Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 29

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 29
FJÁR- LÖGIN VONDU Desember er mikill annatími á Alþingi og standa þingfundir oft langt fram á nótt. Fjármálin setja þá svip sinn á þingið því stefnt er að því að afgreiða fjárlögin fyrir jól. Önnur umræða fjárlaga var 12. des- ember s.l. og þriðja og síðasta umræðan föstudaginn 19. og laugardaginn 20. des- ember. Margt fróðlegt en oft miður ánægjulegt kemur fram við fjárlagaumræðuna. Meðal annars varð Ijóst að þrátt fyrir mikið góðæri er halli fjárlaga allt að þrír milljarðar króna. Kvennalistinn gagnrýndi harðlega þessa fjár- málastjórn ríkisstjórnarinnar, þar sem sparnaður hefur naer eingöngu beinst að félagslegum framkvæmdum °9 þjónustuþáttum á meðan rekstrargjöldum ráðu- neyta og sumra rlkisstofnana hefur verið leyft að þenj- ast út eins og Kristín Halldórsdóttir komst að orði við aðra umræðu fjárlaganna þann 12. desember s.l. Lág- taunafólk verður lítið vart viö góðærið og niðurskurður félagslegrar þjónustu bitnar verst á þeim. Um leiö má akki heyra minnst á skattlagningu stóreigna, arðs af hlutabréfum né að íþyngja megi bönkum og verslunar- fyrirtækjum sem mest hafa notið góöærisins sagði Kristín. Niu breytingartillögur Kvennalistinn lagði fram einar níu breytingartillögur v'ð fjárlagafrumvarpið og snertu þær aðallega þá mála- Hokka sem illa hafa orðið úti í meðförum ríkisstjórnar- 'nnar. Því miður á þetta við um mörg málefni en eins og ðent var á í siðustu Veru hefur varla nokkurt fengið eins skammarlega útreið og dagvistarmálin. Kvennalistinn la9ði fram breytingartillögu um að framlag til dagvistar- ^ála yrði hækkað úr 20 milljónum I 173,440 milljónir s®rn er lágmarksupphæð ef á að vera hægt að mæta þeim skuldbindingum sem ríkið hefur þegar gert viö sveitarfélögin um uppbyggingu dagvistarheimila. Kvennalistinn lagði einnig fram breytingartillögur um tvöföldun framlags til lista og menningarmála, hækkun framlags til Háskóla íslands og til Rannsóknasjóðs, um aukningu á framlagi til ferðamálaráðs, um aukningu á framlagi til námsefnisgerðar hjá Námsgagnastofnun, um að framlag ríkissjóðs til Lánasjóðs ísl. námsmanna yrði aukið um 200 milljónir til þess að minnka lántöku- þörf sjóðsins, um hækkun á framlagi til Þróunarsam- vinnustofnunar úr 24 milljónum króna í 92,7 milljónir, sem er lágmark ef sú stofnun á að geta haldið áfram að starfa. Kvennalistinn bar einnig fram breytingartillögu um hækkað framlag til hópleitar að brjóstkrabbameini, en vorið 1985 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Kvennalistans um að hefja slíka leit sem fyrst. Nýr liður var því tekinn inn í fjárlög þar sem úthlutað er 5 milljón- um til þess að koma þessu í framkvæmd en áætlaður kostnaður er 7 milljónir. Guðrún Agnarsdóttir benti á að þessi niðurskurður yrði til þess að færri konur yrðu skoðaðar en ætlað var og því legði Kvennalistinn til að framlagið yrði hækkað um 2 milljónir. Nýbygging Alþingis Kvennalistinn lýsti yfir andstöðu sinni við tillögu um 12 milljón kr. framlag til hönnunar nýs húss fyrir starf- semi Alþingis. Þingkonurnar höfðu áður hafnað þátt- töku I flutningi tillögunnar og greiddu atkvæði gegn henni. Kristín Halldórsdóttir sagði að að vísu væri hús- næðisvandi Alþingis mikill og þungbær en það væri trú Kvennalistakvenna að þennan vanda mætti leysa á annan hátt. Benti Kristín á að komið hefur fram mikil óánægja með verðlaunatillöguna og vitnaði hún í Ragn- heiði H. Þórarinsdóttur borgarminjavörð og Þór Magnússon, þjóðminjavörðþarsem þau bendaásögu- legt gildi og verðmæti gömlu húsanna sem yrðu látin víkja og hve bygging hússins sem vann í samkeppninni

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.