Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 2

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 2
Meö hinni nýju kvennahreyfingu sem spratt upp í kringum 1970 helgaði kvenfrelsisstefnan, eöa feminisminn, sér land í íslenskum stjórnmálum. Á þeim tiltölulega stutta tíma sem síðan er liðinn hefur átt sér stað mikil hugmyndafræðileg um- ræða meðal kvenna, kvenfrelsisstefnan hefur þróast í ýmsar áttir og samtök á vegum hreyfingarinnar hafa iiðið undir lok og önnur nýrri tekið viö. Séð frá sjónarhóli karlveldisins er þetta án efa vitnisburður um hringlandahátt og óábyrga af- stöðu. Þartelst auövitað til æðstu dyggða að hanga á því sem menn hafa eins og hundar á roði. Hin síbreytilegu form og áherslur kvennahreyfingarinnar bera þess vott að þarna er á ferðinni lifandi hreyfing sem tekur sjálfa sig og baráttumál sín til stöðugs endurmats. Þetta er hreyfing sem lætur ekki stjórnast af hefðum og formum heldur notar þau form sem best henta hverju sinni. Þetta er hreyfing með ríkan hæfiieika til að aðlaga sig sam- tímanum án þess þó að hún hafi nokkurn tíma misst sjónar á því meginmarkmiði sínu að breyta lífsskilyrðum kvenna þannig að þær geti staðið jafnfætis körlum í leik og starfi. Vegna stöðugrar endurnýjunar og nýsköpunar er kvenfrels- isstefnan sterkasta andstaðan við þá frjálshyggju sem nú tröllríður íslensku samfélagi. í kvenfrelsisstefnunni er að finna þá hugmyndalegu gerjun og þá frjóu uppsprettu sem nauðsynleg er til að mæta sókn frjálshyggjunnar. Það frelsis- lögmál frumskógarins sem frjálshyggjan byggist á er ógnun við alla þá sem hvorki hafa völd né eiga auð og hvorugt hefur safnast á hendur kvenna. Kvennabarátta er því öflugasta svarið við frjálshyggjunni. — isg. LANI'SeCKASAH' 390779 ÍSl .11) CS VERA 1/1987 — 6. árg. Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188 og 13725 í VERU NÚNA: 3—4 Lesendabréf 4 Ljóð 5—8 Frelsi með ábyrgö Viðtal við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur 10—12 Stórtogspennandi verkefni Rætt við Önnu Karin Hammar 14—15 Héöan og þaðan 16—17 íslenskan er karlamál 18—19 Klám og erótík 20—23 Friðarferðin mikla Helga Jóhannsdóttir segir frá 24—27 Borgarmál 28—31 Þingmál 32—33 Hvað varð um friðarárið? 34—38 Bókadómar Mynd á forsíðu: AÓB Akrýl litir á pappír Anna Ólafsdóttir Björnsson stundaði myndlistarnám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1972—1974 og í Myndlistaskól- anum í Reykjavik frá 1980, aöal- lega í grafík og málun. Einkasýn- ing: Listamiðstöðinni 1984. Sýnir um þessar mundir hjá Skipu- lagsstofu höfuðborgarsvæðisins í Kópavogi. Ritnefnd: Guðrún Ólafsdóttir Guðrún Kristmundsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Magdalena Schram Ragnhildur Eggertsdóttir Brynhildur Flóvenz Elín Garðarsdóttir Útlit: Kicki og Sigga Lillý Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar: Þórunn Yngvadóttir Dreifing: Ragnhildur Eggertsdóttir Ábyrgð: Brynhildur Flóvenz Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Bókband: Arnarberg Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.