Vera - 01.12.1983, Page 45

Vera - 01.12.1983, Page 45
Rannveig Ólafsdóttir, hjúkrunardeildar- stjóri á göngudeild Kvennadeildar Land- spítalans: ,,Mér fannst þetta virkilega tímabært, eiginlega fór ég upp í Gerðuberg fyrir rælni, var búin að hugsa mér að líta inn en svo endaði með því að ég sat allan daginn og hafði gaman af. Ráðstefnan átti meira en rétt á sér og árangurinn, stofnun Samtaka kvenna á vinnumarkaðnum, leggst vel i mig. Mér leist vel á það, sem kom frá undir- búningshópnum eins og sagt var frá því í sjónvarpinu. Samtök af þessu tagi gætu gert mikið gagn. En að konur segi sig úr félögunum og myndi kvenna-verkalýðs- hreyfingu, það myndi ég ekki vilja. Þá værum við að stimpla okkur sem sérstaka kvennastétt og ég yrði dálítið hrædd við það. Orsakirnar já. Já, ég get tekið undir það sem kom fram í Gerðubergi varðandi þær. Við eigum sjálfar mikið sök á þessu, þetta er manns eigin leti, það er svo þægilegt að sitja heima í stofu og láta aðra standa í þessu fyrir sig. Og já, fyrir konum er þetta oft tímaspurning, það er þetta að rífa sig frá skyldustörfunum heima, það vill vera erfitt. Það er þessi fórnarlund líka. Svo vill það líka vera svo, t.d. í okkar félagi, að margar eru kannski í 40% vinnu og þetta eru auka- tekjur, þannig að ef á reynir er viljinn ekki alltaf fyrir hendi. Eins er með læknaritara, margar þeirra eru t.d. læknisfrúr og eru að þessu meira til að komast út og hafa eitt- hvað auka. ,,Jú, auðvitað þarft þú að hafa meiri tekjur, þú sem þarft að sjá fyrir heimili“ segja margar þeirra við starfssyst- ur sínar en átta sig ekki á að samstaðan ein geturbreytt því.“ Dagbjört Sigurðardóttir, starfar hjá Verka- lýðs- og sjómannafélaginu Bjarma á Stokkseyri, áður í frystihúsinu: „Félaginu mínu barst tilkynning um ráð- stefnuna og ég gerði mér því erindi í bæinn til að sitja hana. Ég var mjög sátt við það sem þarna kom fram og einkum var ég ánægð með skipulag ráðstefnunnar, hvernig hún var uppbyggð. Þarna voru engir sem trjónuðu yfir aðra með fyrir- lestrum heldur var talað saman þannig að mér fannst mikið koma út úr þessu, meira en oft vill vera.“ Varðandi lausnir til úrbóta, sem ræddar voru í Gerðubergi hafði Dagbjört þetta að segja: ,,Út af fyrir sig er hægt að segja að kvótakerfi myndi bjarga málum mikið, en það er þó ekki rétt leið. Það sem vantar er að konur skilji sinn vitjunartíma en það er nú svo langt í land með það og á meðan svo er og breyting ekki fyrirsjáanleg, þá gæti kvótakerfið breytt miklu en það yrði að vera tímabundið. Þetta með að ganga úr verka- lýðsfélögunum er alls ekki uppi, það væri vissulega ein leið og það er oft verið að ræða þetta en úr því verður ekki. Aftur á móti líst mér vel á Samtök kvenna á vinnumarkaðnum, þau eru alveg bráð- nauðsynleg en svo á eftir að sjá hvernig til tekst auðvitað. En þessi samtök ættu að geta staðið á bak við konur sem eru í for- svari, það er nú einmitt nokkuð sem þær hefurvantað, bakhjarlinn. Já, ég hef verið að segja öllum frá því sem þarna kom fram, öllum sem heyra vilja og það eru afskaplega færri sem ekki vilja hlusta. Af undirtektunum marka ég ekki annað en að það sé gott hljóð í konum núna. Við munum segja frá þessu á fund- um, það er áríðandi að sem flestir viti hva er að gerast og tali saman.“ 45

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.