Vera - 01.12.1983, Qupperneq 22

Vera - 01.12.1983, Qupperneq 22
Það er dökkt framundan Við yfirlestur fjárlagafrumvarpsins, sem nú liggur fyrir alþingi, kom upp í huga mér svipmynd úr ein- hverju áramótaskaupinu. Þar var ábúðarmikill „hagfræðingur“ spurður um ástandið í fjármálum þjóðarinnar, og hann svaraði eitthvað á þessa leið: „Eigi veit ég það svo gjörla, en hitt veit ég, að af er hagfóturinn - og það um hné“. Ljósmynd: Þjóðviljinn Gw^u'rrWarp ið Tekju- og lánsfjáröflun viröist reist á afar veikum grunni, eins og þegar hefur komiö í Ijós varöandi sjávarútveginn, sem efnahags- kerfi okkar byggist aö miklu leyti á. Þjóðhagsáætlun gerir til dæmis ráð fyrir 300—320 þús. tn. þorskafla á næsta ári, en samkvæmt nýjustu rannsóknum fiskifræðinga eru engin líkindi til aö sú áætlun standist. Þá er miöaö viö 250 þús. tn. loðnuafla á þessu ári og 400 þús. tn. áriö ‘84, og síðan segirorðrétt i þjóðhagsáætlun: „Bregöist loönuveiðar, er mikill vandi á höndum“. Sá vandi blasir við nú þegar. Hverjir eiga að kaupa skuldabréfin? En þaö gæti fleira brugðist áriö 1984 en þorskurinn og loönan. Til dæmis er erfitt að trúa því, aö áætlun fjárlagafrumvarpsins um gjöld af innflutningi eða skatta af seldri vöru og þjónustu geti staðist, eins og búiö er aö fara með kaupgetu fólks. Og ennþá erfiðara er að trúa því, aö áform um sölu skuldabréfa til almennings hér innanlands fái staöist. Hverjir eiga aö kaupa þessi bréf? Sú setning í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að „áhersla veröi lögð á fjölbreyttari sparnaðarform fyrir almenning" verkar heldur kaldhæönislega við núverandi aöstæöur. Almenning skortir áreiöanlega annaö frekar en fjölbreytt sparnaöarform. Þaö sýnir best litinn skilning ráöa- manna á kjörum landsmanna, að þeir skuli halda, aö hægt sé aö sækja allt að 200 milljón kr. lánsfé í vasa almennings. Og til að kóróna allt saman er áformað aö sækja enn frekara lánsfé í atvinnuleysistryggingasjóð. Þörf fyrir fjárveitingar í samræmi við upprunalegt markmiö þess sjóös kann aö breytast þegar á næsta ári. Niðurskurður, en engin uppbygging Aöhaldsfrumvarp er það orð, sem oftast heyrist í sambandi viö fjárlagafrumvarpið, og meö nokkrum sanni. í stórum dráttum má segja, aö veriö sé að draga saman seglin. Bæði fjárlagafrumvarpið og lánsfjáráætlunin sýna verulegar tilraunir til sparnaðar, þótt svo sannarlega megi svo deila um einstaka liði, sem undir hnífnum lenda, og ekki síður um þá, sem sleppa viö þann leiða kuta. 22

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.