Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 4

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 4
Viö viljum þakka Guörúnu kærlega fyrir komuna og fyrir póstinn sem okkur var aö berast. Þrjár úr hópnum, Jóhanna, Ragnhildur og Hrund. Klám í bókabúðum Ágæta Vera mín! Á umræðufundi um klám og ofbeldi, sem haldinn var í Kvennahúsinu í lok janú- ar sagöi Helga Sigurjónsdóttir m.a. frá því aö hún heföi farið í bókabúðir I miðborg Reykjavíkur og kynnt sér hvort búðirnar seldu klámrit, hvernig þeim ritum væri fyrirkomið o.s.fr. (í einni búöinni voru klámblööin t.d. í augnhæð barna.) Fram kom aö ein bókaverslun í miðbænum af þeim sem Helga heimsótti, sér sóma sinn í því aö selja alls ekki klámblöð. Þaö var Bókaverslun Snæbjarnar. Okkur, sem vorum á þessum umræðufundi kom sam- an um aö versla sem mest — helst ein- göngu — viö þessa bókabúö og einnig aö láta þaö berast að bókaverslun Snæbjarn- ar í Hafnarstræti seldi ekki klámblöð þann- ig aö sem flestar manneskjur, sem vilja styöja þessa afstööu verslunarinnar, gætu látiö í Ijós velþóknun sína á einn eöa annan hátt. Þessu er sem sagt komið á framfæri hér. Kveðja, Malla. P.S. Á þessum fundi vitnaöi Helga i Gloriu Steinem, sem hefur skrifaö aö kona, sem hefur klámrit á heimili sínu, megi líkja viö gyðing, sem hefði Mein Kampf Hitlers á náttborðinu. íhugunarvert! vekur athygli á því aö hægt er aö fá blaðið í áskrift erlendis. Guðrún Guðjónsdóttir Japönsk móðir Ég fæddi minn frumburð í kvöl lagði við brjóst mér lítinn engil og grét af gleði. Ég augu hans ætlaði að skoða fögur og skínandi skær, en sjá, þar var ekkert utan húðin slétt og felld. Ógn og skelfing altók mitt hjarta og sólin í sorta mér hvarf. Er leit ég aftur minn litla son, sem blómknappar smáir á brjósti mér lágu hendurnar hans, en fingur fann ég þar enga. Ó, barnið mitt, ó barnið mitt litla. Þér morðingjar mannanna barna sem atómvopnum varpið á borgir og fólk, þér sem ófæddum örkuml búið vei yður, vei yður, bölbæna bið ég yður á meðan hjartað slær og tungan talar. Kaffi með þér Þegar ég drekk kaffi með vinum mínum hef ég engan'höfuðverk þegar ég drekk kaffi með vinum mínúm gleymi ég einveru og amstri daganna þegar ég drekk kaffi með þér gleymi ég alveg höfðinu á mér Já t Ljóðin eru úr Ijóðabókinni Opnir gluggar, 1975. Guðrún Guðjónsdóttir er fjölhæf og hugmyndaríkalþýðulistakona. Hún hefur svo sann- arlega ekki setið auðum höndum um dagana og margt liggur eftir hana f máli, myndum og hannyrðum, Hún hefur gefið út nokkrar bækur, auk Ijóðanna, bæði þýddar og frum- samdar. Bækurnar eru allar myndskreyttar eftir ýmsa teiknara en myndirnar sem prýða bókakápurnar eru Ijósmyndir af myndvefnaði og leðurmálverkum Guðrúnar. 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.