fyrir mig að vita að fólki er ekki sama um hvað gerist í landinu mínu. Það gefur bæði mér og mín- um samtökum aukinn styrk“. í sumar sendu Samtök framfarasinnaðra kvenna í Tyrklandi frá séráka//um stuöning sem ég flyt hér fyrir þær. Þar er beðið um ákveðinn stuðning sem við getum auðveld- lega veitt. Ég hvet því alla lesendur Veru til að bregðast jákvætt við þessu ákalli sem skjótast. Reykjavík, 21. nóvember 1983. Steinunn Harðardóttir Ákall Vegna afturhaldssamrar og einræðissinnaörar herstjórnar er starfsemi Samtaka framfara- sinnaðra kvenna ÍTyrklandi (IKD) nú bönnuð með lögum. Margar félagskonur okkar eru i fangels- um, aðrar hafa verið látnar lausar, en eiga aðra fangelsun yfir höfði sér. í síðasta mánuði hófust réttarhöld yfir 4 frumkvöðlum Samtaka framfarasinnaðra kvenna við her- réttinn í Istanbul. Þær eru m.a. ákærðar fyrir kommúnistískan áróður (I), og krafist er 15—30 ára fangelsisdóma fyrir þær. Þessar konur eru: Fatima Gúner (málmiðnaðarmaður), Guner Dilsizoglu (málmiðnaðarmaður), Dora Kalkan (læknir), Tezer Erazlan (verkfræðingur). Þessar stórfurðulegu og vita ástæðulausu ákærur fela í sér hættu á enn frekari fangelsunum. Félagskonur okkar eru ekki þær einu sem eru í fangelsum eða eiga fangelsun yfir höfði sér. Það eru þúsundir manna í fangelsum. Allir kvenfangarnir hafa orðið að þola ómannúðlegar pyntingar. Meiri hluti þeirra ber þess merki bæði andlega og líkamlega. Þær geta stöðugt búist við frekari pyntingum. Á alþjóða degi kvenna 8. mars (1983), hófu samtök okkar aðgerðir sem stefndu að því, að allir pólitískir kvenfangar í Tyrklandi fengju frelsi og losnuðu úr þessum óbærilegu aðstæðum svo og að ákærurnar gegn þeim yrðu látnar niður falla. Við hvetjum allar lýðræðissinnaðar og friðelskandi konur I heiminum til að auka samstöðu sína með tyrkneskum konum og taka þátt I aðgerðum okkar. Hér eru nokkrar tillögur og ábendingar um hvernig unnt er að hjálpa konunum I fangelsunum. — Sendið mótmæli til Tyrkneska sendiráðsins I landi ykkar eða til forseta Tyrklands, General Ken- an Evren, Ankara, Tyrklandi. — Skorið á innlenda og alþjóðlega mannréttindasamtök, og biðjið um milligöngu þeirra varð- andi málefni þesara friðelskandi kvenna. — Gerið einn kvenfanga að skjólstæðingi ykkar. — Gerið opinberlega grein fyrir ástæðum þessara kvenna og ástandinu í Tyrklandi. (Með þessari áskorun er listi yfir konurnar og í hvaða fangelsum þær sitja. Þeir sem vilja á nánari upplýsingar geta haft samband við Steinunni Flarðardóttur í síma 76171). Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Reykjavikur. Með vísun til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964 er hér með aug- lýst tillaga að breytingu á staðfestu aðalskipulagi Reykjavík- ur dags. 3. júlí 1967. Breytingin er í því fólgin að breytt verði nýtingarhlutfalli á hluta svæðis, sem afmarkast af Ingólfsstræti, Hverfisgötu, Snorrabraut og Skúlagötu, og að svæðið verði nýtt fyrir íbúða- byggð, opinberar stofnanir, skrifstofur, miðbæjarstarfsemi og iðnað í stað iönaðar, vörugeymslna, opinberra stofnana og skrifstofa. Nánari afmörkun er sýnd á uppdrætti, dags. 22. ágúst sl., sem liggur fyrir ásamt frekari gögnum almenningi til sýnis á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæö, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist borgar- verkfræðingnum í Reykjavík innan 8 vikna frá birtingu aug- lýsingar þessarar, eða fyrir kl. 16.15 miðvikudaginn hinn 18. janúar 1984. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík, 23. nóvember 1983. BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. EFST Á ÓSKALISTA HENNAR OG HANS BRAUN MIXER, hakkar, þeytir, hrærir. GRILLHITAPANNA á tveimur hæöum, grillar og steikir egg samtímis. RAFTÆKJAVÖRUR í ÚRVALI. RAFTÆKJAVERSLUN H. G. GUÐJÓNSSONAR SUÐURVERI. 20

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.