Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 38

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 38
Leiðrétting Tvennt er mishermt í grein minni um bókina Myndir og minningabrot eftir Ingveldi Gísladóttur, sem birtist í síðasta hefti Veru. 1) Þrír létust í bruna Siglfirðinga- húss en ekki tveir. 2) Gísli, faðir Ingveldar lést ekki frá konu sinni og börnum líkt og sagði í greininni. Ingveldur hafði samband við mig jafn- skjótt og hún hafði lesið Veru til að leiðrétta þetta og get ég ekki beðið hana og aðra aðstandendur nægilega af- sökunar á þessu. Til þess að finna skýringu á þessari ónákæmni minni hef ég lesið bók Ingveldar aftur. Ég veit ekki hvort talnaruglingurinn var misminni, pennaglöp eða athyglisleysi. En mér er sýnt að það hald mitt að faðir Ing- veldar hafi dáið er byggt á misskilningi. Hans er getið á bls. 48 þannig: ,,Eftir 12 ára sambúð veiktist Gísli og var þá heimilið tekið upp.“ Og á bls. 51: ,,Þið pabbi áttuð heima í Króki í Hafnarfirði þegar hið þunga sorgarhögg örlaganna dundi yfir ykkur. Hann var í vor- og sumar- vinnu austur á Akranesi, veiktist og var lagður á sjúkrahús þar eystra. Þú varðst að ganga þau þungu spor, að biðja um styrk um stundarsakir, að þú von- aðir. . . eftir að þú hafðir orðið að verða viðskila við öll hin börnin þín og makann.“ Vegna þess að faðir Ingveld- ar kemur ekki meira við sögu og bókin lýsir baráttu ein- stæðrar móður, hef ég dregið þá ályktun að Gísli hefði látist af veikindum sínum. Með því að upplýsa hvernig sú ranga ályktun var dregin, er ég ekki að draga úr mistökunum, að- eins að leita skýringa á þeim svo ég sé ekki alveg vonlaus um mildaðan dóm þeirra sem í hlut eiga. Ms Nafn Marilyn French vekur ætíð athygli vegna hennar frægu bóka Kvennaklósetts- ins, og Þótt blæði hjartasár. Síðustu ár hefur hún einkum fengist við fræðistörf, m.a. skrifað bók um Shakespeare. Á síðasta ári kom frá henni mikið verk sem hún hefur verið að undirbúa nánast allt sitt líf. Þar er á ferð eins konar ný mannkynssaga. Bókin heitir Beyond Power — On Women, Men and Morals. Höfundur reynir að svara þeirri spurningu hvernig á því standi að nokkrir karlmenn stjórni lífi milljóna manna og hafi framtíð alls mannkyns í hendi sér. Hún kannar hvern- ig karlveldið varð til og skoð- ar hina mismunandi heima karla og kvenna og hvernig valdinu er beitt. Bókin er heil- ar 600 síður með ítarlegri til- vitnanaskrá og heimildalista sem sýna að höfundur hefur víða leitað fanga. Meginniður- staða hennar er sú að ef heimurinn tileinki sér ekki það besta úr heimi kvenna, hin mannúðlegu sjónarmið og manngildi eigi heimurinn sér ekki viðreisnar von. Marilyn French. Beyond Power — On Women, Men and Morals Abacus, London 1986 Sagnfræðinemar viö Há- skóla íslands gefa út gagn- merkt rit og gott: SAGNIR. í hefti þessa árs er sjónum einkum beint að íslenskri miðaldasögu og kennir þar margra grasa í rannsóknum á þjóðveldinu og ribböldum þeim sem flengriðu um sveitir landsins rænandi og rupl- andi. Þeir voru þó ekki einir í landinu fremur en fyrri daginn (þ.e. karlarnir) heldur komu konur að sjálfsögðu við sögu þó að litlu sé getið. í SÖGNUM er fjallað um stöðu kvenna eins og hún birtist í hinum fornu lögum Grágásar. Eins og menn kannski muna birtist grein fyrir tveimur árum eftir Ólafíu Einarsdóttur