Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 36
Hverfa- og íbúasamtök
Virt að
vettugi
í stefnuskrá Kvennaframboðsins er
lögð áhersla á valddreifingu, sem feli í
sér að Reykvíkingar geti í ríkari mæli en
nú er, haft frumkvæði að málum og
áhrif á ákvarðanir, sem teknar eru af
pólitískt kjörnum fulltrúum í nefndum
og ráðum borgarinnar og í borgar-
stjórn. í samræmi við þessa stefnu okk-
ar fluttum við þ. 29. 6.1982 í borgarráði
tillögu um að skipuð yrði nefnd, sem
skyldi vinna að endurskipulagningu
stjórnkerfis borgarinnar. Nefndin
skyldi miða að því að einfalda stjórn-
kerfi borgarinnar (en á vegum hennar
eru nú starfandi á milli 60—70 nefndir)
og tryggja betur frumkvæði og aðild
borgarbúa að ákvörðunum um sín mál-
efni.
Þessi tillaga var samþykkt meö þeim fyrirvara að
nefndin skyldi ekki skipuð fyrr en um áramót 1982- ‘83. í
janúar 1983 var síðan skipuð 5 manna nefnd og eiga í
henni sæti þrír fulltrúar frá meirihluta og tveir frá minni-
hlutanum. Formaður nefndarinnar er Markús Örn
Antonsson. Ekki var þessi nefnd kölluð til fundar fyrr en þ.
7. september sl.
Undirrituð flutti um það tillögu í nefndinni, að haft yrði
samband við starfandi hverfa- og ibúasamtök og þeirra
viðhorfa leitað varðandi hvernig best mætti tryggja tengsl
íbúa og yfirstjórnar borgarinnar. Ekki gat meirihlutinn
fallist á þessa skipan mála - það lengsta sem hægt var
að komast var að birta auglýsingu í dagblöðunum þar
sem óskað var eftir skoðunum og tillögum fyrir 3. des-
ember. Ég harma það mjög að meirihluti borgarstjórnar
skuli ekki geta fallist á að snúa sér til samtaka íbúa. Sú
afstaða sýnir að mínu viti tregðu meirihlutans til að veita
þessum samtökum formlega viðurkenningu. Það er
raunar í samræmi við vinnubrögð meirihlutans, sem telur
sig ævinlega byggja allar ákvarðanir sínar á vilja allra
borgarbúa. Meirihlutinn gleymir því í ofríki sínu aö þótt
þeir eigi 11 af 21 borgarfulltrúa, hafa þeir á bak við sig
46% atkvæðanna. Þeir gleyma því líka, að þegar kemur
að hagsmunamálum hverfa eru það fyrst og fremst hags-
munir hverfisins sem ráða afstöðu manna en ekki flokks-
böndin. Fjölmörg erindi íbúasamtaka og annarra hags-
muna samtaka íbúa, sem send eru borgaryfirvöldum til
þess að mótmæla hrikalegustu afglöpum meirihlutans,
lætur hann því sem vind um eyru þjóta og virðir ekki
svars.
Til þess að koma í veg fyrir slíka framkomu er afar brýnt
að treysta stöðu íbúasamtaka og tryggja þeim íhlutunar-
rétt í málum sem snerta þeirra hverfi.
Guðrún Jónsdóttir.
36