Vera - 01.07.1984, Side 31

Vera - 01.07.1984, Side 31
Býðar myndirnar eru teknar ídagstofu Dannerhússins. Sú efri árið 1978, °ður en húsið var yfirlekið, en sú neðri skömmu eftir yfirtökuna. komast. Nú hófst mikið samningaþóf við borgaryfirvöld og verkfræðifyrirtækið sem er>daði meö því að konurnar urðu að 9reiða 5 milljónir danskra króna fyrir húsið 1 Því ástandi sem það var. Var fénu safnað ^eð almennum samskotum, flóamörkuð- Urn, dansleikjum, ýmiss konar útgáfu o.fl. þegar Dannerhópurinn, en það er hóp- Urinn sem stendur að húsinu, yfirtók húsið var það nánast ónothæft. Allar lagnir ónýt- ar, rúður brotnar, þakið nánast horfiö, breinlætisaöstaða af mjög skornum skammti og svo mætti lengi telja. En pláss- 10 var meira en nóg, eða um 2600 m2 á fjór- um hæðum. Hófust konurnar strax handa við endurbygginguna, fengu til liðs viö sig stvinnulausar konur sem kunnu eitthvað [yrir sér í handverki og nú er svo komiö aö tyrstu tvær hæöirnar eru nánast tilbúnar °9 þær tvær næstu vel á veg komnar. Er búsið, jafnt að utan sem innan, eitt af fal- e9ustu húsum í Kaupmannahöfn. Dannerhúsiö skiptist i tvær álmur, sem 9anga þvert á hvor aöra, og er önnur ætluö undir Kvennahús en hin undir Kvennaat- nvarf. Er Kvennaathvarfið nú rekið á þrem- Ur hæðum og eru 6 mjög rúmgóð og björt nerbergi á hverri hæö, auk dagstofu og sldhúss. í þeirri álmu, sem hýsir hið eiginlega Kvennahús, fer margháttuð starfsemi fram. Þar starfar fjöldi kvennahópa að mörgum og mismunandi verkefnum sem öll eiga það þó sameiginlegt að þau eru lið- ur í kvennabaráttu þ.e. þeirri baráttu sem miðar að því að aflétta kúgun kvenna. Þarna er bókakaffi, bæklingaútgáfa, prentstofa, vídeovinnustofa, ráðgjöf, kennsla í sjálfsvörn, fjöldi fundarherbergja o.fl., o.fl. Þessi starfsemi er öllum konum opin, og þá ekki síst þeim sem í athvarfinu búa. Húsið er hins vegar lokað körlum. Fjölmargar kvennahreyfingar og hópar starfa i Dannerhúsinu og má t.d. nefna ráðgjafahópa ýmiss konar s.s. Nike, sem er ráðgjöf fyrir ungar konur. Mestan svip á húsið setur þó líklega Dannerhópurinn, sem aftur samanstendur af 10 grunnhóp- um (basisgrupper) sem halda allsherjar- fund einu sinni í mánuöi. í hverjum grunn- hópi eru 6—10 konur og það eru þessar konur sem sjá að mestu leyti um að ganga vaktir í athvarfinu. Annar hópur sem vinnur líka í athvarfinu eru Joan-systurnar en þær annast jafn- framt ráögjöf fyrir konur, bæöi innan at- hvarfsins sem utan, sem oröiö haf a fy rir of- beldi og/eöa nauögun. Joan-systurnar skipta sér líka í minni hópa sem ýmist eru grunnhópar eða taka fyrir ákveðið efni. Hugmyndafræðin Öll starfsemi í Dannerhúsinu, bæði inn- an athvarfsins og Kvennahússins, byggir á valddreifingu. Æðsta vald í málefnum hússins er í höndum allsherjarfundar þeirra hreyfinga og hópa sem í húsinu starfa. Æðsta vald í innri málefnum at- hvarfsins er í höndum húsfundar, en á þann fund mega allar mæta sem taka vaktir og eins hinar sem í athvarfinu búa á hverjum tíma. Og svona í lokin, til að gefa einhverja mynd af þeirri hugmyndafræði sem ríkir í Dannerhúsinu, ætla ég að þýða hér laus- lega markmið Kvennaathvarfsins. Mark- mið sem allar þær konur verða að sam- þykkja sem taka vaktir í athvarfinu. Það hljóðar eitthvað á þessa leið: „Ofbeldi er grófasta mynd þeirrar kúgunar sem konur eru beittar í karlstýrðu stéttasamfélagi. Þetta gildir bæði um andlegt og líkamlegt ofbeldi. Gegn þessu ofbeldi verður að berjast bæði hjá einstaklingum og samfé- laginu í heild. Hver einstök kona byrjar að vinna með undirokun sína í athvarfinu. Hérna skynjar konan — m.a. vegna sam- vista við aðrar konur sem svipað er ástatt um — að vandamál hennar er útbreitt og sameiginlegt mörgum konum. Þessi sam- eiginlega vitundarvakning er notuð til að standa saman að aðgerðum sem taka mið af þeirri reynslu sem fæst í athvarfinu. Með hjálp til sjálfshjálpar viljum við styrkja sjálfstraust konunnar og trú á eigin krafta. Jafnframt vinnum við að því að breyta stöðu konunnar í samfélaginu með sam- eiginlegum aðgerðum og þrýstingi.” isg. 31

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.