Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 24

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 24
Vísbending um það sem koma skal — Framkoma borgaryfirvalda í meinatæknadeilunni Deila borgaryfirvalda og meinatækna var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum um og laust eftir síðustu ára- mót. Afstaða borgaryfirvalda — þ.e. sjálfstæðis- manna sem stjórna borginni — fór ekki framhjá nein- um, harkan sat þar í fyrirrúmi. Það hefur hins vegar án efa farið framhjá flestum að aðrir borgarfulltrúar hefðu aðra afstöðu til málsins, enda hafa fjölmiðlar ekki sagt frá þeirri umræðu sem um þaö varð i borg- arstjórn þann 15. janúar sl. Umræðan í borgarstjórn kom í kjölfar bókunar sem borgarfulltrúi Kvennalistans lagði fram í borgar- ráði þann 6. jan. þegar samkomulagið við meina- tækna var til afgreiðslu. Bókunin er svohljóðandi: ,,Ég fagna því að tekist hefur bráðabirgðasam- komulag í deilu meinatækna og borgaryfirvalda. Ég harma hins vegar þá fádæma hörku, sem borgaryfir- völd sýndu í máli þessu allt frá upphafi. Þessi harka kom m.a. fram í því, að þau neituðu alfarið að ræða kröfugerð meinatækna og höfðu í hótunum um að ráða fólk eriendis frá, þegar í óefni var komiö. Vona ég, að þarna sé ekki að finna vísbendingu um það sem koma skal í kjaradeilum borgaryfirvalda og þeirra kvennastétta, sem þegar hafa sagt upp störf- um, s.s. sjúkraliða og fóstra.“ Af orðum borgarstjóra í borgarráði, sem hann staðfesti svo í borgarstjórn, mátti ráða að í þessari deilu væri einmitt að finna vísbendingu til annarra kvennastétta um það viðmót sem þeim myndi mæta ef til uppsagna kæmi. Taldi hann allar slíkar upp- sagnir í kjaralegum tilgangi ólöglegar og þær yrðu ekki undir nokkrum kringumstæðum liðnar. Þá kom fram í máli borgarstjóra að í síðustu sérkjarasamn- ingum hefðu ýmsir hópar kvenna fengið sérstakar launahækkanir, eða einn til tvo launaflokka, umfram aðra. Þá tiltók hann að meinatæknar hefðu fengið í allt fjögurra launaflokka hækkun á siðasta ári. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans, benti þá á aö í hinum formlegu sér- kjarasamningum s.l. sumar hefðu fóstrur, sjúkralið- ar og meinatæknar fengið einn til tvo launaflokka en eftir það hefði farið af stað skriða samninga og þegar upp var staðið hefðu þessar kvennastéttir ekki feng- ið neitt umfram aðra. í þessum sérkjarasamningum fengu allir æðstu embættismenn borgarinnar t.d. fjögurra launaflokka hækkun. Þeir fengu sem sagt átta til tíu þúsund króna hækkun meðan fóstran fékk þusundkall. Sagði hún ennfremur að borgaryfirvöld gætu aldrei komið í veg fyrir uppsagnir sem stöfuðu af óánægju starfsfólks með kjör sín. Það væru grundvallarmannréttindi að mega segja upp störf- um og ráða sig þar sem betur er borgað. Sagði hún aö það væri mál til komið að borgaryfirvöld horfðust í augu við þá staðreynd að nú horfði til auðnar í ýms- um kvennastéttum, ekki vegna uppsagna, heldur vegna lélegra launakjara. ER STÉTTIN AÐ DEYJAÚT? Veru þykir meö ólíkindum hvernig borgar- yfirvöld komu fram viö meinatækna í kjara- baráttu þeirra, og þótti fróðlegt að heyra hvaö meinatæknar hefðu sjálfar aö segja um hvernig málin gengu fyrir sig. Því fengum við Þórunni Guðmundsdóttur til að spjalla við okkur en hún var meðal þeirra 39 meina- tækna sem sögðu upp störfum í júlí sl. Hún hefur starfað á Borgarspítalanum síöan 1972. Við spurðum hana fyrst um hver væri aðdragandinn að uppsögnunum? ,,Meinatæknafélag íslands er ekki sjálfstæður samn- ingsaðili. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar (St.F.R.) semur því fyrir okkur á Borgarspítalanum. Meinatækn- ar tilheyra eins og aðrar starfsstéttir Borgarspítalans 7. deild sem er stærsta deildin innan St. F.R. Þrátt fyrir það á 7. deildin aðeins einn fulltrúa í samninganefnd- inni. í fyrra lögðum við fram til samninganefndar St. F.R. sömu kröfurog viðberjumst nú fyrir. Eftir samning- ana í fyrra sendum við inn sérkröfur. Ekkert af þeim kröfum náði fram að ganga. Það eina sem kom út úr sér- kjarasamningi fyrir okkur var bókun um að ef launakjör meinatækna hjá ríkinu breyttust yrðu okkar laun tekin til endurskoðunar". — Söguðu þið upp þegar þetta var Ijóst? „Já, við höfðum rætt uppsagnir áður, en biðum með , ær þar til að búið var að Ijúka sérkjarasamningum". — Hvað gerðist svo næst? ,,Áður en vika var liðin frá því að við sögðum upp ákvað borgarráð að notfæra sér heimild til að fram- lengja uppsagnirnar um þrjá mánuði. Þetta heyrðum við fyrst í fjölmiðlum." — Mótmæltuð þið þessu? ,,Nei, það gerðum við ekki, þar sem við vissum að þetta var löglegt. En það má geta þess að með fram- lengingunni var búið að viðurkenna að um löglegar uppsagnir væri að ræða var því nokkuð furðuleg af- staöa hjá borgarstjóra að tilkynna nokkrum dögum fyrir áramót að um ólöglegar aðgerðir væri að ræða.“ — Var þá hafist handa við að semja við ykkur? „Við vorum kallaðar á óformlegan fund hjá starfs- mannastjóra Reykjavíkurborgar og okkur sagt að ekki væri hægt að semja viö okkur, bæði vegna þess að kjarasamningar væru ekki lausir, og vegna hins að ríkiö

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.