Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 6

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 6
Fyrír rúmum fjórum árum var nafn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur nær óþekkt í íslenskri pólitík og fjölmiðlaheimi. Þá var hún mann- fræðingur nýkomin heim frá námi með hálf- karaða doktorsritgerð í farangrinum. Nú er nafn hennar þekktara vegna þess að Kvenna- listinn ákvað, með tilstyrk kjósenda, að gera hana að alþingiskonu vorið 1983. Og þótt hróður Sigríðar Dúnu hafi vaxið mikið á þess- um skamma tíma þá hefur ritgerðin ekki vaxið að sama skapi. Hún liggur enn óbætt hjá garði. Það stendur þó til bóta því Sigríður Dúna ætlar að hafa hlutverkaskipti nú í vor, yfir- gefa þingmennskuna og taka til við fræði- mennskuna. Viðfangsefnið verður eftir sem áður hið sama; konur í íslenskri pólitík. Það má hins vegar segja að hún bregði sér úr hlutverki gerandans í hlutverk rannsakandans þ.e.a.s. ef þessi hlutverk verða á annað borð aðskilin. Það að skoða, skilgreina og túlka veruleikann út frá kvenfrelsisstefnu er auðvitað að leggja stund á kvennapólitík ekki síður en hitt að tala máli kvenna á þingi. Konur í pólitík eða kvennapólitík er líka við- fangsefni okkar í þessu viðtali. Það er tilraun til að skoða sitthvað af því sem orðið hefur á vegi framboðshreyfingar kvenna á undanförnum árum sem og þeirra kvenna sem hún hefur gert að sendiboðum sínum hjá þingi og þjóð. Smá viðauki við reynsluheiminn. Sigríður Dúna er ekki í vafa um að rétt sé að bjóða fram sér- stakan Kvennalista öðru sinni. Slík skoðun telst ekki sjálfgef- in meðal kvenfrelsiskvenna en Sigríður Dúna telur hana rétta af ýmsum ástæðum. „Þær hugmyndir sem við höfum fram að færa eru það róttækar og mikið öðruvísi miðað við viðteknar hugmynd- ir, að það tekur töluverðan tíma að koma þeim almennilega á framfæri. Það sést kannski best hvaö við erum komnar stutt, að viðbrögð stjórnmálaflokkanna við okkur eru að reyna að koma konum ofar á framboðslistana hjá sér sem er ekki heila málið. Þeir annaðhvort skilja ekki eða kæra sig ekki um að skilja að það eru hugmyndirokkar sem kvenna sem skipta máli. Þeir skilja ekki að kvenfrelsisstefnan er ákveðin heimspeki, ákveðið gildiskerfi, stefna sem krefst þess að menn taki viðtekin gildi til endurmats. Önnur ástæða er sú að kjör og aðstæður kvenna hafa að ýmsu leyti versnað á undanförnum árum. Það er reyndar umræðuefni út af fyrir sig hvernig menn túlka þá staðreynd þegar þeir segja: „Eftir tilkomu ykkar hefur þetta allt farið versnandi, farið fjandans til.“ Þeir sem þannig tala eru auðvitað að hengja bakara fyrir smið vegna þess að við konur ráðum ekki. Ástandiö er einfaldlega af- leiðing þeirrar stjórnarstefnu sem ríkt hefur. Og sú stefna gerir það að verkum að þörfin fyrir að lagfæra og breyta verður sífellt meira knýjandi. Þess vegna verðum við að halda áfram.“ Ég hef orð á því hvort endurtekið framboð sé kannski nauðsyn- legt til að staðfesta það að kvennahreyfing og kvennapólitik sé afl sem ekki verði litið framhjá. Það sé engin dægurfluga. Sigríður Dúna færist öll í aukana og segir að þarna sé einmitt komið að þriðju ástæðunni fyrir því að bjóða fram öðru sinni. „Út frá sjónar- hóli flokkanna voru sérframboðin óskapleg frekja og auðvitað voru það engin penheit að heimta að fá að vera með. Það skyti því dálítið skökku við ef við færum snögglega að verða voðalega penar og sætar og hættum þessari baráttu. Það er auðvitað það sem þeir vilja og ekki værum við sjálfum okkur trúar ef við létum undan og hættum frekjustandinu, hættum að bjóða fram“, segir