Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 10

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 10
Viðtal við sr. Önnu Karin Hammar, deildarstjóra í Al- kirkjuráðinu yfir deildinni sem vinnur að málum kvenna í kirkju og samfélagi. Alkirkju- ráðið var stofnað í Amster- dam 1948 til þess að efla samvinnu milli kristinna kirkjudeilda og efla einingu innan kristninnar. Meira en 300 kirkjudeildir í 90 löndum austan tjalds jafnt sem vest- an, og í þriðja heiminum eiga aðild að Alkirkjuráðinu. Róm- versk kaþólska kirkjan er þó ekki með, enda erfitt um vik fyrir kirkjudeild sem lýtur óskeikulum páfa. Hátíðlegir herramenn í svört- um jakkafötum — þetta hefur löngum veriö hugmynd mín um yfirstjórn kirkjunnar, enda hefur það verið öruggt merki um að prestastefna væri í gangi þegar slíkir menn hafa verið fjölmennari en gengur og gerist á götum borgarinnar. Þess vegna var ég, fulltrúi Kvennalistans í samstarfs- nefnd Alþingis og þjóökirkju, ekkert sérstaklega áköf að þiggja boð biskups um að sitja veislu meðframkvæmdanefnd Alkirkjuráðsins þegar það þingaði hérna í Reykjavík í haust. Ég ályktaði sem svo að stjórnarherrar Alkirkjuráðsins hlytu að vera helmingi hátíð- legri og helmingi svartklædd- ari en oddvitar íslensku kirkj- unnar. En eftir nokkra íhugun komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir háu herrar, því að mér datt að sjálfsögðu ekki í hug að' það væru annað en herrar, hefðu e.t.v. gott af því að heyra að margar konur væru hreint ekki ánægðar með valda og áhrifaleysi kvenna í þjóðlífinu. Með þessa rótgrónu for- dóma í farteskinu skundaði ég í boðið, sem reyndist bæði ánægjulegt og lærdómsríkt fyrir mig. Hvort nærvera mín skipti nokkru máli fyrir Kvenna- listann eða kvennabaráttuna er annað mál og flóknara sem ekki verður farið út í hér. Hvað sem því líöur þá snér- ust umræðurnar við minn borðsenda mjög mikið um kvennamál. En það var fremur sr. Önnu Karin Hammar að þakka en mér. Og nú skulið þið heyra — ég var varla komin inn í þennan sal, fullan af hinu lit- ríkasta fólki í bókstaflegum skilningi, því aö þarna var sam- ankomið fólk af mörgum kyn- þáttum úr öllum heimsálfum, þegar boðið var til borðs. Nán- asti sessunautur minn til hægri varung, vingjarnleg kona, sem kynnti sig á góðri ensku, með vott af sænskum hreim sem Anna Karin Hammar og þegar ég hafði kynnt mig og skýrt frá því hvers vegna ég væri þang- að komin Ijómaði hún öll og sagði að ég væri komin á rétt- an stað, hún væri nefnilega deildarstjóri þeirrar deildar inn- an Alkirkjuráðsins sem ynni aö málum kvenna innan kirkju og samfélags og væri kölluð Subunit on Women in Church and Society. Ég sperrti augu og eyru og við dembdum okkur inn í samræður, stundum tvær einar stundum með allan borðsendann í áköfum um- ræðum. En þarna kom í Ijós að Alkirkjuráðið og kirkjan sem slík gerir ýmislegt annað en að syngja messur í skrautlegum kirkjum. Umræðan snérist um kynþáttamisrétti, flóttamenn, hræsni og stéttaskiptingu, fóstureyðingar og kvennakúg- un o.m.fl. „Þar sem er líf og barátta þar er kirkjan," sagði Anna Karin. Það sem hér fer á eftir eru slitur úr samtalinu við Önnu Karin í boðinu góða og samtali okkar nokkrum dögum síðar, þegar hún heimsótti mig á vinnustað þrátt fyrir annir við þingstörfin. ,,Á vegum Alkirkjuráðsins starfa 14 undirdeildir,“ sagði Anna Karin, „ein þeirra, sú sem ég veiti forstöðu á að fjalla sérstaklega um stöðu kvenna í kirkjunni og í samfélaginu. Verkefni okkar er í fyrsta lagi að efla þátttöku kvenna í kirkju- lífinu, í öðru lagi að vinna að réttlæti, friði og hreinleika sköpunarverksins og í þriðja lagi að styrkja guðfræðiiðkanir og andlegt líf kvenna." „Það er ekkert smáræði," sagði ég, „hvað er t.d. átt við með „hreinleika sköpunar- verksins“? „Það er að kenna fólki að bera virðingu fyrir náttúrunni, að spilla ekki eða sóa gjöfum Guðs.“ „Það þýðir þá að Alkirkju- ráðið lætur sig varða umhverf- ismál. Er þá ekki upplagt að þið verðið að berjast á móti nýt- ingu kjarnorku?“ „Jú, og friðarbarátta kvenna kemur líka inn á okkar starfs- Konur í kirkju og samfélagi vettvang. Verkefnin eru svo mikil og víðfeðm að vandamál- ið er að finna árangursríka starfsaðferð. Ég er ný í starfi, byrjaði í júní síðast liðnum og velti mikið fyrir mér hvernig hægt sé að ná til allra. Þaö eru svo ólíkar aðstæður, því að innan alkirkjuráðsins er 301 kirkja í yfir 90 löndum heims. Stærsta kirkjudeildin, róm- versk kaþólskir er ekki með, en senda áheyrnarfulltrúa á þing ráðsins." Ég sé fyrir mér pelsklæddar glæsikonur í ríku kirkjunum í Bandaríkjunum, berfættar konur í rifnum kjólgopum með barn á bakinu og annað í fang- inu, sitja flötum beinum í strá- kofakirkjunum í sveitum Afríku, dúöaðar skupluklædd- ar konur í reykelsismettuðum skrautlegum kirkjum austan- tjalds og ég horfi á brosandi andlit Önnu Karin með aðdáun og spyr hvað hún ætli að gera. Hún horfir á mig á móti og spyr: „Hvernig eiga samfé- lagsbreytingar sér stað?“ Eftir langar samræður kom- umst við að þeirri sameigin- legu niðurstöðu að nýjar hug- myncjir geti breytt lífi einstak- linga og fjölskyldna, en að gagngerar breytingar í sam- félaginu gerist ekki nema með breytingum á atvinnu- og efna- hagslífi. Anna Karin trúir að kristnin hafi mikla möguleika 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.