Vera - 01.01.1984, Page 35

Vera - 01.01.1984, Page 35
Konur og vinnumarkaðurinn — Ég hef alltaf unnið fulla vinnu utan heimilis frá því að ég tók stúdentspróf og er svo heppin að vera í tiltölulega vel laun- uðu starfi miðað við þau laun sem konur hafa almennt. Ég er líka svo heppin að hafa gaman af vinnunni minni í sjónvarp- inu, þar er góður félagsskapur og margar þeirra kvenna sem þar vinna halda áfram vegna félagsandans því ékki eru laun þeirra flestra til að hrópa húr-ra fyrir. Ég á þrjú börn á aldrinum 17 til 2ára. Ég dreifði barneignunum á langan tíma og ég hef verið svo vel sett að geta leitað til mömmu og systra minna (við erum 5 syst- urnar) með barnapössun. Á bak við marg- ar konur á vinnumarkaðnum eru aðrar konur sem hjálpa til með börnin, annars gengi þetta ekki. Ég fann fyrir því hvað ástandið hafði versnað frá því að ég átti barn ‘74 og þar til fyrir tveimur árum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það yrði þvílíkt vandamál að fá pössun. Það gekk ‘74, en núna var enga úrlausn að fá. Systir mín býr hjá mér núna og hjálpar og ég fæ 15 ára stelpu einn eftirmiðdag í viku, þann- ig að málin leysast í vetur, en næsta vetur vonast ég til að fá leikskólapláss og að mamma hjálpi siðan með það sem á vant- ar. Ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég ætti ekki þessa fjölskyldu mína sem öll hjálpast að, það er mikið lán að eiga góða að eins og hér er í pottinn búið. Ég veit af íullt af konum í kringum mig sem eru i stöð- ugum vandræðum með börnin, eru hringj- andi heim og með áhyggjur út af þeim, sem svo kemur niður á vinnunni. Ég get hins vegar alltaf verið örugg og nýt þess að vera að vinna. Mér finnst ríkja algjört ófremdarástand í dagvistarmálum í borg- 'nni og ég er mjög óhress yfir því hvernig k Peningum borgarinnar er varið i fjölmiðla- hsa, gervigras og bílastæði meðan dag- vistarmál eru í algjörum ólestri. Það vinna aHar konur úti og það er kominn tími til að *aka mið af því. Við verðum að fá samfelld- an skóladag og fleiri dagvistarpláss. Hvernig á næsta kynslóð kvenna að fara að? Ég er ekki tilbúin til að fara heim til að Passa barnabörnin, þaö kemur að því að Pað verða ekki lengur konur heima til að tyarga málunum og hvað þá? Vera mun í framtíðinni hafa fastan þátt, sem við nefnum Konur og vinnumarkaðurinn. 1þessum þœtti verða frásagnir kvenna sem eru í launuðum störfum utan heimilis um það hvernigþað er að vera útivinn- andi kona. Hending réði hvaða kona byrjaði að segja sögu sína og svo mun einnig verða í framtíðinni. Hér kemursagaRagnheiðar Valdimarsdóttur, klippara hjá Sjónvarp- inu. Hún er jafnframt gift húsmóðir og 3ja barna móðir. Ég held að ég gæti ekki hugsað mér að fara heim. Ég reyndi það þegar miðbarnið fæddist og ég fann þrýsting utan að þegar maðurinn minn var að Ijúka námi. Mörgum fannst greinilega að ég ætti að vera heima hjá börnunum ekki síst eftir að þau voru orðin þrjú. En reynslan þennan tíma varð til þess að ég gerði það upp við mig að ég myndi aldrei þrífast sem heimavinnandi húsmóðir, enda hefur ekki veitt af tvenn- um launum til að framfleyta fjölskyldu þó að nú hylli kannski undir að við komumst af með ein laun. Ef ég hætti að vinna úti myndi ég láta þann gamla draum rætast að fara í nám. Mín vinna er á tæknisviði og það eru mjög fáar konur sem vinna á tæknideild sjónvarpsins, það er ekki hægt að læra Ljósmyndir: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir klipparastörf hér á landi og það er kannski þess vegna sem það er tiltölulega vel laun- að miðað við margt annað. Hins vegar eru flestar konurnar hjá sjónvarpinu með skammarlega lág laun og hvergi í sam- ræmi við þá karlmenn sem hafa einhverja tæknimenntun þó að skólaganga sé kannski fyllilega sambærileg. Við höfum rætt um það konurnar að standa saman í launamálunum. Ég finn til sterkrar sam- kenndar með öðrum konum og ég held að við sem betur erum settar séum tilbúnar til að styðja hinar, því við sjáum það alls stað- ar að matið á hefðbundnum kvennastörf- um er fyrir neðan allar hellur. 35

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.