Sigríður Dúna. „Flokkarnir eiga hagsmuna að gæta í íslensku (Djóðfélagi og þeir hafa áttað sig á að þarna er afl sem getur hugs- anlega ógnað hagsmunum þeirra. Þess vegna hafa þeir þjappað sér betur saman — sjáðu t.d. skrifin bæði í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum undanfarið. Það kemst ekki hnífurinn á milli þeirra. Mótstaðan er sumpart sterkari en áður. Og nú er ekki aftur snúið. Úr því að við fórum af stað og lögðum aðstæður og kjör kvenna á vogarskálarnar þá er hættulegt að hætta áður en við erum bún- ar að koma málum í höfn.“ Eru þá sérframboð kvenna komin til að vera í íslenskri pólitík eða er það sú hugmyndafræði sem að baki þeim býr? „í mínum huga er það skýrt að það eru hugmyndirnar sem skipta máli og svo fer það eftir þeim konum sem þessar hugmyndir hafa hvaða leið þær kjósa. Éin leið er framboð en það eru auðvitað til aðrar leiðir. Það verður að meta það á hverjum tíma hvaða leið er heppi- legust.“ Kvenfrelsisstefnan, eða feminisminn eins og hún heitir á erlendum málum, er tiltölulega nýr hugmyndastraumur. En hversu þungur er þessi straumur? Er hann einn af þeim megin- straumum sem stjórnmálabarátta slðari tíma grundvallast á? Má leggja kvenfrelsisstefnuna að jöfnu við frjálshyggju, kratisma, sósíalisma o.s.frv. sem eru pólitískar undirstöður í islenska flokkakerfinu? Sigríður Dúna er sannfærö um að kvenfrelsis- stefna sé grundvallarstefna í pólitík og gefi sem slík fullt tilefni til þess að byggja á henni stjórnmálahreyfingu. Hún segist reyndar vera þeirrar skoðunar að það séu aðeins tveir straumar í íslenskri pólitík í dag sem eitthvert líf sé í. Það séu kvenfrelsisstefnan og frjálshyggjan. Á báðum þessum stöðum væri verið að fást við grundvallarhugmyndirog þar færigreinilegaframeinhvergerjun. „íslensk stjórnmál eru að öðru leyti afskaplega stöðnuð og stein- gerð,“ segir hún. Það er Ijóst að á undanförnum árum hefur mikið strandhögg verið gert í þjóðfélaginu undir merkjum frjálshyggjunnar. Hefur þá helst verið borið þar niður sem konur standa veikastar fyrir s.s. í kjaramálum og félagslegri þjónustu. Afleiðingarnar eru m.a. þær sem Sigríður Dúna vék að hér áðan, að kjör og aðstæður kvenna hafa versnað. En er ekki kvenfrelsisstefnan , einmitt vegna þeirrar gerjunar og nýsköpunar sem þar á sér stað, sterkasta and- staðan við frjálshyggjuna I dag? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Þarna er um tvo hugmyndafræðilega póla að ræða. Annars vegar höfum við frjálshyggjuna sem byggir á frelsislögmáli frum- skógarins og er þ.a.l. gersamlega andstæð þeirri frelsishugmynd kvenfrelsisstefnunar sem við getum kallað frelsi með ábyrgð. Kvenfrelsisstefnan hefurfrjóauppsprettu, hún sprettur af reynslu kvenna, af ákveðinni veruleikaskynjun. Húneraðýmsu leyti jarð- bundin en það er akkúrat það sem frjálshyggjan er ekki. Stundum virðist frjálshyggjan enga jarðtengingu hafa heldur vera kenning sem þröngvað er upp á veruleikann. Við byrjum aftur á móti á veruleikanum og drögum hugmyndir okkar af honurn." En eitt er að hafa góða stefnu og annað að ná eyrum fólks. Ég spurði Sigríði Dúnu hvort hún héldi að við í Kvennalistanum næðum til fleira fólks en hin hefðbundnu vinstri samtök og flokk- ar, sem líka eru að reyna að berjast gegn frjálshyggjunni. „Já, fólk er með lokaðri huga gagnvart þeim en okkur. Fyrir mörgum eru hægri og vinstri eins og gömul hjólför sem eru eins í dag og þau voru í gær. Fólki firinst sjálfsagt að íhald og kommar séu á öndverðum meiði án þess að gefa orðum þeirra frekari gaum.“ 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.