Vera - 01.12.1983, Síða 50

Vera - 01.12.1983, Síða 50
Að utan Japan Japanskt stjórnarfrumvarp um jafnan rétt karla og kvenna á vinnumarkaðnum þar- lendis, hefur þegar mætt gífurlegri and- stöðu í viðskiptaheiminum, jafnvel þó svo frumvarpið hafi enn ekki verið lagt fram á þinginu. Svo virðist sem japanskir atvinnu- rekendur séu þeirrar skoðunar, að konur eigi annað hvort að halda sig heima yfir börnum og buru eða vinna láglaunastörf á vinnumarkaðnum. Frumvarpið er ekki síst tilkomið vegna þess að Japan, líkt og svo mörg önnur ríki, skrifaði undir jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna á kvennaárinu 1975 og skuldbatt sig þar með til að vera búin að kippa flestu í lag á þeim sviðum í lok kvennaáratugsins. Sem stendur lítur ekki út fyrir að svo muni verða, enda aðeins tvö ár til stefnu. Ein af hverjum þremur japanskra kvenna sækja framhaldsskóla og að námi loknu dvelja þær að meðaltali aðeins 4 ár á vinnumark- aðnum, þrátt fyrir menntun sína. Sagt er að þær noti þennan tíma fyrst og fremst til að finna sér eiginmann. Atvinnurekendur nota þessar tölur sem rökstuðning fyrir lágum launum kvenna og lágri stöðu innan fyrir- tækjanna. Konur í fullu starfi eru með 60% af meðaltekjum karla, í hálfu starfi 45%. Ekki að ósekju, því þeir líta á vinnuframlag kvennanna sem ,,leynivopn“ japansks iðn- aðar og hafi m.a. auðveldað Japönum, að ná því taki á mörkuðunum, sem þeir hafa. Konurnar eru reknar heim þegar illa árar, en kallaðar inn aftur þegar þörf er á fram- leiðsluaukningu. Þær eru sem sagt ódýrt vara-vinnuafl, sem nýtur lítilla réttinda vegna þess hve margar þeirra eru laus- ráðnar. Ríkisstjórnin hefur hrint af stað kynningu á nýju lögunum til að vinna þeim byr. Sá byr mun þó vera fyrir hendi nær alls staðar nema í stjórnum fyrirtækjanna, og þar kann hnífurinn að standa í kúnni, því stjórnar- flokkurinn er meira og minna rekinn á fjár- framlögum stjórfyrirtækjanna. Stórfyrirtæk- in munu að sögn berjast með hnúum og hnefum fyrir sínum ,,rétti“ til að standa fyrir ómældri yfirvinnu og næturvinnu, svo eitt dæmi sé tekið. „Eg er ekki á móti jafnrétti kynjanna heldur er ég á móti því að þving- unum sé beitt til að ná því fram“, er haft eftir einum forstjóranna. Kvennahópar og sam- tök í Japan einbeita nú kröftum sínum að því að efla málstað nýja jafnréttisfum- varpsins. England Hún hefur hlutfallslega of stórt höfuö og of langar fætur, engar geirvörtur og er með mitti jafn mjótt hálsinum. Augabrúnirnar eru vandlega plokkaðar og hún horfir stór- um augnalokalausum augum á tilveruna. Árlega áskotnast henni 28 nýir alklæðnað- ir, hún á hest og ritvél og allt í eldhúsið, sundlaug, hjólhýsi, brúðarkjól, en engan kærasta. Hún verðurtvítug um þessi jól. Og heitir Sindy. (Sindy er frænka Barbie en ofjarl hennar á markaðnum enda eldri og reyndari.) Enska blaðið The Guardian hélt nýlega upp á afmælið með grein um þessa undar- lega vöxnu stúlku. (Þar kemur m.a. fram að bandarískar mæður hafa hana grunaða um að valda sjúklegu sjálf svelti (anorexia) unglingsstúlkna. Gert er ráð fyrir að Sindy muni seljast fyrir 2 og hálfa milljónir punda fyrir þessi jól og að 35 milljónum verði eytt í viðbót í ,,nauðþurftir“ hennar. (Þ.e. um 1.4 milljarðar íslenskra króna!) Spurt er hvað valdi þessari velgengni Sindyar og bent á andlit hennar sem eina skýringu. Það er þetta barnsandlit á konulíkama, í sama dúr og barn/kona-tískusýningarstúlkurnar hafa til að bera. Barnsandlit ósnortið af áhyggj- um, aldri og hugsunum, sem situr á löngum hálsi, háreistum brjóstunum og ávölum mjöðmunum. Kynæsandi, en þó með öllu hættulaus - kvenímynd eilífðarinnar hvorki meira né minna! Ef þetta er það sem kemur leikfangakaupandanum til að kaupa dúkk- una, þá er það tilvera Sindyar sem heillar eigendurna. „Hún er það sem allar stelpur vilja verða“ segja forstjórar Pedigree-fyrir- tækisins, sem framleiðir Sindy." Ef stelpur vildu leika sér með Lego, þá bæðu þær um Lego. En þær biðja um Sindy, það er allt of sumt.