Vera - 01.02.1987, Side 8
„Auðvitað eru konur engar
háheilagar siðferðisverur og
að ætla þeim það er í
andstöðu við það sem ég
skil sem kvenfrelsi".
mikið á þeim konum sem verða sýnilegar fyrir hönd hreyfingar-
innar. Hugarfar þeirra verður að vera hugarfar valddreifingar og
þær mega ekki skynja sig sem eitthvað sérstakt t.d. sem ,,þing-
konuna“. Kvennahreyfingin verður líka að leggja sitt af mörkum
í þessu, gæta þess að koma ekki fram við þingkonurnar sínar eins
og ,,öðruvísi“ konur, vera griðarstaður þar sem þær geta verið
ein af hópnum. Þetta er ekki síður mikilvægt en útskiptin.“
egar nýja kvennahreyfingin hélt innreið sína inn í kerfið, í
formi sérframboðanna, fyrir fimm árum þá öðlaðist hún um
leið vissa viðurkenningu. Menn hættu að líta á starf í kvenna-
hreyfingu eins og neðanjarðarstarf sem sómakærar konur legðu
ekki nafn sitt við. Þetta er auðvitað mikill ávinningur fyrir hreyfing-
una en gæti viðurkenningin ekki líka orðið henni hættuleg? ,,Jú,
hættan er sú að við verðum að stofnun og missum bitið. Viður-
kenningin er auðvitað mjög þægileg en hún getur líka gert það að
verkum að við förum að passa upp á að gera ekkert sem gæti
breytt henni. Eitt af því sem við erum auðvitað að berjast fyrir er
að fá konur viðurkenndar og metnar, en ekki á forsendum
annarra. Við viljum öðlast viðurkenningu á eigin forsendum.
Þegar við fórum af stað með sérframboðin þá höfðum við allt að
vinna og engu að tapa. Nú höfum við orðið töluverðu að tapa og
þá er hætta á kjarkleysi. Viðurkenningin getur dregið úr okkur þor
og dirfsku. Eina ráðið sem ég sé við þessu er að hver geri eins
og hverri og einni finnst rétt og best hverju sinni. Hlusti ásína innri
rödd og allar hinar raddirnar í kvennahreyfingunni og vera ekkert
að hugsa um hvað fellur í kramið.“
Hún minntist hér áðan á lífæðina og nauðsyn þess að halda
henni opinni. En hvernig gengur það verandi lokuð inni á þingi og
við nefndarstörf allan daginn, allan veturinn? Eru þingstörf ekki
með þeim hætti að þingmenn einangrast mjög auðveldlega frá
umbjóðendum sínum? ,,í hvert skipti sem þingið byrjaði að hausti
eða eftir jólaleyfi,“ segir Sigríur Dúna „fannst mér öðrum þræði
eins og ég væri að ganga í björg. Nú yfirgæfi ég mannheima til
nokkurra mánaða búsetu í björgum. í rauninni er þingiö litill heim-
ur út af fyrir sig. Ég hef alltaf haft þá skynjun að ég væri í þessum
heimi en ekki af honum. Þingið er karlaheimur og er sem slíkt
óræk sönnun fyrir kenningu okkar um reynsluheiminn — hann er
einfaldlega staðreynd. Ég er ekki ein um þessa skynjun. í fyrra
hitti ég t.d. norska konu, Thorhild Skar, sem vinnur nú hjá Sam-
einuðu þjóðunum en sat áður á þingi í Noregi. Hún hætti á þingi
vegna þess, eins og hún sagði sjálf, ,,ég varð að ná kvenleika
mínum aftur“. Ég skildi vel hvað hún átti við með þessu vegna
þess að það er eitthvað við það að lifa lífinu sem kona sem er and-
stætt þessum pólitíska hernaði eins og hann er stundaður í dag.
Maður hættir líka að eiga sig sjálfur, verður almenningseign og
hefur engan tíma fyrir það litla í lífinu sem skiptir mann máli sem
einstakling. Ég man hvað ég upplifði mig kúgaða af aðstæðunum
fyrsta veturin n á þingi og það er auðvitað voðalega erfitt fyrir frels-
ishetjur" segir Sigríður Dúna og skellihlær.
