Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 51

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 51
Ljósmyndir: Þjóóviljinn Ömmusögur og friðarmál í febrúarblaði Veru á þessu ári sendi Hansína Skúladóttir ykkur pistil um stofnun Kvennahreyfingarinnar á Hér- aði haustið áður og um það sem þá var á döfinni. Nú viljum við endilega halda þræðinum og segja ykkur frá því sem við höfum gert síðan og frá því sem við hugsum okkur að gera í vetur. var á fjölmennum fundi sem við héldum í Gistihúsinu Egilsstöðum. Helga flutti erindi um kvennamenningu, sem var bæði fróð- legt og skemmtilegt. Erindi Helgu varð kveikjan aö námskeiði í kvennasögu sem haldið var á Eiðum dagana 10.-12. júní í sumar. Þar voru saman komnar 27 konur víða að af Austurlandi, ásamt tveimur að sunnan fyrir utan þær Önnur Sigurðardótt- ur forstöðukonu Kvennasögusafnsins og Helgu Sigurjónsdóttur kennara, en þær fluttu okkur dýrmætan fróðleik um kvenna- sögu. Ömmusögurnar voru einstakar. Þá var unnið í litlum hópum og átti hver þátttakandi að segja frá lífi ömmu sinnar. Margar okkar höfðu jafnvel í fyrsta skipti aflað sér ná- kvæmrar vitneskju um líf ömmu og orðið áskynja um ýmislegt athyglisvert varðandi áhugamál þeirra og lífsbaráttu. Þessi þáttur sannfærði okkur betur en nokkuð annað um gildi þess að þekkja sögu okkartil þess að geta fetað veginn fram á við. Ymislegt var svo til gamans gert, mikið sungið og leikið, og kvöddumst við með 8 mars sl. tókst stórkostlega vel. Við fór- um með frumsamin lög og Ijóð um baráttu- mál okkar kvenna. Fluttum pistila um líf kvenna fyrr á öldum, s.s. nornasögur, lækningastörf kvenna og svo bæði Ijóð og smásögur um nútímakonur. Friðarmálin voru líka snar þáttur I dagskránni. Þetta var feykilega skemmtilegt kvöld og ekki var fundarsóknin til þess að skemma það, þar sem fundinn sóttu um tvö hundruð manns. En þrátt fyrir mikla vinnu við undirbúning fyrir 8. mars, vorum við aftur komnar á fullt 12. mars, því þá voru hjá okkur þær stöllur Helga Sigurjónsdóttir úr Kópavogi og Gerður Óskarsdóttir frá Neskaupstað. Það söknuði eftiryndislega helgi, en staðráðnar í að hittast eina helgi á ári framvegis. Nú er kominn vetur og eftir langt sumar- frí erum við að tínast saman aftur. Við mun- um einbeita okkur að kvennasögu sem aðalefni og starfa í 6-8 kvenna umræðu- hópum. Síðan er gert ráð fyrir að allir hópar sameinist á 6 vikna fresti og geri grein fyrir því starfi sem fram hefur farið í millitíðinni. Þetta form gerir þeim konum kleift að fylgj- ast með starfinu sem ekki geta mætt reglu- lega í umræðuhópa en vilja vera með. Síð- an verður að sjálfsögðu staðið fyrir fundi 8. mars og fleiri skemmtilegum uppákomum. Þegar við skildum í sumar voru 40 konur starfandi í Kvennahreyfingunni á Héraði og vonum að við verðum enn fleiri nú, þar sem svo vel tókst til í fyrra. Við sendum ykkur öllum baráttukveðjur hvar sem er á landinu ásamt sérstakri hvatningu til landsbyggðarkvenna um að hefja kvennastarf sem fyrst. Því að það þarf ekki nema lítinn snjóbolta uppi á fjalli og hann getur fyrr en varir orðið að skriðu. Kvennahreyfingin á Héraði 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.