“ (Lego er hið dæmigerða strákaleik- fang í Englandi, aðeins 25% stelpnanna fá Lego í jólagjöf). Önnur spurning á framleiðendur: Til hvers á Sindy brúðarkjól en engan brúð- guma? Reyndar átti Sindy einu sinni kær- astann Raul, en hann náði aldrei vinsæld- um. Svar: „Mig grunar að stelpurnar vilji alls ekki að Sindy giftist. Draumurinn um að vera brúður eða að vera húsfreyja er mann- laus draumur: það er allt i lagi að gera hreint og elda mat en karlinn á helst aldrei að koma heim úr vinnunni.“ Svo það er ekki útlit fyrir hjónaband í bráð! Að sögn fanta- sera litlu stelpunnar um samband Sindyar og Action Man, en það samneyti hefur ekki fengið opinbera blessun. Um það er ekki spurt hvers vegna framleiðendur telji stelp- urnar vilja Sindy, né heldur hvort leikfanga- framleiðendur yfirleitt álíti að börn velji sér leikföngin sín sjálf. Svarið kemur þó e.t.v. fram með því fyrirkomulagi markaösdeildar Sindy-fyrirtækisins, að halda umræðufundi með eigendum brúðanna mömmum þeirra líka, til að kanna hug þeirratil Sindyar. Þeir vita jú sem er, að yfirleitt eru það mömm- urnar, sem velja leikföngin handa börnum sínum eða stýra því hvað þau fá að gjöf frá öðrum fullorðnum fjölskyldumeðlimum. Auglýsingarnar eru jú enda ekki síður stíl- aðar upp á kaupendurna en þiggjendur gjafanna. í framhaldi af þessu gætu hér komið endalausar vangaveltur um gjafa- kaup handa börnum og þá draumsýn, sem veröld Sindy opnar ómótuðum stúlkubörn- um, en við látum hér við sitja, um leið og við óskum lesendum okkar ekki aðeins gleði- legra jóla, heldur einnig gleðilegrar og rétt- látrar framtíðar! Þýskaland Sums staðar í Vestur-Þýskalandi gefur að líta risastórar ruslatunnur eöa öllu frem- ur ruslakistur á gangstéttum í íbúðahverf- um. í þessar kistur fleygir fólk tómum flösk- um, sem ekkert endurgjald fæst fyrir og er þetta gler síðan endurnýtt af bæjaryfirvöld- um í viðkomandi borgum og bæjum. Á sama hátt hirða góðgerðarfélög t.d. Rauði krossinn, gömul dagblöðtil endurnýtingar. í Munchen eru þannig mánudagar blaða- dagar: blöð og tímarit heimilisins eru sett í snyrtilega bunka, krossbundna, sem eru settir á útidyratröppur. Starfsmenn góð- gerðarfélaganna aka svo um og hirða pakkana. Þýska ríkisstjórnin í Bonn hefur nú byrjað tilraun, sem miðar að því að slík endurnýting á úrgangi heimilanna, verði enn gagngerðari. í bænum Kempen í Suður-Þýskalandi hefur 20.000 heimilum verið gefin græn ruslatunna. í þá tunnu á að fleygja öllu því, sem mögulega gæti nýzt endurvinnsluverksmiðjunum, svo sem pappír, gleri, dósum o.fl. Vonirstandatil að tilraunin muni takast það vel, að unnt verði að útbreiða notkun grænu tunnanna um allt landið. Kostnaðurinn við þessa tilraun í Kempen er að hluta greiddur úr ríkissjóði og að hluta til af einkaiðnaðinum í Þýska- landi. Pappírsúrgangur getur verið dágóð- ur orkugjafi: tonn af pappír í brennslu gefur jafn mikla orku og 0.7 tonn af brúnkolum. (Því miður höfum við ekki samanburð við rafmagnið okkar). Endurnýtingarverk- smiðjur eru því ekki alvondar eða óarð- bærar fjárfestingar og virðist tímabært að huga að slíku hérlendis. 50

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.