Vera - 01.12.1983, Side 23

Vera - 01.12.1983, Side 23
Ljósmynd: Þjóðviljinn Hins vegar er þar ekki að finna neinar raunverulegar tilraunir til uppbyggingar atvinnulífsins, sem hlýtur þó að vera forsenda þess, að við getum unnið okkur út úr vandanum, eins og það er orðað. Megineinkenni fjárlagafrumvarpsins, svo og lánsfjáráætlunar, eru að mínum dómi þau, að það er fyrst og fremst verið að skera niður, en engar tilraunir gerðar til uppbyggingar. Það hefði til dæmis mátt búast við myndarlegu framlagi til upp- byggingar fiskræktar og fiskeldis, sem flestir eru sammála um, að sé verulega álitlegur atvinnuvegur. Framlag til fiskræktarsjóðs hækkar um 150 þús. krónur frá fjárlögum yfirstandandi árs og verður 600 þús. kr. Slík er rausnin. Ástandið í flestum greinum iðnaðar er að vísu allgott um þessar mundir, en aðalorsök þess blómaskeiðs er auðvitað gengisfellingin í vor, sem bætti stórlega samkeppnisaðstöðu íslensks iðnaðar. Hins vegar geta aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hæglega orðið til þess að kippa stoðunum undan þessari þróun. Það verður erfitt að auka sölu íslensks iðnvarnings, þegar áhrif minnkandi kaupgetu verða að fullu komin í Ijós. Og í yfirliti yfir fjárfestingarlánasjóði sést, að enn er ætlaö minnafé til fjárfestingar í iðnaði en i þeim greinum, sem þegar hefur verið fjárfest í, svo sem í fiskveiðum og ýmsum greinum landbúnaðar. Syndirfeðranna Það skal viðurkennt, að gömul mistök hljóta að setja höfundum fjárlaga býsna þröngar skorður. Vegna verðbólgu, en þó fyrst og fremst vegna rangrar fjárfestingar undanfarinna ára og áratuga, sitjum við uppi með stórkostlega skuldabagga, sem vissulega þrengja leiðina út úr ógöngunum. Nægir þar að nefna gífurlegar skuldir okkar vegna virkjunarframkvæmda og stóriðju, að ekki sé minnst á skuldir vegna skipakaupa. Lítil von er breyttrar stefnu til hins betra í fjárfestingum ríkisins. Nægir þar að minna á framkvæmdir viö verkefni, sem engum arði skila, eins og byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, og önnur, sem engan veginn er tryggt, að skili arði í þjóðarbúið, svo sem steinullarverksmiðju, sem líklegt er, að verði eitt af vandræðabörn- um þessarar þjóðar, til orðið fyrir atbeina misviturra stjórnmála- manna. Eru þessi verkefni og önnur þvílík í litlu samræmi við forsenduna í þjóðhagsáætlun, sem er látin hljóða svo „að beina fjárfestingu fyrst og fremst í arðbær verkefni". Það er einnig Ijóst, að lögbundin framlög eru stór hluti af fjár- lögum hvers árs, jafnvel allt að 70% af heildarútgjöldum ríkisins, og má þá augljóst vera, að ekki er svigrúmið mikið til nýjunganna. En þeim mun meira áríðandi er að nota það vel. Og þeim mun sárara er að sjá áform um að eyða því litla fé, sem til skiptanna er, í ó- skynsamlega framkvæmd eins og flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. [ þá framkvæmd eina - og það er bara byrjunin - er á næsta ári áætlað meira fjármagn en til framkvæmda á öllum öðrum flugvöll- um landsins. í flugstöðina fer á næsta ári meira en þreföld sú upphæð, sem ætluð er til byggingar dagvistarheimila. Og svo enn ein viðmiðun sé nefnd, þá nemur framlagið til flugstöðvarinnar á næsta ári þriðjungi af þeim niðurskurði, sem ætlaður er í heil- brigðismálunum. Yfirstjórn í náðinni Og þá erum við náttúrulega enn einu sinni komin að áherslu- muninum, hver forgangsröðin á að vera, hvaöa verðmætamát við leggjum til grundvallar. Við athugun einstakra liða í fjárlagafrum- varpinu vakna oft spurningar í þá veru. Ég nefni nokkur dæmi: Sá liður, sem nefndur er yfirstjórn, hefur t.d. augljóslega verið litinn sérstökum náðaraugum. Hvert einasta ráðuneyti fær hlut- fallslega mesta hækkun til yfirstjórnar. Sem dæmi má nefna, að yfirstjórn forsætisráðuneytisins fær 107.6% hækkun frá fjárlögum ‘83, yfirstjórn utanríkisráðuneytisins fær 113% hækkun, og yfir- stjórn menntamála fær 84.3% hækkun, meðan fjárveiting til fræðslumála hækkar um 53.4% og liðurinn söfn, listir og önnur menningarstarfsemi hækkar um aðeins 27.8%. Auðvitað átti að skera meira niður til yfirstjórnar. Þegar harðnar í ári byrja allir góðir húsráðendur á sjálfum sér. Og hvað á svo að spara? Það er auðvitað margbúið að benda á nauðsyn aðhalds í sambandi við bílakaup og önnur fríðindi, bílarekstur, yfirvinnu, sem ekki er unnin, aðhalds I sambandi við utanlandsferðir, aðhalds í mannaráðningum. Það er sannarlega mótsagnakennt, að um leið og ráðherrar marka þá stefnu, að ekki skuli ráða í stöður, sem losna hjá ríkinu, þá ráða þeir sér fleiri aðstoðarráðherra en áður hefur tíðkast og m.a.s. fleiri en heimild er fyrir í fjárlagafrum- varpinu. Það vita líka allir, að á vegum ráðuneytanna eru haldnar veislur, oft við hin ótrúlegustu tækifæri, þar sem vel er veitt, og þótt gestrisni hafi alltaf verið í hávegum höfð á (slandi, er áreiðanlega hægt að spara í þessum lið. Hallgrímskirkja, vargfugl og norræn samvinna Fleira má nefna: Þurfum við til dæmis nauðsynlega að hækka framlag til skrifstofu ráðherranefndar Norðurlandaráðs úr 2.3 millj. kr. í 6.5, eða nánar tiltekið um heilar 4 milljónir, 221 þús. kr.? Var einhver skyndileg brýn nauðsyn á að hækka framlag til byggingar Hallgrímskirkju um 3.3 milljónir króna, úr 1 millj. á fjár- lögum yfirstandandi árs í 4.3 á næsta ári? Hefur þessi kirkja ekki verið í byggingu í áratugi? Býður efnahagsástandið upp á þessa skyndilegu hækkun til hennar öðru fremur? Hvaða knýjandi þörf er á dreifingu sjónvarpsefnis undir liðnum Norræn samvinna fyrir rúmlega eina milljón króna? Eru allir sammála um nauðsyn þess að eyða 50 þús. kr. í eyðingu vargfugls á næsta ári? Sumar þessar upphæðir eru smáar, en það safnast þegar sam- an kemur. 23

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.