Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 35

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 35
,,0g stundum veröur hún hrædd þegar hún hugsar um að bráðum verði þau heimilis- laus. Svo hrædd að hún get- ur ekki sofnað. Eftir tæpa tvo mánuði verða þau heimilislaus.“ (Bls. 113) Þegar Gullý verður vitni að harkalegu ofbeldi fyllist hún skelfingu og leitar öryggis í húsinu, sem hún heldur enn- þá að muni skýla sér. En hún rekur sig á að þar er ekkert öryggi að finna. Þegar hún kemur inn blasir við henni sjón sem hræðir hana svo hún heldur að hún hafi misst vitið: ,,0g svo allt í einu er hún komin á flug. Hún stekkur eft- ir mannauðum götunum. Hleypur eins og hún eigi lífið að leysa. Tekur tröppurnar í tveimur stökkum, rífur upp útihurðina útgrátin og hleypur að dyrunum sem veita munu henni skjól. Skjól gegn veinum stráksins og andliti Markúsar, skjól gegn þessu öllu. Og staðnæmist ekki fyrr en á stofugólfinu miðju. Við henni blasir sjón sem er svo ótrúleg að um stund i heldur hún að hún sé orðin brjáluð, hafi ruglast, villst. En hún er ekki orðin brjáluð, hef- ur ekki ruglast, ekki villst. Það er ekki missýning. — Hún snýr sér við og gengur gætilega aftur fram í forstof- una, stígur varlega niður eins og hún gangi á eggjagrjóti, og lokar hljóðlega á eftir sér.“ (Bls. 132—133) Skjólið sem hún flúði í reynist ekki vera skjól heldur eins og hættulegt eggjagrjót. barna lærir Gullý að ekkert skjól er að hafa, að hún verð- ur að vera sitt eigið skjól, því einu geti hún treyst. En í þvi felst einmitt bæði frelsið og öfýggið, engu skiptir lengur Þótt hús séu rifin, þau skýldu hvort sem er engum. Nú veit Gullý að hvað sem öllum hús- um liður þá hefur hún bara sJálfa sig að treysta á og um 'eið hættir hún að vera ööru (°g öðrum) háð. þannig má lesa söguna sem þroskasögu Gullýjar sem laerir aö öryggið býr ekki í húsum eða öðrum samastöð- um heldur býr það innra með nenni þegar hún hefur upp- Qötvað hið falska öryggi nússins. Því koma sögulokin lalsvert á óvart og eru ekki í samræmi við reynslu Gullýj- ar, því sagan skilur ekki viö persónur sínar fyrr en hún hefur fundiö þeim samastaði, önnur hús í að venda þegar gamla húsið verðu rifið. Öruggar fleytur í lífsins ólgusjó. Ragnhildur Richter í SANNLEIKA SAGT Lífssaga Bjarnfríðar Leosdóttur. Elísabet Þorgeirsdóttir skráði. Útg.: Forlagið 1986. í inngangskafla bókarinnar segir söguritari svo þegar hún lýsir aðdraganda þess að bókin varð til: „Eftir að búið var að hrekja Bjarnfríði úr öllum trúnaðar- störfum og þegja málið í hel, eins og hún hefði aldrei haft afskipti af verkalýðs- eða stjórnmálum, ákvað ég að fá hana til að segja okkur frá reynslu sinni. Ég vona að það verði lærdómsrík lesning fyrir fleiri en mig.“ Ég tek heilshugar undir þessi orð söguritara. Þetta er lærdómsrík bók og auk þess bráöskemmtileg aflestrar. Bókin lýsir innviðum valda- stofnana þjóðfélagsins og samtryggingarkerfi því sem tröllríður íslenskri pólitík. Hún lýsir líka hvernig staðið er að því að innlima fólk inn i valdakerfin og brjóta þaö á bak aftur ef það er ekki tilbú- ið að selja sannfæringu sína. En umfram allt er þetta þroskasaga konu úr alþýðu- stétt. Við fylgjumst með lífi hennar allt frá fyrstu bernsku- minningum og fram til at- burða dagsins í dag. Við kynnumst því hvernig hún tekst á við lífið, hvernig hún uppgötvar nýjar og nýjar hlið- ar á sjálfri sér. Hvernig hún vex og mótast og hvernig sjálfsmynd hennar verður skýrari og sterkari. í bókarlok stöndum við frammi fyrir sósíalistanum og kvenfrelsiskonunni Bjarnfríöi, sárri eftir pólitískar skærur en hvergi nærri niðurbrotinni. Þvert á móti sterkari og heilli en nokkru sinni fyrr. Kraft sinn og þrótt sækir hún ekki í „teppalagða fundarsali" heldur til landsins sjálfs þar sem hún hreinsast og henni fæðist nýr lífskraftur. Það er því sem betur fer ekkert sem bendir til að lífssaga Bjarn- fríðar sé skráð með þessari bók. Ég lít frekar á bókina sem tímamóta uppgjör sterkrar konu og tilfinningaríkrar. Konu, sem er búin að upp- götva að í hinu pólitíska valda- kerfi eru eiginleikar eins og einlægni, réttlætiskennd og sannfæring ekki taldir kostir hvorki í hóp þeirra sem teljast samherjar né andstæðingar. Þvert á móti eru það enda- lausar málamiðlanir, leynimakk og persónuleg hjaðningavíg einstaklinga sem þar ráða ríkjum og því klárari sem þú ert í þessu því betra. Þetta er beiskur biti að kyngja en í okkar þjóðfélagi er hann stað- reynd. Það er því í góðu sam- ræmi við heilindi baráttu- konunnar Bjarnfríðar að hún skipar sér undir bókarlok í sveit þess valdalausa minni- hlutahóps sem kennir sig við konur á vinnumarkaði. Lífssaga hennar Bjarnfríðar segir okkur meira en persónusögu hennar sjálfrar. Hún er um leið lýsing á ríkj- andi viðhorfum í þjóðfélaginu til hlutverks kvenna og lífskj- ara alþýðu manna á kreppu- og stríðsárunum. Um þetta skeið sögunnar eru auðvitað til ótal heimildir en það er fengur að því að fá nú lýsingu konu á þessu um- brotatímabili. Söguritari, Elísabet Þorgeirsdóttir hefur leyst sitt hlutverk af hendi með mestu prýði. Það er Bjarnfríð- ur sem segir söguna og text- inn er svo trúverðugur að manni finnst Bjarnfríður sjálf stíga Ijóslifandi fram af síðum bókarinnar, sterk, einlæg, til- finningarík og gædd ódrep- andi lífsgleði. Guðrún Jónsdóttir ISLENSKA ÖPERAN Gerist styrktar- félagar ’ISLENSKA ÖPERAN SÍMI 27033 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.