Vera - 01.12.1983, Page 40

Vera - 01.12.1983, Page 40
Með allt á hornum sér Þaö sem er aö gera mig alveg gjörsam- lega brjálaða þessa dagana er hvernig hí- býli okkar og húsgögn eru hönnuð. Og er bara eitt dæmið af milljón þar sem karlmenn hanna það umhverfi sem við kon- urnar með börnin búum í. Að sinni ætla ég rétt að nefna eldhúsið. Hverjir eyða þar mestum af tíma sínum? Það erum við kon- urnar. Hvar verða flest slys á smábörnum í heimahúsum? í eldhúsinu! Því þau eru auðvitað alltaf í námunda við okkur - kon- urnar. Þar sem ég er með lítið smábarn núna - barn sem rétt er að byrja að ganga þá brennur þetta mál ósegjanlega á mér. Það fer svo í taugarnar á mér hvernig allir hlutir í eldhúsinu eru beinlínis hannaðir sem slysagildra fyrir börnin okkar. Og hvernig allur okkar tími fer í að forða börnum okkar frá stórslysum - inni á heim- ilinu. Það er bókstaflega eins og það hafi hreinlega ekki verið gert ráð fyrir smá- börnum í þessum híbýlum. Ætli ég sé ekki sl. 3 mánuði búin að stökkva eins og 1504 sinnum á eftir syni mínum þar sem hann þeytir upp ísskápshurðinni af því að á ís- skápum er engin barnalæsing. 40

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.