Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 36

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 36
MEÐ STJÖRNUR í AUGUM Andrés Indriðason M. M. 1986, s. 164 Bókin fjallar um Sif og Arn- ar. Þau eru í M.R. hún í fjóröa bekk, hann í fimmta og þau eru saman (og sundur) þessa fáu mánuði sem bókin spannar. Eöa frá upphafi skólaársins til loka almanaksársins. Sagan er sögö út frá sjónarhorni Sifjar og hefst þar sem hún stendur og bíður eftir Arnari sem er seinn á fyrsta stefnumót þeirra. Arnar er sætasti strák- urinn í skólanum. Allar stelpurnar viröast vita af honum og tala um hann, nema Sif. Hún vissi ekkert um tilvist hans fyrr en þau rákust saman með skelli. Sif er venjuleg stelpa sem stund- ar skólann samviskusamlega og pælir ósköp lítið í stákum. Þar til hún bókstaflega fellur fyrir Arnari og sér ekkert nema hann. Arnar er reyndari en Sif í ástarmálunum og tek- ur hana meö trompi. Hann er svo sætur og sjálfsöruggur, körfuboltahetja og allt. Vafalítiö er komið inn á flest þau mál sem eru ofar- lega í huga ungs fólks. Mál sem allir hugsa einhverntíma um s.s. ást, kynlíf, sjálfstæöi og framtíðardrauma svo nokkur séu nefnd. Frásögnin byggir á tungumáli ungling- anna sjálfra. Höfundi tekst bærilega og stundum bara vel aö skrifa eðileg samtöl og hugsanir Sifjar á þessu máli krydduöu slangri og slettum. En einstaka orö flutu þó ekki eöilega meö t.d. að vera í „nýjasta stæl“ (s. 18) og ekki hljómaði þaö kunnuglega þegar Sif var aö útskýra egglos aö segja ,,eggið er niöri“ (s. 114). Þaö er erfitt aö skrifa þetta lifandi tungu- mál unglinganna sem breytist ört og er jafnvel mismunandi á milli skóla. Þótt Sif sé svona indæl og skynsamlega hugsandi per- sóna þá nær hún ekki samúð lesandans. Til þess er hún of einföld. Arnar hefur hana alveg í vasanum, hún trúir öll- um fallegu orðunum sem hann segir og fyrirgefur honum allt hiö illa og van- hugsaða sem hann gerir á hennar hlut. Þegar hann lýg- ur aö henni þá fyrirgefur hún, þegar hann hefur ekki augun af „djúsí gellum" þá fyrirgef- ur hún, jafnvel þegar hann hefur nauðgað henni þá finn- ur hún honum málsbætur. Sif sér galla Arnars, ístööuleysi hans og skreytni en hún er búin aö finna sinn mann og trúlofast honum í huganum að honum forspurðum. Sif yfirgefur ekki sviöiö í bókarlok sem sigurvegari. Eftir hávaðasamt rifrildi skilur hún viö Arnar og heldur heim í faöm fjölskyldunnar. Arnar aftur á móti verður frekar aö týpu en persónu. Þessi sætasti í skólanum sem virð- ist geisla af sjálfsöryggi en er í raun lítill, ístöðulaus draumórakall sem telur efnis- leg verömæti þaö eftirsóknar- veröasta í lífinu. Karlmaöur sem lætur ekki ,,smá slys“ hindra framtíðar áform sín. Aðrar persónur bókarinnar eru vinir og foreldrar aöal- persónanna. Þaö eru for- eldrar Sifjar. Útivinnandi og stressuð mamma sem eyöir miklum tíma og orku í óánægju með útlit sitt og störfum hlaðinn pabbi sem hefur lítil tengsl við fjölskyldu sína. Yngri bróöir Sifjar sem reynist henni eins og veggur, þ.e. hlustar en talar ekki, þegar hún leitar til hans meö vandamál sitt. Afi og amma koma líka viö sögu og vin- kona Sifjar úr skólanum sem hún hefur reyndar misst allt samband viö útaf Arnari. Mamma Arnars, stjúpi hans og pabbi koma lítillega viö sögu mest í gegnum umtal hans um þau. Besti vinur Arnars, Gutti er ægilegur grallari en ,,fer í hundana" þ.e. trúlofast Gínu sem er lítiö annaö en puntudúkka. Þessir vinir og fjölskyldur skapa bak- grunn sem lýsir lífi borgar- barna í dag. Smá partý, bíó- ferö og baö í heitalæknum er