Vera - 01.12.1983, Side 47
borgum og til sveita reyndust vera til að hafa kvennabækurnar á
boðstólum. (Stærsta bókabúðakeðja Bretlands, W. H. Smith, neit-
aði að selja bækurnar þangað til á þessu ári.) ( gegnum bóka-
klúbbinn geta konur á einangruðum stöðum fengið upplýsingar um
það, sem er á boðstólum eftir kynsystur sínar og látið senda sér
heim eftir vild. Verslunarstjórar eru auðvitað farnir að sjá sig um
hönd í þessum efnum núna, þeir hafa uppgötvað að það var gat á
markaðnum, sem þeir vilja nú ekki missa af sjálfir.
Bækurnar sem „týndust“
Gömlu karlaforlögin eru að gera einmitt þá uppgötvun líka. Nýj-
asta sönnun þess er stofnun sérstakrar kvennadeildar hjá gamal-
gróna fyrirtækinu Routledge & Kegan Paul undir vöruheitinu Pan-
dora. Sú ráðstöfun að fá konu öll völdin í þeirri deild þótti sönnun
þess að kvennabókmenntir hafa komið, séð og sigrað. Ritstjóri
Pandoru, hún heitir Philippa Brewster, lét ekki þar við sitja heldur
byrjaði ferilinn með djarflegri grimmd og gaf út bókina „Intruders on
the Rights of Men: Women’s Unpublished Heritage” eftir Lynne
Spender. Lauslega þýtt gæti bókin heitið á íslensku: Árás á réttindi
karlanna: Óprentuð arfleifð kvenna. (Sú bók er raunar ágæt lesning
þeim, sem fást við útgáfu, hvort sem það er bóka, blaða eða
tímarita.) Lynne er þeirrar skoðunar (eins og svo margar okkar) að
þar eð kvenrithöfundar hafi svo iöulega ,,týnst“ í gegnum tíðina,
geti þeir auðveldlega ,,týnst“ aftur, nema því aðeins að konurséu
sjálfar í aðstöðu til að stýra því hvort verk kvenna séu gefin út eða
ekki. Sem er auðvitað mergurinn í málinu og megin ástæða þess
krafts, sem ensku stelpurnar hafa lagt í útgáfumálin: Það er eins
gott að við sjáum til þess að rödd okkar heyrist, annars verður hún
þögguð niður á einhvern lúmskan hátt enn einu sinni. Á bókalistum
kvennaforlaganna eru enda titlar bóka, sem skrifaðar voru aftur í
öldum en bóka, sem þeir, sem hingað til hafa haldið í taumana, hafa
af einhverjum orsökum (sic!) ekki séð ástæðu til að halda sérstak-
lega á lofti. Og eftir því er tekið í bók Lynne, að hún varar við
endurtekningunni: „Ráðning fleiri kvenna í valdastöður hjá útgáfu-
fyrirtækjunum og í útgáfuiðnaðinum yfirleitt og aukinn hlutur
kvennabókmennta á markaðnum hefur að vísu stórkostlegt gildi
fyrir konur og alla kvennahreyfinguna en þetta kann að vera aðferð
karlanna til að hægja á fremur en hraða grundvallarbreytingum í
dreifingu valdsins.” Þannig að á það er síður en svo treystandi, að
yfirmenn til að mynda Philippu Brewster muni til lengdar láta henni
eftir að velja til útgáfu þær bækur, sem henni er mest í mun að koma
á framfæri. Þeim kann að þykja nóg um áður en yfir lýkur! Svo
konurnar verða að halda ótrauðar áfram, ætli þær ekki að láta
þagga niður í sér eina ferðina enn.
Svona er nú málum sem sagt háttað hjá breskum. Þið vitið hvað
gera skal ef þið vinnið stóra vinninginn! Við höfum heyrt á skot-
spónum að hér heima sé nú unnið að þýðingu á skáldsögu eftir
Doris Lessing og sjálfsævisögu Simone de Beauvoir, hvorugt á-
hlaupaverk og enn nokkur bið að árangurinn birtist á búðarborðinu.
Hvað um það, glæta í fjarska er betri en engin glæta. Þess skal
getið aö lokum aö það er mögulegt að gerast félagi í áðurnefndum
bókaklúbbi hér heima, munaður sem enskulesandi konur ættu að
leyfa sér. Upplýsingar er að fá á Hótel Vík. Ársgjaldið nemur um
200 krónum og skilyrði er að kaupa fjórar bækur á ári.
Ms
SKVNDmeTTuR
fPylsur
ttXLPoOré,,,.^
SKVNOIBÉTTUB .
Hantborgari
Títlkr,
í hádeginu,
á kvoldin - heima,
í vinnunni,
á ferðalögum,
og hvar sem er.
Lykkjulok - enginn dósahnáfur.
Fæst í næstu verslun!
Niðursuðuverksmiðjan ORA hf.
,áfio dósina standa 1 5 min.i heitu vatn
í potti eða vaski, áður en hún er opnuð
og rétturinn er tilbuinn.
Hótel
Hekla
eða Hof?
Nýtt nafn?
Já, en nafniö er ekki aöai-
atriöiö, heldur umhverfiö
og móttökurnar. Veit-
ingasalurinn hefur veriö
endurnýjaöur og viö bíö-
um eftir þér meö mat eöa
rjúkandi kaffi og heima-
bakaðar kökur. Líttu inn.
Viö erum i alfaraleiö.
+lóteL-Uoj)
Raudarárstíg 18 -Sími 28866
47