Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 18

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 18
KLÁM OG Þaö er sjálfsagt aö bera í bakkafullan lækinn aö skrifa um nýársmynd sjónvarpsins ,,Líf til einhvers“. Þjóöin hefur vart vatni haldið, ýmist sökum vandlætingar eöa hrifningar, og fáar myndir hafa vakið jafn mikiö umtal hér á landi hin síð- ari ár. Þaö er út af fyrir sig gott og kætir mitt kvenlega hjarta aö kynsystrum mínum, þeim Nínu Björk Árnadóttur og Kristínu Jóhannesdóttur, skuli hafa tekist aö æsa fólk til um- ræöu og umhugsunar. Oft hafa lesendabréf Velvakanda fjall- aö um lítilvægari hluti en þessa mynd. Hinu verður því miður ekki neitaö aö viðhorfin, sem mest vægi hafi í þessum bréfa- dálki, eru jafn ógeðþekk í þessu máli sem mörgum öðr- um. Erotík og klám Því hefur óspart veriö haldið fram aö þessi mynd sé klám og móðgun við konur. Það er auð- vitað ágætt aö vera á varöbergi gagnvart klámi og þeirri niöur- lægingu á konum sem í því felst, en þaö er hins vegar fjarri öllu lagi aö stimpla nekt og kynlíf sem klámfengið i sjálfu sér. Klám í ýmsum myndum, þar sem mannslíkaminn er sví- virtur og farið meö konur eins og hvert annað kjötstykki ætl- aö til neyslu, flæöir yfir landið án þess aö reynt sé aö spyrna EROTÍK viö fæti og blasir viö okkur og börnum okkar í næstu sjoppu eöa videoleigu. Gegn því ætti þaö fólk, sem nú skrifar í blöðin fullt vandlætingar, aö skera upp herör en ekki gegn kvik- mynd sem hefur ástarþörfina aö viöfangsefni og styöur við efni sitt með ástarlífssenum. „Líf til einhvers" er erotísk kvikmynd en ekki klámfengin. Milli kláms og erotíkur er staö- fest regindjúp enda byggir annaö á niðurlægingu og mis- notkun en hitt ekki. Erotíkin er þegar best lætur upþhafning á ástarlífi. Ástarlífsatriðin í kvik- mynd Kristínar voru einstak- lega falleg og kvikmyndatök- unni þannig hagað aö kven- og karllíkaminn runnu saman í eitt — voru eitt. Kvikmyndatöku- vélin var í svo miklu návígi aö ómögulegt var aö greina líkamana að, en samt var þetta atriði aldrei of nærgöngult. Ástarþörfin Ég sagöi áöan aö viðfangs- efni myndarinnar væri ástar- þörfin, þörf fólks til að elska og vera elskað. Gömul þörf og ný sem kannski stjórnar lífi okkar meir en við viljum stundum vera láta. Félagsráögjafinn Marta fær þessari þörf full- nægt meö Haraldi sambýlis- manni sínum og hún er ást- fangin og hamingjusöm. í hamingju sinni er hún blind á og vill lifa ótrufluö af óham- ingju og vanlíöan annarra, móöur sinnar, dóttur, og „skjólstæöings". Hún er menntuð og skyldurækin millistéttarkona sem sinnir starfi sínu eins og kerfið ætlast til af henni, boröar með móöur sinni um helgar eins og góðri dóttur sæmir og sér dóttur sinni fyrir flestu því sem talið er aö unglingur þurfi á aö halda, öðru en skilningi og hlýju. Sif, dóttir hennar, er ófull- nægöur unglingur sem fær enga hlutdeild í hamingju móð- ur sinnar og er afskipt af drykk- felldum föður sínum. Hún er tengslalaus viö fullorðna fólkiö og viröist jafnframt eiga erfitt meö aö ná sambandi viö jafn- aldra sína. Hún er einfarinn sem lifir og hrærist í eigin hug- arórum sem flestir hverjir snú- ast um Harald sambýlismann móöur hennar. Birna, móöir Mörtu, er konan sem helgaöi líf sitt einum manni og einu barni og nú er maðurinn dáinn og barnið þarf hennar og ástar hennar ekki lengur með. Hún er þreytt, lífsleiö og einmanna og leitar huggunar í flöskunni og svipuöum hugarórum um Harald og Sif litla. Haraldur, sambýlismaöur Mörtu, tákn- gervingur ástarinnar, hefur kannski fyrst og fremst því hlut- verki að gegna í leiknum aö varpa Ijósi á iíf Birnu, Mörtu og Sifjar. Aö því leytinu til gegnir hann svipuöu hlutverki og kon- ur gera stundum í verkum karla. Munurinn er þó sá, aö hann er ekki hin hefðbundna karlímynd heldur þvert á móti. Hann er hlýr, mjúkur, tillits- samur og erotískur en samt karlmaður. Einmitt þess vegna getur hann staöið sem tákn ástarinnar í dagdraumum Birnu og Sifjar. Ef karlímynd hans væri önnur gengi þaö ekki upp í verkinu og fantasíur þeirra um hann fengju allt ann- að og ógeöfelldara yfirbragð. Andstæöur Bryndís, einstæöa móðirin, þræll áfengis og lyfja, er and- stæöa Mörtu í myndinni. Hún er einstæðingur í tilverunni sem hefur aldrei notið um- hyggju, ástar, uppeldis eöa menntunar. Líf hennar er hel- víti þar sem ofbeldi ríkir í ástar staö. Karlmenn ganga í skrokk á henni og hún vanrækir barn sitt og misþyrmir því andlega. Barninu, sem er þó allt sem hún á í þessum heimi og sem hún getur ekki lifaö án. Þrátt fyrir allt er barnið nefnilega eina mannveran sem þarfnast hennar og elskar hana á sinn máta. Bryndís er „skjólstæðingur" Mörtu hjá Félagsmálastofnun og Marta hefur reynt allt sem félagsmálabatteríið hefur upp 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.