Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 21

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 21
 sænsk og er starfandi prestur í Ronneby. Frá Danmörku kom Hanne Svenson félagsráö- 9jafi. Jenni Mosland frá Osló var aldursforsetinn í hópnum. Hún er stofnandi friðarhreyf- 'n9ar sem nefnist, Ömmurnar á Ráðhústorgi. Það er hópur af ömmum sem vilja fá fólk til að ræða um og taka þátt í baráttu fyrir friði og þær hafa valið sér Haðhústorgið í Osló sem vinnustað. ítalska prestinn Luciano Deodato hef ég þegar minnst á. Frá Portugal kom Louisa Amorin, hún er læknir. Loks var það allra mesti sólar- 9eislinn í hópnum, hún var Vngst og heitir Aidi Laroche, 'rsk, kaþólsk og tilfinningarík hu9sjónakona. . þú trúir því ekki hvað hópur- |nn var ágætur og samstilltur Jafn ólík og við vorum.“ en hvað gerðist fleira í ^hkklandi? -.Morguninn eftir fórum við á Und Kapsis aðstoðarutanrík- okkur frá viðleitni grísku stjórn- arinnar til að gera Balkanskag- ann kjarnorkuvopnalaust svæði. Við hittum einnig konur úr grískri kvennahreyfingu og um kvöldið fórum við á glæsi- legan veitingastað rétt við Akropolis, og borðuðum kvöld- verð með fulltrúum grísku frið- arhreyfinganna. Dvölin í Aþenu var skipulögð af félög- um okkar þar og okkur var farið að þykja nóg um veitingar og góða aðhlynningu. En nokkru fyrir brottför komumst við að því að gríska ríkisstjórnin hafði greitt alla okkar reikninga. Næsti áfangastaður var Kýpur. Þar dvöldum við fyrst í Larnaca. Þar fengum við greið og jákvæð svör hjá ráðherrum og Kyprianou forseta. Við ræddum einnig við fptrua kvennahreyfinga pg' friðar- hópa sem berjast'fyrir því að breskar-herstöðvar á eyjunni lsráðherra, hann svarði spurn- verði lagðar niður. 'ngunum fimm játandi óg sagði Því næst fórum við til Nic- osiu. Þangað var einkennilegt að koma, því borginni er skipt í tvennt með múr eða víggirð- ingu sem skilur að tyrkneska og gríska borgarhlutann. múrnum eru vopnaðir va menn og er ég reyndi éinu sinni að lyfta myndavélinni þá var samstundis lyft byssu á móti og miðað á mig. Hugrekk- ið var nú ekki meira en svo að ég steinhætti við að smella af.“ Þetta hefur verið óskemmti- iegt, en Helga hvert ferðu svo? ,,Næst fórum við til Möltu og flugum þangað í þrem áföng- um með þrem mismunandi flugvélum. Á flugvelli nr. 2 glat- aðist farangurinn okkar. Við sem vorum af norðlægum slóðum vorum þess fullviss að farangurinn sæjum við ekki framar, en suðurlandabúarnir sem með okkur voru sögðu okkur að hafa engar áhyggjur. Enda kom það á daginn að far- angurinn okkar fannst tveimur dögum seinna. Á flugvellinum tók Faðir Min- toff á móti okkur. Hann er bróð- ir Mintoff fyrrverandi forseta Möltu og veitir forstöðu alþjóð- legri friðarstofnun kirkjunnar. Við vorum undir hans verndar- væng meðan á dvöl okkar stóð. Við heimsóttum Alexei Trigonas utanríkisráðherra sem var mjög fús að svara spurningunum játandi. Hann skýrði okkur frá því að stjórn- völd Möltu væru mjög hlynnt því að Miðjarðarhafssvæðið yrði lýst kjarnorkuvopnalaust. Við áttum 2—3 hvíldardaga á þessari fögru eyju og bjuggum okkur undir næsta áfanga sem við vissum að yrði erfiður." 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.