Vera - 01.01.1984, Page 22

Vera - 01.01.1984, Page 22
„Meðallaun kvenna eru lægri en meðallaun karla en það ræðst af því, að konur voru fleiri en karlar í þeim störfum, sem hafa verið flokkuð til lægri launa”. Úr bókum Sjálfstæðis- manna. LA UNAMÁL KVENNA Á borgarstjórnarfundi þann 2. febr. sl. fluttu borg- arfulltrúar Kvennaframboðs og Alþýðuflokks eftir- farandi tillögur: „Borgarstjórn samþykkir að beina því til launa- málanefndar borgarráðs, að hún í væntanlegum kjarasamningum við Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar leggi m.a. áherslu á eftirfarandi: a. Að koma sem mest til móts við kröfur láglauna- fólksins um verulegar kjarabætur því til handa. b. Að tryggja í sem ríkustum mæli, að meðallaun kvenna nái meðallaunum karla í borgarkerfinu. Greinargerð: Kjör láglaunahópa hafa verið mikið rædd undanfarið og öllum ætti að vera Ijóst, að núverandi laun þeirra hrökkva hvergi nærri fyrir brýnustu nauðsynjum. Borg- aryfirvöldum ber því skylda til að haga samningagerð í komandi samningum í samræmi við þessa staðreynd. Konur eru fjölmennasti láglaunahópur landsins. Samkvæmtskýrslunni „Vinnumarkaðurinn 1982” voru meðallaun karla 52% hærri en meðallaun kvenna það ár. í sömu skýrslu kemur einnig fram, að meðallaun karla I opinberri þjónustu voru 49% hærri en laun kvenna í þessum starfshóp árið 1982. Ekkert bendir til, að þessar tölur hafi breyst konum í hag á s.l. ári. í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eru 2202 fé- lagsmenn, að undanskildum þeim, sem einnig eiga aðild að BHM. Af þessum 2202 félagsmönnum eru 62.1% konur. Samkvæmt lauslegri könnun, sem gerð hefur verið um grunnflokkaröðun þessara félags- manna, kemur í Ijós, að 94.4% kvenna í félaginu er grunnraðað í Ifl. 6—15. Aðeins 5.6% kvenna í St.Rv. er grunnraðað í 16. Ifl. eða ofar. Sambærilegar tölur um grunnflokkaröðun karla í félaginu eru, að 75.8% karla er grunnraðað í Ifl. 5—15, en 24.2% í 16. Ifl. og ofar. Launamisrétti kynjanna blasir hvarvetna við, iíka í borg- arkerfinu. Fyrsta skrefið til að afnema það er að breyta grunnflokkaröðun kvenna í komandi samningum borg- arinnar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.” Tilgangur okkar með tillöguflutningnum var að fá fram stefnuyfirlýsingu borgarstjórnar í komandi kjara- samningum. Við lögðum því áherslu á að greidd yrðu at- kvæði um tillöguna á fundinum. Ekki treysti meirihlut- inn sér til þess. Formaður launamálanefndar, Markús Örn Antons- son lagði til fyrir hönd meirihlutans að tillögunni yrði vís- að til launamálanefndar ásamt bókun frá borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins. Þetta samþykktu allir borgar- fulltrúar meirihlutans að Margréti Einarsdóttur undan- skyldri, en hún sat hjá. Ljósmyndir: Artna Gyöa Gunnlaugsdóllir 22

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.