Vera - 01.01.1984, Page 20

Vera - 01.01.1984, Page 20
Viöafgreiðslufjárhagsáætlunarársins 1984, sam- þykktuallirborgarfulltrúarað undanskyldum fulltrú- um Kvennaframboðsins, að leggja 9 milj. kr. á næstu þrem árum i byggingu, sem Knattspyrnu- félag Reykjavíkur, K.R. ætlar að reisa í tengslum við íþróttahús sitt við Kaplaskjólsveg. Gengið hefur verið frá samningi við K.R. um að félagið byggi og eigi húsið, en að borgin greiði félaginu þrjár miljónir á ári upp í byggingakostnaðinn. Þessar greiðslur skoðast sem fyrirfram greidd leiga til næstu 27 ára, fyrir hluta hússins, en þar ætlar borgin að reka fé- lagsmiðstöð fyrir unglinga. Samningurinn felur í sér meira en aö borgin ætli að fjármagna bygginguna. í honum eru ákvæði um að í stjórn félagsmiðstöðvarinnar sitji tveir fulltrúar frá K.R. en engir fulltrúar starfsfólks né unglinga. Þessi stjórn á að hafa umsjón með starfseminni og gera tillögur um ráðningu forstöðumanns. Það verða sem sagt fulltrúar leigusala, sem fá tryggö áhrif á starfsemina, ekki þeir sem hana eiga að nota eða vinna við hana. P I I I Auðvitað fögnum við því að meirihluti borgarstjórnar skuli viðurkenna að það þurfi að leggja fjármuni til æskulýðsmála, en við gagnrýnum hvernig þessum 9 miljónum er varið. í fyrsta lagi teljum við að félagsmiðstöðvar eigi að vera fremur litlar en því fleiri. Við teljum að uppbygg- ingu þeirra og rekstri eigi að haga þannig að ungling- arnir geti sjálfir haft áhrif á mótun og rekstur þeirra. Minnkandi aðsókn að félagsmiðstöðvum æskulýðsráðs sýnir að nauðsynlegt er að leita nýrra leiða í uppbygg- ingu og rekstri þeirra. Félagsmiðstöðin fyrirhugaða í K.R. húsinu uppfyllirekkert af þessu. Enn eigaungling- arnir að verða áhrifalausir bæði um fyrirkomulag og rekstur síns félagsheimilis. í öðru lagi teljum við aö samningurinn sé óeðlilegur, hanntryggifyrst og fremsthagsmuni K.R. enekki hags- muni unglingannaog borgarinnar. í honum felst í raun að borgin skaffar fjármagnið en á engan eignarhlut í húsinu. Það er K.R. sem á húsið og tryggir sér jafnframt að geta haft hönd í bagga um allan rekstur og mótun hans. Það má því með sanni segja að stjórn K.R. hafi komið ár sinni vel fyrir borð í þessu máli. Við lögðum til að borgin keypti hús í Vesturbænum fyrir þessar 9 miljónir. Þar með ynnist tvennt fram yfir það sem næst með samningum við K.R. Borgin eignað- ist sjálf það húsnæði sem hún borgaði fyrir og hægt væri aðtryggja að unglingarnir, notendurnir, yrðu með í skipulagningu, breytingum á húsnæðinu og uppbygg- ingu starfseminnar. Þessi tillaga var felld. Sömuleiðis tillögur okkar um breytingar á samningnum i þá veru að tryggja bæði starfsfólki og unglingum fulltrúa í stjórn félagsmiðstöðvarinnar. Það fór sem sé með þessar tillögur okkar eins og svo margar aðrar, sem miða að því að tryggja að þeir, sem eiga að nota þjónustuna, hafi tök á að móta hana, þær fá ekki stuðning í borgarstjórn. Snjólaug Stefánsdóttir *

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.