Vera - 01.02.1987, Síða 22
Þaö var Róm. Fenguö þið
ekki áheyrn hjá páfa?
„Jú, viö komuna til Rómar
færöu félagar úr ítölsku friðar-
hreyfingunni okkur umslag,
mjög hátíðlegir á svipinn. í því
voru aðgöngumiöar að áheyrn
hjá páfa. Þann dag hélt páfi
fund á torginu fyrir framan Pét-
urskirkjuna. Páfinn var á eins-
konar palli og út frá honum sat
fjöldi kardínála. Við vorum
leidd til sætis í innsta hring. At-
höfnin var mjög áhrifamikil og
fjölmargir trúarhópar frá öllum
heimshlutum þarsamankomn-
ir. Páfi ávarpaði þá allflesta á
móðurmáli þeirra, og fólkið var
mjög snortið. Þegar athöfninni
var að Ijúka steig páfinn niður
af pallinum og kom m.a. til okk-
ar, hann spyr okkur heldur
byrstur í bragði af hverju ekki
hafi verið farið til neinna af
þjóðunum sem tilheyra aust-
antjaldslöndunum, en við gát-
um þá sagt honum frá því að
einmitt þennan dag hafi verið
farið til Póllands. Þá mildaðist
hann og veitti okkur blessun
sína og árnaði okkur heilla í
starfi.
Síðan fórum við á fund
Bruno Corti, aðstoðarutanrík-
isráöherra. Hann svaraði
spurningu 1. 3. 4 og 5 játandi
en önnur spurningin vafðist
fyrir honum langtímum saman
og að lokum gaf hann óljóst
svar.
Um kvöldið átti að vera úti-
fundur fyrir okkur á torginu
Piazza Pantheon, og var hann
haldinn að frumkvæði hreyf-
ingarinnar Pax Christi. Við Aidi
fórum af fundinum hjá ráð-
herra áður en hann var búinn
að gefa nokkurt svar, og fórum
á útifundinn í trausti þess að
hin kæmu von bráðar.
En það fór á annan veg. Við
stóðum þarna í hálfa aðra
klukkustund ásamt 200-300
fundargestum sem biðu eftir
svari ráðherra síns. Við reynd-
um að koma á fjöldasöng og
áður en við vissum af stóð hjá
okkur ungur maður með gítar
og bauðst til að spila undir, og
ung óhrein negrastúlka bað
okkur að leyfa sér að syngja í
hljóðnemann. Hún söng
negrasálma svo gullfallega að
allir heilluðust af og hún vék
ekki frá okkur fyrr en við fórum.
Loks kom Bibi Andersson leik-
kona, hún var með hópnum
meðan við vorum í Róm. Hún
gat flutt fólkinu svar við tveimur
spurningum. Svo hvarf hún, en
við Aidi stóðum eftir ásamt
fundargestum. Sem betur fer
höfðum við góðan túlk svo við
gátum sagt fólkinu alla þá
speki sem við bjuggum yfir.
Þarna í myrkrinu sagði ég þeim
frá kristnitöku íslendinga, hve
friðsamlega heil þjóð gat breytt
trú sinni að vísu með nokkrum
tilslökunum. Svona leið þetta
undarlega kvöld uns hópurinn
okkar kom með svörin.
Og þá var komið að Portú-
gal. Við fórum til Lissabon, þar
var tekið mjög vel á móti okkur
og þar leið okkur mjög vel. Við
höfðum mikil samskipti við
Friðarhreyfingu kvenna, og
sögðu þær okkur frá reynslu
sinni af framboði kvennalist-
ans þar til borgarstjórnar. Við
komumst að því að margt er líkt
með þeim og okkur.
í Lissabon hittum við bæði
forsetann og forsætisráðherr-
ann og svöruðu þeir spurning-
um okkar öllum með jái.
Nú og lokaáfanginn var
Spánn. f Madrid hittum við
Felipe Gonzales forsætisráð-
herra, hann lýsti því yfir að
hann myndi svara öllum spurn-
igunum játandi þó svo að eng-
inn önnur þjóð vildi gera það.
