Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 25

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 25
Kröfur meinatækna 1. Þeir krefjast áhættuþóknunar er jafngildi 45% af föstum launum almenns meinatæknis í efsta þrepi. 2. Þeir krefjast 16 daga vetrarfrfs á fullum launum. 3. Þeir fara fram á þaö aö sérhver meinatæknir, sem vinnur á útkallsvakt þiggi iaun sem deildarmeinatæknir meðan á útkalli og gæsluvakt stendur. ^i i - i I - mmm 0mmk myndi ekki samþykkja að greiða þann kostnað sem af þessu hlytist. En ríkið greiðir 85% af rekstri Borgar- spítalans og borgin 15%. Okkur var strax boðin 2ja launaflokka hækkun, sem var það sama og meina- tæknar hjá ríkinu höfðu nýverið fengið. En það var aldrei minnstáokkarkröfur, þærvoruekkitil umræðu.“ — Nú var farið á þessum tíma að ræða sölu á Borgar- spítalanum þ.e. aö rikið keypti hann af borginni. Breytti Það einhverju fyrir ykkur? ,,Við buðumst margsinnis til að fresta uppsögnum Vegna þeirrar breyttu stöðu sem þarna kom upp, en borgarstjóri sagði það vera ólöglegt. Þá buðumst við til að láta uppsagnir taka gildi og endurráða okkur í þrjá mánuði og vera þá lausráðnar. En það var heldur ekki Þegið.“ — Áttuð þið eitthvað frumkvæði að því að samninga- viðræðum væri komið á? >,Við hringdum i formann St. F.R. en hann sagði að samningar væru ekki lausir og því ekkert hægt að gera. ^essa 6 mánuöi vorum við aldrei boðaðar á fund til Þeirra sem semja fyrir okkur, þ.e. St. F.R. til að reifa Þessi mál." — Það var haldinn fundur með ykkur rétt fyrir jólin, hvernig tókst hann? ,,Já, það er rétt, fulltrúar meinatækna voru boðaðir á fund á Þorláksmessu, hjá starfsmannastjóra Reykja- víkurborgar. Okkur var sagt að þar yrði einnig formaður St. F.R. svo og framkvæmdastjóri og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Borgarspítalans. Þegar fulltrúar okkar mættu á fundinn var okkur sagt að hann yrði haldinn hjá borgarstjóra. Þar sátu svo hinir ýmsu embættismenn borgarinnar og auðvitað borgarstjóri sem var nánast sá eini sem talaði. Hann sagði fátt annað en það sem haföi birst í greininni í Morgunblaðinu eftir hann. Að sjálf- sögðu var ekki minnst á okkar kröfur." — Heldurðu að það skipti máli að þið eruð kvenna- stétt, ég meina að öðruvisi hefði verið komið fram við karla? „Já, það þykir mér trúlegt. Ég heyrði t.d. aldrei talað um þegar læknar sögðu upp á sínum tíma, aö reyna ætti að fá lækna frá öðrum löndum. Mín tilfinning er að þessi framkoma við okkur og sú lítilsvirðing sem okkur var sýnd stafi einmitt at því að við erum kvennastétt og það á að þagga niður í okkur." — Var þá ekki reynt meira aðná samkomulagi áður en uppsagnirnar tóku gildi? ,,30. og 31. desember voru mikil fundarhöld hjá okk- ur. Formaður St. F.R. reyndi að ná samkomulagi mjög Ljósmynd: Július.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.