En þótt stofnunin Alþingi sé eins og hún er, þá hlýtur stundum
að vera gaman að vera alþingiskona. Það hlýtur að vera gaman
að hafa áhrif og jafnvel finna að sumt af því sem maður ætlaði sér
í upphafi nær fram að ganga? ,,Já, svo sannarlega. Þegar vel
tekst til er þetta mjög skemmtilegt starf. Þá finnst manni þetta
vera til einhvers. Og það er líka gaman að vinna alla þá margvís-
legu vinnu sem fylgir þessu starfi, það þarf ekki alltaf að vera ,,að
takast vel til“ til þess. En sjálfsagt fylgja þessu starfi meiri von-
brigði og meiri gleði en mörgum öðrum störfum og að því leytinu
til er það mjög dramatískt. Það er engin lognmolla í kringum þing-
ið. Aðvísukomadagarþarsem maðursituryfirein hverju þunga-
skattsfrumvarpi og þá er voöa leiðinlegt en þannig er bara lífið
yfirleitt. Sumir dagar eru gráir og aðrir ekki. Það er með þetta starf
eins og góða leikfimi, það reynir á mann og þ.a.l. fær maöur mikið
út úr því.“
Eitt af því sem Kvennalistakonur eru mjög oft spurðar um er
árangurinn af starfi þeirra. Höfum við haft erindi sem erfiði?
„Það er ekki hægt að setja árangurinn af starfi Kvennaframboðs
og Kvennalista á neina vikt, hann er ekki þess eðlis. Við höfum
komið kvenfrelsisstefnu á framfæri og eitt af því sem við höfum
t.d. gert er að segja ,,það á að vera gott að vera kona“. Við
segjum llka að konur séu kúgaðar en það á ekki að leiðrétta kúg-
unina þannig að við fáum leyfi til að vera eins og karlar. Þarna
erum við einmitt komnar að þeim grundvallarmun sem er á jafn-
rétti og kvenfrelsi. Við erum valkosturfyrir konur og um leið einn
hljómur til viðbótar í það hvernig hægt er að vera kona — í kven-
ímyndina. Ég held að það aðvita af okkurgefi öðrum konum kjark
hvort sem þær eru sammála okkur eða ekki. Ég var t.d. aldrei í
Rauðsokkahreyfingunni en það gaf mér kjark og ákveðni að vita
af henni á sínum stað.“
Sigríður Dúna talar um gæði þess að vera kona en því hefur líka
stundum verið haldið fram að konur væru svo góðar. Stundum
hefur örlað á slíkri hreinleikastefnu innan kvennahreyfingarinnar
og ég segi henni eins og er að mér finnist þessi stefna alveg
óþolandi. Allar kenningar um eðli séu auk þess dragbítur á
kvennabaráttu vegna þess að á endanum séu þær alltaf notaðar
til að halda konum á sínum stað. Það sé eðli þeirra að vera þar
sem þær eru. Sigríður Dúna kinkar kolli til samþykkis og segir:
„Auðvitað eru konur engar háheilagar siðferðisverur og að ætla
þeim þaö er í andstöðu við það sem ég skil sem kvenfrelsi'. Sú
ætlun hefur einmitt verið notuð sem kúgunartæki á konur bæði
fyrr og síðar. Konur eru hvorki eitt né annað að eðlisfari enda
fæðist maður ekki kona heldur verður það, eins og Simone de
Beauvoir sagði. Að vera kona er ekki eðli heldur mótun og það má
ekki rugla saman þeim gæðum sem geta falist í því að vera kona
og svo hinu að vera góð kona.“
/
Íupphafi viðtalsins töluðum við aðeins um frelsishugmynd
kvenfrelsisstefnunnar, frelsi meðábyrgð. Hvaðaskilning legg-
ur Sigríður Dúna í þetta? „Við eigum llkama okkar, líf og hugsun
sjálfar og við þetta eigum við að geta gert það sem við viljum en
á ábyrgan hátt. í öllum okkar gerðum verðum við að taka mið af
umhverfi okkar en einnig þrám okkar og löngunum. Við verðum
að finna frelsi í tengslum við heildina en ekki með því að rjúfa þau
tengsl og fara hver sína leið eins og frjálshyggjan boðar. Konur
þurfa að geta skynjað að þær eigi sig sjálfar og geti ráðstafað sér
sjálfar, geti treyst á sjálfar sig og að aðrir treysti þeim. Annars er
ekki um neitt frelsi að ræða.“
Það er ekki laust við að við verðum svolítið angurværar á svip
við tilhugsunina um þetta frelsi sem stundum virðist svo fjarlægt
en um leið svo nærtækt. Fjarlægt vegna þeirrar hörku sem ein-
kennir samtímann en nærtækt vegna þess að frelsisþrá kvenna
er vöknuð.
— isg
8