En hann þurfti ekki að standa
við það, vegna þess að í þess-
um 1. áfanga friðarferðarinnar
svöruðu 20 af 28 ríkjum Evrópu
öllum spurningunum játandi.
Bæöi í Portúgal og á Spáni
fundum við vilja stjórnvalda til
að lýsa Pýreneaskaga kjarn-
orkuvopnalausan.
Þá var sendiferö okkar lokið
og við héldum norður á bóginn.
í Gautaborg hittust allir hóp-
arnir fimm og við ókum öll í lest
hópferðabíla til Stokkhólms.
Víða á leiðinni var okkur fagn-
að að ferðalokum og í Stokk-
hólmi afhentum viö svörin á
Stokkhólmsráðstefnu S.Þ. um
öryggismál Evrópu.
Þessi ferð var eiginlega
táknræn aðgerð til þess að
minna stjórnir og þjóðir Evrópu
á þau loforð sem þær hafa þeg-
ar gefið. Einnig var þetta gert til
að auka vægi Sameinuðu
þjóðanna."
En hvaö gerðist næst?
„Þessum áfanga var fylgt
eftir með friðarráðstefnu s.l.
vor (86). Til hennar var boðið
ríkisstjórnarfulltrúum allra
þjóðanna í Evrópu sem höföu
svarað spurningunum 5 ját-
andi. Þetta var gert til að minna
þá á málefnið og til að þeir hitt-
ust líka innbyrðis ásamt gest-
um frá friðarstofnunum í Eng-
landi, Bandaríkjunum og SIPRI
í Svíþjóð, svo og nokkrum full-
trúum úr friðarferðinni árið
áður. Einnig kom forstöðu-
maður afvopnunarstofnunar
S.þ. Jan Mártenson. Svo var
þeim þjóðum sem ekki höfðu
treyst sér til að svara spurning-
unum okkar, boðið að senda
áheyrnarfulltrúa."
Hversvegna var ráöstefnan
haldin í Ronneby?
„Þar er afbragðs ráðstefnu-
hótel og svo býr Astrid Einars-
son þar. Hún er komin með
starfslið svo þetta var alveg
upplagt."
Hvernig er þessi kona?
,,Hún lætur ekki mikið yfir
sér, en við nánari kynni koma í
Ijós góðar gáfur, brennandi
réttlætiskennd og hugsjóna-
eldur og hún hefur fengið gott
fólk til þess að starfa með sér
að þessu.“
En svo viö snúum okkur aftur
aö ráöstefnunni, segöu mér aö-
eins frá henni.
„Ráðstefnan var haldin að
vori til og minnti vorið á sig
hvarvetna. Salurinn var
skreyttur blómum, inn um
opna gluggana barst ilmurinn
af nýlaufguðum skóginum og
sól skein í heiði. En framan við
ræðuboröið var lítiö borð, og á
því glerhjálmur og undir hon-
um nokkrar kolaðar spýtur sem
okkur voru sendar frá Hirosh-
ima.
Það sem setti mark sitt á ráð-
stefnuna var að hún var haldin
fáeinum dögum eftir Cherno-
byl slysið. Daglega bárust frétt-
ir um geislavirkni og með veð-
urspánni fylgdi spá um geislun
næsta dags.“
Þú varst búin aö segja mér
hverjum var boðið á ráðstefn-
una, en hverjir komu?
„Olof Palme hafði verið boð-
ið sem fulltrúa Svía, og þáði
hann boðið sama dag og hann
var myrtur. Kom því Sten And-
erson utanríkisráðherra í hans
stað. Frá Austurríki kom Bruno
Kreisky, fyrrverandi kanslari.
Hinar þjóðirnar léku á okkur
og sendu ekki ráðherra til ráð-
stefnunnar, heldursendiherra,
sendiráðsfulltrúa eða þá full-
trúa sína af Stokkhólmsráð-
stefnunni um afvopnunar-
mál."
Hver var fulltrúi Islensku ríkis-
stjórnarinnar?
íslenski fulltrúinn var Berg-
lind Ásgeirsdóttir, sendiráðu-
nautur í Stokkhólmi.“
En hvernig gekk svo ráðstefn-
an?
Helga Jóhannesdóttir. Ljósmynd: GK.
22