Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 36

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 36
Hverfa- og íbúasamtök Virt að vettugi í stefnuskrá Kvennaframboðsins er lögð áhersla á valddreifingu, sem feli í sér að Reykvíkingar geti í ríkari mæli en nú er, haft frumkvæði að málum og áhrif á ákvarðanir, sem teknar eru af pólitískt kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum borgarinnar og í borgar- stjórn. í samræmi við þessa stefnu okk- ar fluttum við þ. 29. 6.1982 í borgarráði tillögu um að skipuð yrði nefnd, sem skyldi vinna að endurskipulagningu stjórnkerfis borgarinnar. Nefndin skyldi miða að því að einfalda stjórn- kerfi borgarinnar (en á vegum hennar eru nú starfandi á milli 60—70 nefndir) og tryggja betur frumkvæði og aðild borgarbúa að ákvörðunum um sín mál- efni. Þessi tillaga var samþykkt meö þeim fyrirvara að nefndin skyldi ekki skipuð fyrr en um áramót 1982- ‘83. í janúar 1983 var síðan skipuð 5 manna nefnd og eiga í henni sæti þrír fulltrúar frá meirihluta og tveir frá minni- hlutanum. Formaður nefndarinnar er Markús Örn Antonsson. Ekki var þessi nefnd kölluð til fundar fyrr en þ. 7. september sl. Undirrituð flutti um það tillögu í nefndinni, að haft yrði samband við starfandi hverfa- og ibúasamtök og þeirra viðhorfa leitað varðandi hvernig best mætti tryggja tengsl íbúa og yfirstjórnar borgarinnar. Ekki gat meirihlutinn fallist á þessa skipan mála - það lengsta sem hægt var að komast var að birta auglýsingu í dagblöðunum þar sem óskað var eftir skoðunum og tillögum fyrir 3. des- ember. Ég harma það mjög að meirihluti borgarstjórnar skuli ekki geta fallist á að snúa sér til samtaka íbúa. Sú afstaða sýnir að mínu viti tregðu meirihlutans til að veita þessum samtökum formlega viðurkenningu. Það er raunar í samræmi við vinnubrögð meirihlutans, sem telur sig ævinlega byggja allar ákvarðanir sínar á vilja allra borgarbúa. Meirihlutinn gleymir því í ofríki sínu aö þótt þeir eigi 11 af 21 borgarfulltrúa, hafa þeir á bak við sig 46% atkvæðanna. Þeir gleyma því líka, að þegar kemur að hagsmunamálum hverfa eru það fyrst og fremst hags- munir hverfisins sem ráða afstöðu manna en ekki flokks- böndin. Fjölmörg erindi íbúasamtaka og annarra hags- muna samtaka íbúa, sem send eru borgaryfirvöldum til þess að mótmæla hrikalegustu afglöpum meirihlutans, lætur hann því sem vind um eyru þjóta og virðir ekki svars. Til þess að koma í veg fyrir slíka framkomu er afar brýnt að treysta stöðu íbúasamtaka og tryggja þeim íhlutunar- rétt í málum sem snerta þeirra hverfi. Guðrún Jónsdóttir. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.