Vera - 01.07.1984, Qupperneq 13

Vera - 01.07.1984, Qupperneq 13
-Ég gleymi aldrei tveimur konum sem kynntist í æsku”, sagði Þuríður. ,,Um ára skeið þjáðust þær af líkamlegum breytingum samfaratíðahvörfum. Þærtöl- uöu um þetta við mig, stelpuna og sögu Þeirra hef ég aldrei gleymt. Þar er senni- le9a að finna kveikjuna að áhuga mínum. Svo komst ég sjálf á þennan aldur, ég var 45 ára. Þá fékk ég óreglulegar blæð- lr|gar meðal annars og var á kvensjúk- dómadeild Landspítalans. Það vakti at- hygii mina hvað aðbúnaður var slæmur tyrir konurnar og hvað þær voru lítillátar í Þessu efni. Starfsfólkið var gott og læknir- lr|n var yndislegur, ekkert yfir því að kvarta, en þarna lágum við hver innan um aðra og með eitt lítið salerni. . . og svo v°ru þessir köldu gangar, hvergi hægt að vera. Þá var það sem ég hugsaði að ef kadar hefðu haft þennan sjúkdóm þá væri Þessi deild komin á annað stig — og ég SnÝ ekki aftur meö þá skoðun mína. Nú hefur orðið mikil breyting til hins betra á húsnæði og aðbúnaði á deildinni, er> endrúmsloftið er enn einkennilegt. Það er eins og konurnar fyrirverði sig fyrir sjúk- öóma sína, þær verða svo lítillátar, eins og Þær séu að biðja afsökunar á sjálfum sér. ^hnað sem ég varð vör viö var hve lítið k°nur ræöa saman um tíðahvörfin og sjúk- °óma sína. Upp frá þessari reynslu minni ór,ég að hugsa mikið um þetta. Ég pantaði mér bækur, fékk nokkuð n^ergar og fór að lesa mér til um þetta. Það er til mikið efni um þetta tímabil, en það er est lítt aðgengilegt venjulegu fólki. Niður- staða mín var að orsakir erfiðleika margra venna við tíöahvörf eiga sér bæði líkam- e9ar og félagslegar skýringar. Og það J'Tðist algilt að konur tala ekki um þessa muti. Það á raunar ekki bara við um konur. etta virðast vera mál sem hvergi eru rædd.” >>■ . . en hvað veldur þessari bann- Þelgi?” Spyr ■■Já, það er nú sjálfsagt margt, en ein af skýringunum er sú að konur vilja ekki við- Urkenna að þær séu gamlar, vilja a.m.k. alls ekki ræða það. Ein undantekning er þó frá þessu og hún er í Kína. Kína er eitt af fáum löndum þar sem þunglyndi á breytingaaldrinum er svo til algjörlega óþekkt fyrirbæri, vegna þess að þar er ell- in, fullorðiðfólk mikils virt. Erfiöustu störfin eru tekin af þeim. Það þykir afskaplegafínt að eldast í Kína. Viskan er höfð í hávegum og gamla fólkið er fyrst og fremst látið miðla af sinni visku. Við búum hins vegar í þjóðfélagi þar sem ungdómurinn er dáð- ur og þar af leiðandi er ekkert pláss fyrir okkur eldra fólkiö. Það er algengt að litið sé á konur á breytingaaldrinum sem hlægilegar manneskjur! Tala nú ekki um ef þær kvarta og þetta sjónarmið er al- gengt. . . Það er sorglegt!” — og Þuríður heldur áfram: „Konur bera ábyrgö á heilsufari fjöl- skyldunnar, þær hafa aðgang að meðala- skápnum, þær hafa samband við lækninn, hugsa um að bóndinn sé við góða heilsu, að ekki sé nú talað um börnin, en þegar kemur að þeim sjálfum, draga þær oft viö sig að leita læknis sjálfra sín vegna, þó þeim líði illa og séu illa upplagðar. Karl- mennirnir vorkenna sér afskaplega að þeir skuli eiga svona leiðinlegar og erfiðar kon- ur. Þaö verður að taka á þessum málum vegna þess að nú eru allar konur farnar að vinna úti og við verðum að nýta starfs- krafta kvenna. Það gengur ekki að konur lokist inni á heimilunum þegar þær eru búnar aö ala upp börnin eins og gerðist áð- ur fyrr. Oft ætlar konan á breytingaskeið- inu sér líka að gera eitthvað, sem hún hef- ur viljað gera en ekki getað fyrr vegna anna, en þá verður hún oft svo lasin að hún getur það ekki. . . og ef hún svo veit ekki hvað amar að þá er eins og kippt sé undan henni fótunum og þá fer í verra.” Hvað um hormónalyf, hvað finnst konum um að nota þau? „Hormónagjöf er umdeild, ég sá t.d. grein í Time um aö krabbamein í legi af völdum hormónagjafa, væri vel læknan- legt. Hin svokallaða beinaþynning, sem kemur til af því að okkur vantar estrogen, er aftur á móti ekki læknanleg. í sambandi við hormóna hafa konur mestan áhuga á að vita hvað þær eiga að taka mikiö, hvenær o.s.frv. Þetta er læknisfræöileg spurning og það hefur hver læknir sína skoðun á þessu. Ég persónulega hef haft það þann- ig að þegar mér leið sem verst þá tók ég hormóna en hætti svo þegar mér fór að „Svo komst ég sjálf á þennan aldun . Ein úr hópnum fór á fund Þuríðar Pálsdóttur, söngkonu, en hún hefur komið á fjöldan allan af fundum hjá konum til þess að ræða um tíða- Þvörfin og breytingar þeim samfara. Okkur fýsti að frétta meira af þessari sjálfboðavinnu Þuríðar og hún tók Þeirri málaleitan okkar af sinni al- kunnu alúð. Við byrjuðum á því að tala um Þvað hefði vakið áhuga hennar á þessum málum. 13

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.