Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 33

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 33
FRIÐARÁRIÐ? SAMSTARFSNEFND FRIÐARHREYFINGA Samstarfsnefnd friðar- hreyfinga var stofnuð árið 1984. Þessi samtök eiga aðild að henni: Félag Sameinuðu þjóðanna Friðarhópur fóstra Friðarhópur kirkjunnar Friðarhreyfing framhaldsskólanema Friðarhreyfing íslenskra kvenna Friðarsamtök listamanna íslenska friðarnefndin Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna Samtök eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá Samtök herstöðva- andstæðinga Samtök lækna gegn kjarnorkuvá Samtök um friðaruppeldi Samtök um kjarnorkuvopna- laust ísland VERA hafði samband við nokkra forsvarsmenn þess- ara hópa og spurði hvað gert hefði verið í tilefni af friðarári Sameinuðu þjóðanna. KNÚTUR HALLSSON hjá Félagi Sameinuöu þjóð- anna sagði að félagið hefði staðið fyrir ráðstefnu um ófriðarsvæðin í heiminum á Hótel Sögu. Ennfremur hefði félagið séð um útgáfu blaðs sem heitir FRIÐARÁR ’86. Það var gefið út í 8000 eintökum og var aðallega dreift í framhaldsskólana. Félagið gekkst einnig fyrir hátíðarsamkomu í Þjóðleik- húsinu þann 22. nóv. þar sem fram komu m.a. Jan Morthensen sem er einn af framkvæmdastjórum S.Þ. sem fer með afvopnunar- mál og Matthías Matthisen utanríkisráðherra. SIGURHANNA SIGUR- JÓNSDÓTTIR hjá Friðar- hópi fóstra sagði að hópur- inn heföi tekiö þátt í sameig- inlegum friöaraögerðum með öðrum friöarhreyfing- um. Til dæmis „friðarpásk- um“, Hirosimadeginum og útifundinum á Lækjartorgi í sambandi við leiðtogafund- inn. Þá hefur hópurinn stað- ið fyrir „friöarkeðju" sem hefur gengið á milli barna- heimila og skóladagheimila síðan í vor. Friðarkeðjan er enn í gangi og velur hver deild sér ákveðið friðarverk- efni sem síðan er unnið út frá. í verkefnunum er lögð áhersla á samskipti, sam- skipti milli manna, manna viö náttúruna, samvinnu og samkennd. Hvað verður síðan gert er enn óráðið en e.t.v. verður „friöarkeðjan" gefin út. Sigurhanna kvart- aði yfir að það væri deyfð yfir friöarmálum og lítil um- ræða í gangi, þó aö leið- togafundurinn hefði vakið marga til umhugsunar um kjarnorkuvána og margir væru óánægðir með hve lít- ið hefði áunnist. Sigur- hanna sagöi ennfremur aö fóstrur yrðu varar viö ótta hjá börnum við kjarnorku- vopn. Mörg þeirra gera sér e.t.v. ekki grein fyrir hvað þaö er en skilja þó að þarna er eitthvað óttalegt á ferð- inni og eru hrædd. MARGRÉT BJÖRNS- DÓTTIR hjá Friðarhreyf- ingu íslenskra kvenna sagði, eins og Sigurhanna að hreyfingin hefði meðal annars tekið þátt í sameig- inlegum aðgerðum friðar- hreyfinga. Hún hefði einnig tekið þátt í alþjóðlegri undir- skriftarsöfnun meðal kvenna þar sem skoraö var á Reagan og Gorbatshev að ná verulegum árangri á leiðtogafundinum. Það voru samtökin Women for a meaningful summit í Bandaríkjunum sem hófu þá söfnun en hér á landi söfn- uðust um 3—4000 undir- 1995 skriftir á mjög skömmum tíma. Margrét sagði að nú væri . minni kraftur í aðgeröum en ^ oft áður. í sjálfu sér væri það ekkert undarlegt því að friðarhreyfingar væru í raun aðgerðahópur sem risu og hnigu. Almenningur væri líka farinn að hafa meiri áhuga á þessum málum, sinnti þeim meira og veitti stjórnvöldum meira aðhald. „Þessi breyting," sagði Margrét, „hefur átt sér stað bara núna á síðustu 4—5 árum og er það ekki síst frið- arhreyfingunum aðþakka." SÉRA AUÐUR EIR VIL- HJÁLMSDÓTTIR úr Friðar- hópi kirkjunnar sagði: „Við höfum eiginlega ekki gert neitt sérstakt í tilefni af frið- arárinu. En í rauninni er kirkjufólk alltaf að vinna að friðarmálum. í hverri prédik- un er hvatt til friðar á ein- hvern máta. En umræðan er minni nú en var fyrir tveifnur til þremur árum- Fólk vill breyta um umræðu- efni, vill hvíla sig. Það þýðir ekki að áhuginn sé minni. Ég held að hann sé mjög mikil en það er ef til vill gott 32 aö taka sér ofurlitla hvíld og hugsa um friðarmálin í friði." INGIBJÖRG HARALDS- DÓTTIR í Samtökum her- stöðvarandstæðinga hafði þetta að segja: „Við gerð- um ýmislegt, héldum friðar- páska, tókum þátt í Hiró- shimadeginum og friðar- göngunni á Þorláksmessu. En við vorum óánægð meö hvernig ríkisstjórnin stóð aö friðarárinu. Viö byrjuðum að ýta á um að eitthvaö yrði gert í desember og janúar í fyrra. En hún gerði ekkert fyrr en Guðrún Agnarsdóttir barfram fyrirspurn í þinginu og þá var ekki talaö við frið- arhreyfingarnar í landinu heldur öll framkvæmd falin steindauðu félagi, þ.e. félagi Sameinuðu þjóö- anna. En það mikilvægasta frá okkar bæjardyrum séð er að íslendingar líti sér nær. Utanríkisstefna ríkis- stjórnarinnar er ekki frið- samleg. Á alþjóðavettvangi er það afstaða utanríkisráð- herra til afvopnunarmála og heima fyrir er gleypt við gíf- urlegum hernaðarfram- kvæmdum eins og í Helgu- vík og á Gunnólfsvíkurfjalli og jafnvel sóst eftir þeim, samanber umræðuna um annan Natoflugvöll. Okkar framlag til friðarársins hefði átt að vera að halda landinu vopnlausu. Þaðætti að vera okkar framlag til allra ára! Höfum fjársterkan kaupenda að öllum stærðum eigna. Skoöum og verðmetum samdægurs. fASTEIGNASALAN SÉREIGN SKOLAVÖRDUSTIG 38A SÍMI: 2 90 77 _Dale . Camegie námskeiðið*^ Kvennanámskeið Kvennanámskeið verður haldið þriðjudaginn 3. mars ki. 20.30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijós SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þértekst að um- gangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 O STJORIMUIMARSKDLIIMIV % Konráð Adolphsson. EinKaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin’ Frá Borgarskipulagi Kynning á tillögum að deiliskipulagi Kvosarinnar er í Byggingarþjónustunni, Hallveigarstíg 1, til 6. mars n.k. Opið kl. 09.00—18.00 alla virka daga. Fulltrúar höfunda og Borgarskipulags verða til viðtals á staðnum á fimmtudögum kl. 15.00—18.00, frá fimmtu- deginum 12. febrúar til fimmtudagsins 5. mars 1987. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.