Vera - 01.02.1987, Side 28

Vera - 01.02.1987, Side 28
FRAMBOÐ KVENNALISTANS Nú er svo komiö aö Kvennalistinn er aö bjóða fram í annað skipti í Reykjavík og Reykjanesi og lýst hefur ver- iö yfir aö Guðrún Agnarsdóttir, alþingiskona og Kristín Halldórsdóttir, alþingiskona verði aðeins tvö ár til við- bótar, það er fram á mitt næsta kjörtímabil. Þá segja þær af sér og varaþingkonur taka við. Þegar Kvenna- listinn lýsti þessu yfir varð uppi fótur og fit. í DV 10. janúar var vitnað I lagaprófessor, sem auk þess er þing- maður Sjálfstæðisflokks og frambjóðandi í Reykjanes- kjördæmi, og sagði hann að Kvennalistakonur væru að brjóta lög, að þær væru í andstöðu við stjórnarskrána. Að vísu bætti hann svo við að það væri ekkert sem meinaði mönnum að segja af sér þingmennsku jafnvel strax daginn eftir kosningar. Sama kom fram hjá öðrum lagaprófessor í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins nokkrum dögum síðar. Annað gátu þeir að sjálfsögðu ekki sagt því mörg dæmi eru um það að þingmenn segi af sér þingmennsku. Á þessu kjörtímabili sögðu tveir stjórnarliðar af sér þingmennsku og gerðust banka- stjórar. Einnig er vitað að ekki er bannaö með lögum að skipta um flokk og jafnvel leggja niður þingflokk á miðju kjörtímabili eins og þingmenn Bandalags Jafnaðar- manna sýndu okkur fram á á liðnu ári. Það eina sem virðist vera bannað með lögum að mati viðkomandi lagaprófessora er að vera hreinskilinn við kjósendur og segja þeim frá starfsháttum sínum og fyrirætlan eins og Kvennalistakonur hafa gert. Starfshættir Kvennalistans Oft vill það gleymast að Kvennalistinn er ekki stjórn- málaflokkur heldur kvennahreyfing og starfshættir hennar því allt öðruvísi en gömlu stjórnmálaflokkanna. Kvennalistinn er nýtt afl sem varð til I þeim tilgangi að koma kvennapólitískum sjónarmiðum að við mótun þjóðmála. Hugmyndafræði Kvennalistans er mótuð af konum og sama má segja um starfshættina, þeir eru líka sniðnir að þörfum kvenna. Kvennalistinn leggur áherslu á málefni en ekki persónur. Hann er grasrótar- heyfing þar sem vinnu, ábyrgð og valdi er dreift á heröar sem flestra. Þannig skiptast Kvennalistakonur á að sitja í hinum ýmsu nefndum. Hver kona situr í 6 mánuði til 2 ár I senn og þá tekur næsta við. Þær konur sem ekki sitja í nefndum þurfa að fylgjast vel með og starfa með þeirri sem er í nefndinni svo þær séu reiðubúnar til þess aötakaviö. Þannig eru nokkrarkonursem vinnasaman að hverju málefni í senn. Þetta á jafnt við um konur í nefndum sem og þær sem starfa í borgarstjórn, bæjar- stjórn og þær sem sitja á Alþingi. í Kvennalistanum hefur skapast sú regla að engin kona skuli sitja á Al- þingi eöa I borgarstjórn lengur en 6—8 ár í senn. Þessir starfshættir henta konum mjög vel því yfirleitt eru þær bundnari við heimili sín en karlar og eiga erfitt með að fara frá í legnri tíma. Það hefur aldrei verið markmið Kvennalistans að koma sér upp atvinnustjórnmálamönnum eða sérfræð- ingum í þingmennsku og því ætti engan að undra endurnýjun á listum Kvennalistakvenna. Ef Kvennalist- inn fær þingkonu kjörna er litiö svo á að það sé hreyfing- in sem fær úthlutað þingsæti í 4 ár og það er heiðarlegt og sjálfsögð hreinskilni við kjósendur að segja þeim hverjar koma til með að skipa það þingsæti næstu 4 árin. Viðbrögð við framboði Kvennalistans eru kannski ekki undarleg ef þau eru skoðuð í Ijósi þess að í þeim felst gagnrýni á vinnubrögð stjórnmálaflokkanna og stjórnmálamenn, sem líta á þingsæti sem eign sína og fær lítið haggað þeim sama hvað þeir gera, við hvað þeir eru riðnir eöa hvernig þeir standa sig. Kvennalist- inn hefur sýnt fram á að til er önnur leið, leið sem felur I sér valddreifingu og meira lýðræði. Leið sem sýnir að Alþingi getur verið fyrir hinn almenna borgara en ekki sérfræðinga í stjórnmálum sem eru úr tengslum við fólkið í landinu.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.