Vera - 01.07.1984, Page 42

Vera - 01.07.1984, Page 42
Annað hvert ár er alltaf sól og blíða í byrj- un júní, finnst manni, a.m.k. þeim sem búa í Reykjavík og eiga greiðan aðgang að Listahátíð — sérstaklega eftir aö farið var að senda sum atriðin út um götur og torg. Ég undirrituð var þó hálf sísona fúl fram- an af, einkum þegar ég las í einhverju dag- blaðanna að háttvirtur menntamálaráð- herra hefði sagt í opnunarveislu hátíðar- innar að við héldum Listahátíð ,,til að hvíl- ast um stund”. Og ég sem hélt að list og hvíld væru sitt hvað — við ættum að brýna heilasellurnar á hátíðinni og hvíla okkur kannski að henni lokinni. Svo brást þetta eina atriði sem Efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar leyfðu mér að sækja: ein af uppáhaldssöngkonunum mínum, Christa Ludwig, veiktist og komst ekki hingað til að gleðja hjörtu okkar eins og ráð var fyrir gert. Gleðin endurheimt. . . Og ég fór í Þjóðleikhúsið í staðinn á for- sýningu á tveimur þriðju hlutum þríleiks Ólafs Hauks Símonarsonar — og endur- heimti gleði mína! Þessir tveir fyrri hlutar þríleiksins nefnast „Milli skinns og hör- unds” og „Skakki turninn í Písa”, en þriðji hlutinn — sem vonandi kemst á fjalirnar strax í haust og heföi gjarnan mátt kóróna sýninguna — mun nefnast „Samskeyti”. Verkið fjallar um innbyrðis tengsl fjöl- skyldu, sem um leið vísa út fyrir fjölskyld- una á afstæður milli fólks almennt og sam- félagsgerðina. En líkast til verða tilfinn- ingaböndin hvergi að annarri eins flækju og í fjölskyldunni sjálfri. í fyrri hlutanum beinist athyglin einkum að Ástu og Sigurði, miðaldra hjónum, samskiptum þeirra við hvort annað og syni sína uppkomna. Síðari hlutinn fjallar um yngri soninn, Hadda, sem siglir hraðbyri inn í hlutverk föður síns en pang! hlýtur að villast af þeirri leið, því það hlutverk er tímaskekkja. Samfélagið er breytt og stofnanir þess hljóta að breytast líka, þar með talin og ekki síst fjölskyldan. „Það er ekkert lengur ásínum stað”, segir Siguröur áttavilltur og ofurseldur karlveldis sjónarmiðunum — og spyrnir við fótum — en Ásta er risin upp, farin út að vinna og gegnir trúnaðar- störfum fyrir samstarfskonur sínar. Að taka sér frelsi. . . í þessum tveimur þriðju hlutum þríleiks- ins er karlveldið afhjúpað með áhrifaríkum hætti. „Maður veröur að taka sér frelsi”, segir Sigurður er hann hvetur yngri son sinn til dáöa, en hann kann enga aðra leið til þess en aö taka það af konunum — og hlýtur að mistakast. Þriðji hluti verksins mun einkum fjalla um eldri soninn, Böðvar, og nú bíð ég bara spennt eftir að hann komist á fjalirn- ar! Höfundurinn, Ólafur Haukur Símonar- son, hefur með mögnuöum texta sínum lagt grunninn að frábærri sýningu, en leik- mynd Grétars Reynissonar — sem túlkaði einkar vel innra líf og aðstæður persón- anna — ásamt hljóðmynd Gunnars Reynis Sveinssonar, lýsingu Páls Ragnarssonar og búningum Onnu Jónu Jónsdóttur, skil- uðu myndinni í heilu lagi. Þá hefur leik- stjórinn, Þórhallur Sigurðsson, greinilega ekki látið sitt eftir liggja, að ógleymdum leikurunum, þeim Gunnari Eyjólfssyni, Þóru Friðriksdóttur, Sigurði Skúlasyni, Sigurði Sigurjónssyni, Lilju Guðrúnu Þor- valdsdóttur, Árna Tryggvasyni, Krist- björgu Kjeld, Bryndísi Pétursdóttur og Helgu E. Jónsdóttur. — sbj. 42

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.