í tímaritinu Sögu (1984) og fjallaði hún um stöðu kvenna á þjóðveldisöld. Ekki voru all- ir sammála henni og er for- vitnilegt að bera saman skoö- anir fræðimanna á þessu efni. Einnig er að finna í SÖGNUM grein um helmingafélög hjóna á mið- öldum. Helmingafélög voru stofnuð þegar mikilvægt þótti að jafnræði væri með hjónum (í eignum). Snorri Sturluson og Hallveig Ormsdóttir gerðu t.d. slíkan samning sín á milli, en svo lenti auðvitað allt í deilum og fári þegar synir Hallveigar kröfðust arfs eftir hana. Þá má nefna grein um ritið Dyggðaspegil sem grein- ir frá því hvernig konur áttu að haga sér og hvaða kostum þær áttu að vera prýddar á 16. og 17. öld. SAGNIR 1986 Greinar eftir Agnesi Siggerði Arnórsdóttur, Hrefnu Róbertsdóttur og Þórunni Valdimarsdóttur. Allir þeir sem komnir eru til vits og ára muna þá hörmungaratburði sem áttu sér stað í Chile haustið 1973 þegar stjórn Salvador Allende var steypt af stóli. Þúsundir manna biðu bana eða flýðu land. í hópi flóttamanna var Isabel Allende frænka forsetans. Hún býr nú í Venezuela og vinnur sem blaðamaður en hefur jafn- framt skrifað tvær skáldsögur sem vakið hafa mikla athygli. Þykir hún með merkustu rit- höfundum sem fram hafa komið á síðari árum. Fyrri bókin er þegar komin í kilju á ensku og heitir á því máli House of the Spirits (Hús andanna). í þessari bók sem Isabel tileinkar móður sinni, ömmu og öllum hinum frá- bæru konum sem koma við sögu, er hún að segja sögu Truebasættarinnar og um leið sögu Chile. Við sögu koma ættfaðirinn Esteban sem þyrstir í land og eignir en vill jafnframt ná fullum tökum á eiginkonunni, nokkuð sem honum tekst ekki. Hún er Klara, konan sem sér fyrir harmsögu ættarinnar og sú sem mótar örlög hennar. Dóttirin Blanca fer sínar eigin leiðir og eignast Ölbu með ráðsmanni föður síns í óþökk ættarinnar. Alba er svo sá ættliður sem tengir saman fortið og framtíð ættarinnar. Sem sagt ættarsaga með seiðmagni suðuramerískra bókmennta. Isabel Allende. The House of the Spirits Bantam Books 1986 Fay Weldon er nafn sem hljómar kunnuglega í eyrum. Hún er meðal þekktustu rit- höfunda Englands, hressileg kona og ófeimin við að hneyksla góðborgara. Hún hefur skrifað fjölda skáld- sagna en fæst líka við annars konar skrif. Árið 1984 kom frá henni bók sem heitir Letters to Alice — on first reading Jane Austen. Bókin fjallar um hlutverk rithöfundarins um leið og Fay Weldon kannar allt það sem Jane Austen átti við að stríða um aldamótin 1800. Hún sýnir rithöfunda að verki á mismunandi tímum. Bókin er þannig upp byggð aö Fay er að skrifa systur- dóttur sinni (sem er ímynduð persóna) en stúlkan sú hyggst halda út á rithöfunda- brautina. Fay hefur ýmis ráð að gefa henni og margt að segja um glímu rithöfundarins við efni sitt og persónur svo og allt það sem rithöfundar verða jafnframt að gera, svo sem að svara spurningum, halda fyrirlestra o.fl. í þeim dúr. Bókin er afar skemmtileg aflestrar og þar notar Fay Weldon form sem einu sinni var mjög vinsælt í skáldsög- um — þréfin. Fay Weldon Letters to Alice — on first reading Jane Austen. Coronet Books, 1985 PLASTPRENT HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 685600 BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGAVEGI 103 SÍMI 26055 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.