Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 3

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 3
VERA „bréf” Hótel Vík Reykjavík Um efni Veru Til ritnefndar Veru N ú er svo farið með mig eins og sjálfsagt fleiri konur að ég er frekar pennalöt og hef því látið undir höfuð leggjast að skrifa ykk- ur fyrr. En nú er ég sem sagt sest við tölvuna og ætla að reyna að koma niður á blað í stuttu máli því sem mér liggur á hjarta. Mér finnst í fyrsta lagi allur málflutningur í Veru í daufara lagi. í stað þess að vera ..málgagn kvenfrelsisbaráttu" finnst mér umfjöllun blaðsins meir og meir bera vott afstöðuleysis og eins og verið sé að skýla sér bak við „hlutlausan og upplýsandi” málflutning. Ég vil taka síðasta tbl. sem dæmi. Tvö meginefni eru þar til umfjöllunar. Annars- vegar ný tækni á sviði erfða- og æxlunar og hins vegar umfjöllun um vinnu kvenna. Enga ritstjórnarstefnu er að finna í um- fjölluninni um þessi tvö lífshagsmunamál kvenna, engar lágmarkskröfur settar fram eða tilraunir til að draga saman niðurstöð- ur og móta stefnu í anda kvenfrelsis- baráttu. Ég veit ekki hvort þið skiljið hvað ég er að fara með þessum aðfinnslum mínum. Kannski verður ykkar fyrsta viðbragð að Vera eigi ekki að segja konum hvað sé rétt' og hvað röng stefna í kvenfrelsisbaráttu. Ég tel heldur ekki að það sé hlutverk Veru. 1 mínum huga er afstaða til máls ekki það sama og dómur um réttmæti þess. Rit- stjórn blaðs sem kennir sig við kvenfrelsis- baráttu verður að taka afstöðu til þeirra mála sem það kynnir. Að öðrum kosti verð- ur að velja því annan undirtitil. Síðara atriði, sem ég vil gera að um- meðuefni er, að ég sakna þess mjög að Vera skuli hafa skorast undan því að fjalla 3 málefnalegan hátt um þá brennandi sPurningu hverjar séu bestu leiðirnar í kvenfrelsisbaráttu á hverjum tíma. Rit- stjórn Veru hefur á undraverðan hátt tekist að sneiða hjá þessari grundvallar um- ræðu. Þetta er þeim mun undarlegra að á lífsferli blaðsins hafa átt sér stað örlagarík átök um baráttuleiðir innan hreyfingarinn- ar sem að blaðinu stendur. 1 von um að þessar ábendingar nái eyr- om ykkar ágætu ritstjórnarfulltrúar kveð ág ykkur. Guðrún Jónsdóttir Kæra Guðrún! Þakka þér fyrir bréfið. Að sumu leyti erum við sammáia þér, að sumu leyti ekki. I raun- inni hefurbréfið orðið okkur kærkomið tilefni til þess að ræða Veru og við vildum óska þess að sem flestir lesendur segðu okkur hvað þeim sýnist. Draumurinn hefur alltaf verið að Vera væri m.a. vettvangur fyrir skoðanaskipti um kvenfrelsi og leiðir í kvennabaráttunni en svo hefur ekki orðið í þeim mæli sem við hefðum óskað. Sökin liggurþá annað hvort hjá ritnefnd Veru eða hjá lesendum hennar, sem því miður þegja þunnu hljóði um það sem Vera birtir. Á þvi mætti mjög gjarnan verða breyting. Fyrstu viðbrögð okkar við bréfinu þínu, Guðrún, voru einmittþau sem þú nefnir: okkur finnst ekki ,,að Vera eigi að segja konum hvað sé rétt og hvað sé röng stefna í kvenfrelsisbar- áttu." Vera er ekki málgagn þeirrar ritnefnd- arsem situr hverju sinni. Og við tökum undir með þér þegar þú skrifar að ,,afstaða til máls er ekki það sama og dómur um rétt- mæti þess." Blað tekur afstöðu með því hvernig það velur efni, hjá hverjum það leit- ar álits, hvernig það býr um efnið t.d. með myndmáli, og fyrirsögn og öðru útliti, hvernig það raðar efninu niður o.s.frv. Afstaða Veru felst kannski fyrst og fremst í þessum þáttum fremur en yfirlýsingum um það hvað sé rétt og rangt. Svo tekið sé sama dæmi og þú gerir: í umfjöllun Veru um vinnu kvenna í 5. tbl. 1986 er tekin afstaða til verkalýðssamtaka með þvi að birta viðtal við fulltrúa Samtaka kvenna á vinnumark- aðnum frekar en t.d. forseta A.S.Í. Og með því að leggja stóran hluta sama tölublaðs undir efni um tæknifrjóvgun er tekin sú af- staða að hér sé á ferðinni málefni, sem skipti stórkostlegu máli fyrir konur og bein- línis gerð sú krafa að við allar gerum upp hug okkar til þess. í leiðara er gagnrýnt hvernig aðrir fjölmiðlar hafa fjallað um tæknifrjóvgun og lýst þeirri skoðun að við megum ekki vera utanveltu í umræðunni. Hvað varðar síðara atriðið, sem þú gerir að umræðuefni, um brennandi spurningar kvenfrelsisbaráttunnar, þá er núverandi rit- nefnd þér sammála. Skýringanna erán efa að leita einmitt í því, að það er rnnan hreyf- inganna sem að blaðinu standa, sem átök- in hafa átt sér stað. Hollusta hefur komið í veg fyrir að meðlimir þessara hreyfinga beini spjótum hver í annarrar garð á síðum Veru. Ritnefnd Veru telurþað mjög brýnt að umræður um leiðir kvennabaráttu, hverjar séu bestar á hverjum tíma o.s.fr. fái inni í blaðinu og hefur reyndar fullan hug á að standa fyrir slikri umfjöllun. Með kveðju og f.h. ritnefndar, Ms. Ameríkubréf Það er ekki hægt að segja annað en að hún Guðrún Agnars hafi nýtt tímann vel á meðan hún sat á þingi S.Þ. í haust. Fyrir utan að koma, sjá og sigra á fundi hjá SÍNE-deildinni kom hún í hádegis- verðafund sem Birna Hreiðarsdóttir átti hugmyndina að. Á fundinn mættu 15 ís- lenskar konur búsettar í New York og ein frá Argentínu. Guðrún kynnti stefnu Kvennalisans og svaraði fyrirspurnum og á eftir voru óform- legar umræður. Það þarf ekki að orðlengja það, við sátum mun lengur en þjónarnir óskuðu og komum víða við. Stemningin var frábær og að lokum var ákveðið að bjóða fram kvennalista í íslendingafélagið (en kosningar voru á næsta leyti). Ekkert framhald hefur reyndar verið á starfi þessa hóps, en af þeim sex konum sem buðu fram náðu þrjár kjöri í 5 manna stjórn félagsins. 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.