Vera - 01.07.1984, Síða 3

Vera - 01.07.1984, Síða 3
ÚTI/HEIMA VINNANDI Ágœta Vera. Þökk fyrir skemmtilegt blað. Ég kaupi Veru vegna þess að mér finnst hún fjalla um múlefni kvenna á raunscean og hispurslaus- an hátt og það sem mestu máli skiptir — ‘nnanfrá, frá sjónarmiði konunnar sjálfrar. Það er raunar dálítið einkennilegt, að þegar við konur leyfum okkur að vera við sjálfar, erum við oft taldar ókvenlegar. Margir virðast álíta að kvenska sé einkum fólgin í því að bœla niður sjálfsvitund sína tlJ þess að falla inn I einhvern fyrirfram akveðinn ramma. Tískan og snyrtiiðnaður- mn hjálpasvo til við að fullkomna myndina. Ég er ekki að lasta tískuna, hún er ágœtis krydd í tUveruna, ef við aðeins gerum okkur Ijóst að hún á að þjóna okkur, ekki drottna yfir okkur. Enfyrst ég einföld almúgakonan er farin að hripa niður hugleiðingar mínar, cetla ég að halda áfram. Það eru tvær konur að þvœlast fyrir mér. Onnur útivinnandi, hin heimavinnandi. Hvaða munurer áþeim? Útivinnandi konan vinnur tvöfaldan vinnudag. Sú heimavinn- andi líka, eigi hún ung börn. Útivinnandi konan erdugleg ogsjálfstœð. Sú heimavinn- andi líka, annars gœti hún ekki haldið heim- úi svo velfœri. Hvaða munur er á heimili og óðrum vinnustöðum? Ég vinn stundum afleysingastörf í þjón- Us>ustofnun og erþá að velta fyrir mérþess- Um hugtökum: Að vinna úti eðasitja heima. Að taka upp kartöflur, þvo bílinn, eltast við börnin, moka snjó af tröppum, skúra og ryksuga, bera matvörur heim úr búðinni — Ju> þetta heyrir allt undirþað að sitja heima. kg gleymdi næstum að minnast á bakstur og kjötvinnslu. En þegar ég sit í dálitlu búri og afgreiði viðskiptavini gegnum lúgu og geispa °S hangsa á milli, því stundum er lítið að gera — þá er ég að vinna úti. Ég er allt í einu °rðin mikilvæg manneskja. Vinnandi manneskja. Égfækaup. Og stundum vakn- ar áleitin spurning. Hvers vegna eru heim- úisstörf ekki metin til fjár eins og önnur vinna? Það er gert ráðfyrir að húsmóðirin ‘ái heimilið sömu augum og þeir sem njóta bjónustu hennar. Hver reynir að teljastarfs- fólki á skemmtistöðum trú um aðþaðséein- Unsis að skemmta sér í vinnunni? Nú á dögum er oft talað um tilfinningar í sambandi við húsfreyjustarfið. Mér finnst húsverkin ekki hafa neitt með tilfinningarn- ar til minna nánustu að gera. Ég hef heldur engar aðrar tilfinningar gagnvart skítnum sem ég þríf heima hjá mér, en skít sem ég hreinsa annars staðar á tímakaupi. En það getur verið einkennUeg tilfinning að vera húsmóðir, vinna alla 7 daga vikunn- ar, fá kannske sumarfrí í vikutíma þriðja hvert ár eða svo og vera síðan ekki talin til vinnandi fólks. Það er líka skrítið, að eftir að konur hafa lagt metnað sinn í að afla sér kunnáttu Ifjölbreyttum heimilisstörfum og fengið reynslu I t.d. matargerð, ræstingum, meðferð fatnaðar, saumaskap og uppeldi barna frá fæðingu og upp úr, er því jafnvel haldið fram að þær séu fákunnandi og reynslulausar. Það sem ég lærði ískóla, dugar mér vissu- lega skammt á vinnumarkaðnum í dag. Ég gengi ekki inn Ifyrirtœki og byðifram kunn- áttu mína í bréfaskriftum eða bókhaldi. En ég hef hlotið reynslu á öðrum sviðum og öðl- ast visst sjálfstraust. Eftir nœr tveggja ára- tuga heimilisþjónustu er ég óhrædd við að ganga í hvaða skítverk sem er. (Nœstum.) Ég hef líka vanist á að taka ákvarðanir og