Vera - 01.12.1983, Síða 31

Vera - 01.12.1983, Síða 31
77/ að koma okkur að efninu aftur spurði ég: Hvers vegna eruð þið að þessu brölti? Af þörf og þrjósku - var svarað og mikið hlegið. En það var samdóma álit þeirra að það var ekki hægt að hætta ef konur byrj- uðu á þessu yfir höfuð. Þú tapar sjálfinu - á einhvern hátt ef þú heldur ekki áfram. Borg- hildur sagði að hún hefði tekið sér hlé í 10 ár (við að gera hvað? - getiði nú stelpur) og fann mjög sterkt fyrir þessari þörf að koma þessum árum frá sér. Efnið sem konurynnu með væri einstaklingsbundið og gæti jafn- vel verið tilviljun . . . og þó ekki. Hvernig hefur ykkur verið tekið af gagnrýnendum? (sem eru jú flestir karl- remb. . .) Þær voru sammála um að karlgagnrýn- endur skildu ekki hvað konur (og þá sér- staklega textíl) væru að gera. Þær væru gjarnan kallaðar textílkerlingarnar. Það væri sérstaklega efnið sjálft sem karlmenn virtust ekki þola. Þeir væru rígbundnir við sjálft myndlistarformið þ.e. mynd á að vera í ramma og með gleri. Reyndar sögðu þær að um leið og þær væru búnar að setja myndir sínar í ramma og bak við gler seld- ust þær um leið! En til samanburðar tóku þær umfjallanir Hrafnhildar Schram um sýningar þeirra og var mikill munur á hvernig hún skrifaði eða þeir. Hvernig gengur að fá viðurkenningu í karlasamfélaginu? Þær sögðu að það vantaði grátlega alla þekkingu og upplýsingar um listiðnað. Hér vantaði listiðnaðarsafn. Listiðnaður og þá keramik og textill er ekki viðurkenndur hér á landi sem list. Það er efnið sjálft sem ekki er viðurkennt. T.d. kaupir Listasafn (slands ekki listiðnað. Það er mjög stutt síðan að ofin verk voru loksins keypt af safninu, og 31 Verk eftir Rúnu (Sigrúnu Guöjónsdóttur)

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.