Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 24

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 24
Nú hefur Kvennalistinn loksins eignast mál- gagn því að Kvennaframboðið í Reykjavík og Kvennalistinn hafa sameinast um útgáfu Veru. í framtíðinni getum við því fylgst með störfum Kvennalistans á Alþingi á þessum sérstöku þingmálasíðum Veru. Kvennalistakonur hafa á liðnum vetri fundið tilfinnan- legafyrir málgagnsleysinu. Það er örðugt að koma mál- flutningi og viðhorfum út fyrir veggi Alþingishússins. Fjölmiðlar hafa þagað þunnu hljóði um framlag þing- kvenna okkar í þingsölum, með örfáum undantekning- um þó, sem oft reyndust villandi ef ekki hreinar rang- túlkanir. Burtséð frá hagsmunum einstakra stjórnmála- flokka er Ijóst, að almenningur fær takmarkaðar upplýs- ingar um störf Alþingis frá degi til dags. Það er jú svo, að þeir þingflokkar eða samtök þeirra sem ekki eiga mikla peninga eiga þess sáralítinn kost að koma störf- um sínum og viðhorfum út til landsmanna. 1 ræðu um þingsályktunartillögu (þáltil) Bandalags jafnaðarmanna um beint útvarp frá Alþingi sagði Sigríður Dúna einmitt þessa staðreynd vekja upp þá áleitnu spurningu við hvers konar lýðræði við raunverulega búum: ,,Er það meiningin, að það lýðræði sem talaö er um í 1. gr. stjórnarskrárinnar sé lýðræði fjármagns- ins? Mitt svar við því er nei. Þannig get ég ekki skiliö 1. gr. stjórnarskrárinnar.” í sumarheftum Veru er ætlunin að gera yfirlitsúttekt á störfum þingkvenna okkar á liðnum vetri. Af miklu er að taka og verðum við því að stikla á stóru. Enda þótt markmið Kvennalistans á Alþingi sé fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni kvenna og barna er auðvitað svo að öll mál, jafnt efnahagsmál sem uppeldismál koma konum við sem þátttaka í islensku þjóðlífi. Öll mál eru því kvennamál. í þessu blaði beinum við athyglinni að launa- og at- vinnumálum kvenna og skólamálum. Þingsetning og sk. efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar 10. okt. s.l. var þingið sett eftir óvenjulega langt þing- hlé eins og menn muna. Þingið var 106. löggjafarþing. 13 nýir þingmenn tóku til starfa þar af 6 konur en alls sátu 9 konur þetta þing. Fleiri hafa konur aldrei verið á þingi. Innan veggja Alþingishússins eru þær stöllur háttvirtu 11. þingmaður Reykvíkinga (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir), 3. landskjörinn þingmaður (Guðrún Agnarsdóttir) og 7. landskjörinn þingmaöur (Kristín > Halldórsdóttir). Sigríður Dúna á sæti í efri deild en Guð- rún og Kristín í neðri deild. Eins og við var að búast fordæmdi stjórnarandstaðan harðlega sk. efnahagsaðgerðir hkisstjórnarinnar s.l. sumar. Áfyrstu dögum þingsins mótmæltu þingkon- ur Kvennalistans harðlega launastefnu ríkisstjórnarinn- ar, þá stefnu að afnema samningsrétt og leggja þyngstu byrðarnar á þá sem síst mega viö því. Afnám samningsréttar væri skerðing á mannréttindum og stefna ríkisstjórnarinnar væri atlaga að einum helgasta rétti mannsins — rétti hans til að hafa áhrif á aðstæöur sínar og þar með líf sitt. En tilgangur ríkisstjórnarinnar var jú að ná niður verðbólgunni og flestir voru sammála um að brýna nauðsyn bæri til að ná tökum á henni. En réttlætti tilgangurinn þessar „efnahagsráðstafanir”? Kvennalistinn getur ekki fallist á þá röksemd að mikil- vægast sé að fá ákveðnar tölur út úr reikningsdæminu en að manneskjan sjálf og líf hennar séu aukaatriði. En ríkisstjórnin þóttist bera hag hinna verst settu fyrir brjósti. í umræðum um stefnuræðu rikisstjórnarinnar sagöi Sigríður Dúna m.a.: „Ef svo er, hvers vegna í ósköpunum skerti ríkis- stjórnin verðbætur á laun samkv. prósentuhlutfalli? Hefði ekki verið nær, eins og við Kvennalistakonur höfum ítrekað bent á, að reikna út krónutölu verð- bóta á meðallaun, greiða þá krónutölu út á meðal- laun og öll laun þar fyrir neðan og skeröa verðbætur til helminga eða meira á öll laun þar fyrir ofan? Með þessu hefðu kjör þeirra lægst launuðu batnað þó nokkuð. Kjör þeirra, sem meðallaunin höfðu, hefðu staðið í stað en byrðarnar lagst á þá sem hæstu launin höfðu og þar með sterkasta bakið í burðinn.” Öllum ætti að vera jafnljóst, að það er ekki jafn auð- velt fyrir einstæöa móður að þola rýrnun kaupmáttar og ráðherra eða framkvæmdastjóra með 70—100 þús. kr. í laun á mánuði. Þeir lægst launuðu í þjóöfélaginu eru 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.