reyna að ráða fram úr vandamálum daglegs lífs, eins og konur verða alltaf að gera, hvort sem þœr vinna fyrir launum eða ekki. Sú mynd sem fjölmiðlar draga upp af heimavinnandi húsmœðrum, er oft mjög röng og villandi. Sumirspá afturhvarfi kvenna inn á heimilin. Vonandi verður ekki svo, a.m.k. ekki ásömu forsendum og áður. Konur eiga ekki að vinna heima vegna þess að „þœr eru ekki of góðar.” Heldur ætti að meta heimUisstörf á raunhæfan og sanngjarnan hátt, hvort sem þau eru unnin af konum eða körlum. Svo bið ég að heilsa henni Hönnu Láru á ísaftrði, hún hefur mikið til síns máls. Gangi ykkur vel í baráttunni, stelpur. Með bestu kveðjum, ykkar Esshá. Kæra Esshá! Við þökkum þér gott innlegg í bréfadálk- inn. Já, okkur finnst oft erfitt að koma auga á eðlismun þess að vinna heima og að vinna úti. Þarna einhvers staðar til hliðar eða á bak við opinbera hagkerfið glittir í heljarinnar mikið framleiðslu bákn sem ekki er talið með. Það hefur því mörgum dottið í hug að krafan um laun handa hús- mæðrum eigi fullan rétt á sér og þessi spurning hefur verið rædd í kvennahreyf- ingum víða erlendis. Konur hafa haft ærið skiptar skoðanir á henni enda eru á henni bæði kostir og gallar — það er ekki nema sanngjarnt að húsmæöur fái laun fyrir sína vinnu en á hinn bóginn er ansi hætt við því að betur gengi að reka konur inn á heimilin aftur þegar kreppir að sé hvort sem er hægt að veifa framan í þær launaseðlum. Þetta væri að sjálfsögðu gott og blessað fyrir þær konur sem vilja vera heima en fyr- ir þær konur sem kjósa frekar að vinna ut- an heimilis yrði þetta bölvanlegt. Þetta mál hefur lítið sem ekkert verið rætt hérlendis en fróðlegt væri að heyra álit fleiri kvenna á því. Vera. JConurf ífcyna miíiíía-r absoknar iJyrra verba JCru.ttmaga(tvóícfin 2 t ar Jostudayinn 4. mai tí. !SU oy (auyartíajinn J. mai tl. 19u i ójalíanum ,/tlibasa/a i Sjaííanum AUGLÝSINGAR Kæra Vera! Bestu þakkir fyrir gott blað. Nú stenst ég ekki mátið lengur að setja nokkrar línur á blað. Titefnið er grein Ms. Isíðasta tölublaði er nefnist „Hvað halda þessar auglýsingar að þú sért”. Um svipað leyti og blaðið barst mér I hendur, var ég búin að láta meðfylgj- andi auglýsingu (mynd) fara í taugarnar á mér. Því virkaði umrædd grein eins og víta- mínssprauta á mig. Ég segi einfaldlega, ef konur auglýsa sínar skemmtanir á þennan hátt, þá er ekki von á góðu. Hvað finnst ykkur? Kveðja Margrét Jónsdóttir Akureyri. P.s. Því miður er nafn teiknarans svo ógreinilegt að það skilst ekki. En kæmi mér ekki á óvart að um karlmann væri að rœða. Kæra Margrét! Við erum þér fyllilega sammála: hund- leiðar á kvenfyrirlítandi auglýsingum og Ms lofar framhaldi á greininni umræddu. Okkur grunar þó að auglýsingin sem þú sendir hafi nú átt að vera grín, en verðum að viðurkenna að okkur hefði þótt svona soldið bústinn karlmanns mallakútur miklu fyndnari! Vera. Hvað heldur þessi auglýsing aö þú sért? Vonandi tillitssöm! Mér þykir þaö voða- lega leiðinlegt að geta ekki birt framhald greinarinnar um auglýsingar í þessari Veru eins og lofað var í þeirri síðustu. Ég tók mér barnsburðarleyfi fyrr en tii stóð en um leið og nýja stelpan mín og ég er- um farnar að venjast tiiverunni veröur áfram haldið þar sem frá var horfið! Kveðjur, Ms. 3

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.