þaö helsta sem þau finna sér til skemmtunar. Umhverfið er þeim vinveitt og foreldrarnir eru bjargvættir sem Arnar og Sif leita til í lokin, hvort í sínu lagi. Elín GULL í LÓFA FRAMTÍÐAR Minningarit um Svöfu Þorleifsdóttur frá Skinnastaö. Útg.: Samband borgfirskra kvenna. Hörpuútgáfan Akranesi 1986 Þessi bók er safn greina um Svöfu Þorleifsdóttur og einnig greina, erinda, frum- samins skáldskapar og þýö- inga eftir Svöfu. Bókin er heimild um merka konu, sem var brautryöjandi og hug- sjónakona. Bókin minnir á að sagan er mótuö bæöi af körl- um og konum og að frelsis- barátta kvenna á sér alltaf fyrirrennara, sem nýjar kyn- slóðir þurfa aö þekkja og virða. Eitt markmiö okkar er að auka hlut kvenna í sög- unni, ekki aðeins meö því sem þegar er af hendi innt. Svafa Þorleifsdóttir fæddist á Skinnastað í Öxarfirði árið 1886 og lést 92. aldursári. Faöir hennar var prestur, móðir hennar prestsdóttir. Hún var skelegg kvenréttinda- og félagsmála- kona svo Svafa sótti áhuga sinn á þeim málum ekki langt og hefur eflaust notiö stuðnings aö heiman á því sviði. Svafa tók gagnfræða- próf frá Flensborg, var síöan um tíma nemandi viö Kvennaskólann á Blönduósi, hvarf þaðan til aö gerast heimiliskennari en fór svo í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi 1909. Þá var hún fengin til aö stjórna og móta skólastarfið í sinni heima- sveit, en ný fræöslulög höföu þá gengið í gildi. Hún veitti forstööu bæði barnaskóla og unglingaskóla, sem hún stofnsetti sjálf. Af lýsingu af skólastarfinu að dæma, hefur Svafa verið frjór kennari og uppalandi. Jafnframt því aö stýra skólunum var Svafa virk í öðru félagslífi sveitarinnar, stofnaöi t.d. Kvenfélag Öxfiröinga 1907 — geri aðrar betur tvítugar! Eftir þrjá vetur heima fluttist Svafa til Bíldu- dals, þar sem hún var skóla- stjóri í sex ár en aö þeim loknum fór hún til Akraness, þar sem hún átti eftir aö búa í aldarfjórðung. Á'Akranesi var Svafa skólastjóri barnaskól- ans, unglingaskólans og iðnskólans. Áriö 1945 fluttist Svafa svo til Reykjavíkur. Hún varö formaöur Kven- félagasambands íslands og ritstjóri Húsfreyjunnar. Svafa var lengi formaöur kven- félagsins á Akranesi og stóö fyrir stofnun Sambands borg- firskra kvenna, sem efndi til útgáfu þessarar bókar til að minnast 100 ára ártíðar Svö- fu. í greinunum um þessa merku konu kemur alls staöar fram sú mikla virðing sem hún naut, einbeitni hennar og gáfur. Hún hefur veriö ungum stúlkum fordæmi á tímum, þegar það tíökaðist lítt að konur heföu sig í frammi, hvaö þá aö þær stjórnuðu skólum. í bókinni kemur fram að slíkt var alls ekki viöur- kennt af öllum: Sagan af því hvernig staðiö var aö ráðningu Svöfu sem skóla- stjóra barnaskólans. Hún var eini umsækjandinn en skóla- nefndinni leist ekki nema svo á aö fá kvenmann til starfans og sendi því skeyti til karl- manns til aö bjóöa honum stööuna. Svafa skilaði þá um- sókn sinni til baka meö nokkrum þjósti. Hún fékkst þó til aö skila umsókninni aftur og fékk stööuna áður en yfir lauk. Einna skemmti- legust þótti mér grein Herdís- ar Ólafsdóttur, en Herdís seg- ir frá þvi hvernig kynni tókust meö henni og Svöfu. Herdís var í verkalýðsfélaginu og voru verkakonur mjög hikandi við aö vinna saman meö kvenfélaginu og þeim „mektarbokkum" sem þar sátu í stjórn, þ.e. skólastjór- um, prestfrúnni og eiginkonu útgeröarmannsins. Svöfu tókst þó að greiða úr for- dómunum og sannfæra verkakonurnar um aö sundraðar féllu konur, sam- einaðar stæöu þær. Þaö er oft viö lestur þess- 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.