Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 7

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 7
Ljósmynd: isg Kosningarnar nú í vor eru fjóröu kosningarnar sem fram- boðshreyfing kvennatekur þátt í. Hreyfingin er þvítalsverðri reynslu ríkari nú en þegar hún fór fyrst af stað, ekki síst af því að fást við og starfa innan kerfisins. Þetta er alveg ný reynsla fyrir kvennahreyfinguna vegna þess að allt fram til ársins 1981 lagði hún höfuðáhersluna á utanþingsbaráttuna og tók sér þ.a.l. stöðu utan kerfisins. En hvernig er að starfa innan þess? Hvaða áhrif hefur það á hreyfinguna og þær konur sem eru fulltrúar hennar innan kerfisins? ,,Þegar við konur leggjum af stað út í karlaheim- inn með okkar hugmyndir, okkar skynjun og okkar heimspeki, þá myndast strax hættuástand því við erum komnar inn i kerfið," segir Sigríður Dúna staðfastri röddu og síðan verður löng þögn. Það er greinilegt að hún er að leggja það niður fyrir sér hvernig hún geti tjáð flókið fyrirbæri á sem einfaldastan máta. Hún spólar örlítið til baka í röksemdafærslunni og segir svo: „Virginia Woolf segir einhvers staðar — ég held að það sé í Sérherbergi — að Partur af kynbundinni skynjun kvenna sé að skynja sig utanvið, að vera utangarðs. Konur hafa aldrei verið „fyrir innan“ þar sem peningar, völd og áhrif eru og allt það sem þjóðfélag karlanna snýst um. Hún segir jafnframt að kraftur kvenna og sköpunar- máttur eigi rót sína að rekja til þessarar skynjunar. Þegar við fór- um af stað í upphafi í Kvennaframboðinu þá horfðum við á kerfið °9 allt samfélagið með augum þess sem er fyrir utan. Og kraftur- inn sem við höfðum var svo sannarlega mikill. Svo erum við allt „Þingið er karlaheimur og er sem slíkt óræk sönnun fyrir kenningu okkar um reynslu- heiminn — hann er einfaldlega staðreynd." í einu komnar inn fyrir, inn I heljarinnar kerfi sem við konur hotui., ekki búið til. Þá skapast auðvitað sú hætta að við förum að sam- sama okkur þessu kerfi fremur en því sem er fyrir utan og það var auðvitað aldrei meiningin. Það er því alveg óskaplega mikilvægt að halda í þá skynjun sem fylgir því að vera utan múranna og missa ekki tengslin við hreyfinguna.“ En hversu lengi er hægt að halda í þá skynjun verandi innan múranna? Sá tími hlýtur að koma í lífi þingkonu að hún lærir á kerfið markvissar en áður. Er hún þá hætt að vera fulltrúi þeirra sem standa utangarðs? „Nei, ekki ef hún er trú uppruna sínum. En við þessu er samt ekki til neitt einfalt svar. Með því að beita útskiptingu á þingi þá eru meiri möguleikar á því að þær konur sem fara inn hafi þessa sterku utangarðstilfinningu. Þannig má halda lífæðinni opinni. Hins vegar gerist það ekki fyrr en eftir riokkra setu á þingi að maður getur farið að láta rödd sína hljóma stööugt. Framan af nær maður bara að vera rödd sem sker á hér og þar. Hvað sjálfa mig varðar þá fannst mér þetta gerast í upp- hafi þriðja þingsins, þá fann ég til fullnustu að sá hugmynda- grunnur sem við stöndum á í Kvennalistanum er það sterkur að það má nota hann til stefnumörkunar í hvaða máli sem er. Það má nota hann til að stjórna heilu landi. Þetta small saman, hugmynd- irnar og tæknin til að koma þeim áfram. Það má auðvitað segja að þaö sé ákveðin mótsögn i þvi að hætta einmitt þegar þessu stigi er náð. Það er bara ekki til nein allsherjarlausn á þeirri mót- sögn sem hlýtur að verða til þegar fulltrúar þeirra sem standa utangarðs fara inn í kerfið. Ég held hins vegar að við höfum fundið eins farsæla lausn á þessu máli og hægt er nú með þeim útskipt- um sem munu verða á þingi.“ Ég bæti því við að ég hafi einmitt velt þessari mótsögn fyrir mér og m.a. leikið mér að því að heimfæra þessar ströngu valddreif- ingarhugmyndir Kvennalistans upp á flokkana. Þær myndu kosta ófáa ófúsamenn þingsætin. Ef flokkur vill viðhaldakerfinuog ríkj- andi ástandi þá er það að öllum líkindum honum í hag að láta þá fulltrúa sem eru vel verseraðir í kerfisklækjum sitja sem fastast og lengst. En það sem greinir Kvennalistann frá flokkunum er m.a. að hann er öðru fremur andófsafl og starfshættir hans hljóta að draga dám af því. Sigríður Dúna tekur undir þetta en bætir því við að hún sé þeirrar skoðunar að Kvennalistinn geti verið annað og meira en andófsafl. Hann — eða réttara sagt þær hugmyndir sem hann byggir á — geti verið afl sem stjórnar heiminum. En hún bætir við að sá tími sé líklega ekki kominn! „Annars er valddreif- ing fyrst og fremst spurning um afstöðu og hugarfar. Þar veltur 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.