Vera - 01.12.1983, Page 39
Eldstæði til forna
Karen segist hafa aflað sér mikillar vitn-
eskju um stöðu kvenna með því að kanna
hvar eldstæðinu hafi verið komið fyrir í hí-
býlum manna á ýmsum tímum. í steinaldar-
byggðinni í Barkjær fann hún t.d. tvö lang-
hús sitt hvoru megin við götu með sameig-
inlegu eldstæði. í hvoru langhúsi bjuggu
margar fjölskyldur og allar í samskonar her-
bergjum. Hún telur að allar fjölskyldurnar
hafi notiö sömu virðingar og allir einstakl-
ingar hafi verið jafnréttháir vegna þess að
kjör allra voru hin sömu. Hún er jafnframt
þeirrar skoðunar að þar sem eldstæðið var
ótvíræð og eðlileg miðja byggðarinnar þá
hafi þetta samfélag verið vinsamlegt kon-
um.
Á jámöld rekst hún á stakstæð hús þar
sem híbýli manna eru ferhyrnd með eld-
stæði í miðjunni. Þetta finnst henni gefa til
kynna að fjölskyldan hafi deilt með sér hita,
matargerð og rými á lýðræðislegan hátt.
í langhúsum í Suður-Slésvík á 16. öld var
vinnustaður konunnar einnig talinn mjög
mikilvægur og því staðsettur miðsvæðis í
húsakynnunum. Karen segir: ,,Þar sem
vinnustaður og híbýli voru ein órofa heild
var húsmóðirin og aðstoðarfólk hennar i
augsýn allra. Konurnar höfðu eins góða
yfirsýn og hugsast getur yfir það sem gerð-
ist í bænum og fyrir utan bæjardyrnar. Ég er
sannfærð um að þetta húsnæðisform hefur
hýst konur með sterka sjálfsvitund sem
hafa skynjað sig sem öxul í rekstri býlisins.
Fáar byggingar geta boðiö upp á fullkomn-
ara sambýli en langhúsið. Allir voru þátt-
takendur og lögðu hönd á plóginn og það
var hægt að hafa auga með og hjálpa öll-
um.“
Undir oki arkitekta
Karen Zahle bendir hins vegar á að í
flestum híbýlum sem byggð hafa verið á sl.
hundrað árum sé eldhúsið einangrað og
þar sé einungis pláss fyrir eina manneskju
- konuna. ,,( svo knöppu húsnæðisformi
lifir maður raunverulega undir oki arkitekts
eða byggingameistara", segir hún. „Maður
velur þegar maður byggir. Gefur ákveðnum
þörfum forgang á kostnað annarra. (þessu
vali felst ákveðin afstaða til frelsunar
kvenna eða undirokunar." Og hún bætir því
við að þau híbýli og bæir sem við búum í
uppfylli ekki á fullnægjandi hátt þörf kvenna
til að vera fullgildir þátttakendur í lífi og
starfi.
Virki einkalífsins
Karen er þeirrar skoðunar að það sé erfitt
að breyta öllum þeim byggingum sem fyrir
eru. Engu að síður segir hún að það sé
ýmislegt hægt að gera í nútíma „einbýlis-
húsaslömmi" einsog hún kallar það. í einni
af greinum sínum skrifar hún: „Þegar sam-
félagið lætur okkur binda svo mikið fjár-
magn og svo miklar framtíðarvonir við
þessar byggingar, þá er óhætt að líta áform
þeirra sem vitnisburð um viðhorf samfél-
agsins til kvenna. Skipulag bygginga og
íbúðarhverfa gengur út á að reyna einsog
framast er kostur að búa til virki utan um
einkalífið. Fyrir þann, sem tímbundið
(vegna umönnunar smábarna) eða varan-
lega er bundinn heima, hefur þetta í för með
sér að tengslin við umheiminn eru rofin og
sá hinn sami lokast inni á forheimskandi og
þröngu einkasvæði. Einbýlishúsin byggjast
á þeirri hugmynd að þjóna eigi hagsmunum
hverrar fjölskyldu fyrir sig. í flestum tilvikum
er það karlmaðurinn sem leggur til fjár-
magnið en konur greiða sitt framlag með lífi
sínu. Konur hafa látið loka sig inni og ein-
angra sig að baki grindverksins til að ann-
ast þessa stærstu fjárfestingu fjölskyld-
unnar. Það er þó hægt að gera einbýlis-
húsahverfin manneskjulegri t.d. með því að
leggja gangstíga þvert á garðana. Það
myndi bæði þjóna þeim tilgangi að auka
samskipti fólks og auka öryggi barna. Fólk
gæti líka tekið sig saman um að koma upp
sameiginlegu eldhúsi, sameiginlegri
barnapössun, hverfishúsi o.fl.“
En hvaða hugmyndir hefur Karen Zahle
um íbúðarhúsnæði framtíðarinnar? „[ mín-
um huga er mikilvægt að reisa byggingar
sem eru sveigjanlegar því við vitum ekkert
um þarfir morgundagsins. í því sambandi er
nauðsynlegt að vinna með einingar svo
möguleiki á breytingum sé alltaf fyrir hendi.
Það á að móta hýbýlin eftir fjölskyldunni en
ekki öfugt. Og þar sem fjölskylduformið er
breytilegt þá verða híbýli manna einnig að
vera það.“
(isg þýddi og endursagði)
SSSS ELDHÚSVASKURINN
MARGIR FYLGIHLUTIR
— ÝMSIR MÖGULEIKAR
Jafnvel í fullkomnustu og íburðarmestu eldhúsum er vaskurinn
enn þann dag í dag aðalvettvangur starfsins. Framleiðendur
FRANKE eldhúsvaska hafa gert sér Ijóst, að ólíkt og margþætt
fyrir komulag í eldhúsum krefst þess að boðið sé upp á fjölbreytt
úrval vaska, einfaldra, tvöfaldra eða þrefaldra af mismunandi
stærð og lögun.
Neytendur eiga tilkall til þess að geta valið það besta. Hér er átt við
- notagildi, þægindi og útlit - hagnýtt og fallegt vinnuborð
- sannkallað augnayndi FRANKE - eldhúsvaskurinn uppfyllir
allar þessar kröfur í ríkari mæli en áður hefur þekkst, enda ber
hann svissnesku hugviti og smekkvísi órækt vitni.
K. AUÐUNSSON H/F
Grensásvegur 8-105 Reykjavík
Símar: 86088 - 86775
39