Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 23

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 23
„Það dró auðvitað úr vægi hennar að ráðherrar komu ekki. En í einkasamtölum voru fulltrúar stjórnanna ákaflega viðræðugóðir og virtust hrffast af hugmyndum og viðhorfum friðarhópsins. En undir lok ráð- stefnunnar var samstaðan rok- in út í veður og vind, þegar kom að því að gefa út sameiginlega álytkun. En umræðurnar voru ákaflega lærdómsríkar." Var ráöstefnan þá lokahluti aðgerðarinnar hennar Astrid? Nei, snemma í vetur var farið til 86 þjóða í S.Þ. sem búa í öðr- um heimsálfum en Evrópu. Um 60 þeirra hafa þegar svar- að öllum spurningunum ját- andi og svör eru enn að berast. Þá hófst lokahlutinn. í byrjun desember fóru tveir hópar af stað, annar til Washington og hinn til Moskvu, en löngu áður var búið að biðja um áheyrn hjá Reagan og Gorbachov þann 5. desember. Hvorugur þeirra sá sér fært að taka á móti hópn- um, heldur létu þeir embættis- mönnum það eftir. í Bandaríkj- unum var annarri og fjórðu spurningu svarað játandi en hinum þremur látið ósvarað. í Sovétríkjunum svaraði embættismaðurinn öllum spurningunum játandi. 16. desember staðfesti Michail Gorbachov þau svör með bréfi. Hvað gerðuð þið næst? Öll svör voru afhent aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþinginu í New York. Þau svör sem enn eiga eftir að berast fara þangað sömuleiðis og vonandi verða þau stuðn- ingur við friðarstarf Samein- uðu þjóöanna. En svo við snúum okkur aftur að friðarferðinni, hvaö er þér minnistæðast? „í sambandi við ferðina, þá þótti mér þetta mjög spenn- andi starf, þótt kurteisislegar viljayfirlýsingar ráðamanna reynist oft innantóm orð, þá ætti þetta að vera friðarhreyf- ingum lyftistöng og síðast en ekki síst hvatning fyrir friðar- starf Sameinuðu þjóðanna, en Það var einmitt einn tilgangur ferðarinnar.“ En ráðstefnan? ,,Af nógu er að taka en þau erindi sem koma fyrst upp í hugann eru t.d. erindi eftir Richard Falk prófessor í al- þjóðarétti frá Bandaríkjunum. Hann ræddi einkum um sam- eiginlegan vilja stórveldanna til að halda ítökum sínum í Evr- ópu. Og erindi sænsku blaða- konunnar Evu Moberg. Það heitir „Er mannkynið of heimskt til að lifa af“ það var þörf ádrepa til okkar allra. Ég spurði hana hvort hún vildi koma i heimsókn til íslands, og hún svaraði að bragði: „Já, sannarlega, og þá vil ég líka fá aö ræða við varnarliðið í Kefla- vík.“ Annars var sem rauður þráð- ur í viðræðunum: Hugmyndir um að styrkja stöðu S.þ. bæði varðandi alþjóðalöggjöf og sem eftirlitsaðila með afvopn- um. Mikið var rætt um kjarn- orkuvopnalaus svæði i Evrópu og lögð mikil áhersla á mátt smærri þjóðanna til að taka slíka ákvörðun fyrir sitt land- svæði. Einnig að efla þyrfti S.þ. svo mjög að þær gætu haft eftirlit með afvopnun í hverju einasta aðilarlandi. Rætt var um samkomulagið sem gert var 1963 um bann við tilraunum með kjarnavopn í andrúmslofti. Þar kom fram að danska ríkisstjórnin ætlar að leggja fram tillögu um bann við tilraunum neðanjarðar og aðrar þjóðir voru hvattar til að styðja þá tillögu. Hlutlausar þjóðir og utan hernaðarbandalaga voru hvattar til að semja skynsam- lega áætlun um afvopnun, skref fyrir skref og byrja að sjálfsögðu á kjarnavopnunum. Einnig var rætt um afvopnun og þróunarverkefni, að nota hinn gífurlega vígbúnaðar- kostnað til að jafna kjör jarðar- búa. Rætt var um nauðsyn þess að koma á nýju alþjóða efnahagskerfi og tengja það við nýtt alþjóða öryggiskerfi. Vopnasala þjóða á milli, og þá einkum frá ríkum þjóöum til fátækra var að sjálfsögðu mik- ið til umræðu." En Helga, svo við snúum okkur að öðru. Nú hefur þú ábyggilega kynnst mörgu fólki þarna, eru einhverjir sem þú manst sérstaklega eftir? Já, tvær konur voru mér sér- staklega minnistæðar. Önnur var bresk og hafði verið í Greenham Common. Það var ekki svo fátt sem hún mátti þola þar, hafði m.a. bókstaf- lega búið í „plastpoka" síðast- liðin þrjú ár. Hún flutti ávarp í Ronneby, lokaorðin líöa mér seint úr minni. „Við getum stöðvað vígbúnaðarkapp- hlaupið á morgun ef við erum nógu samhent". Hin konan var algjör and- stæða í ytri háttum, hin full- komna dama, fallega klædd, en alvarleg á svipinn. Hún var frá Líbanon 4 barna móðir og formaður kvennasamtaka í Beirut. Við kynntumst og vor- um svo síðar samferða til Kaupmannahafnar eftir ráð- stefnuna. Á leiðinni sagði hún mér sögu elstu dóttur sinnar sem var baráttukona í eðli sínu, móðirin hafði alltaf óttast að eitthvað kynni að koma fyrir hana. Eina nótt var ráðist á heimili hennar, þar sem hún var ásamt manni sínum og 3 ungum börnum, þar var henni misþyrmt og hún svívirt og að lokum myrt. Allt þetta að manni hennar ásjáandi en hann var bundinn og gat ekkert aðhafst. Á leiðinni í ferjunni sem flutti okkurtil Kaupmannahafnar og einkum eftir að við komum í land þá sá ég að hún var óendalega hrædd, virtist ekki taka eftir því sem ég var aö segja, var sem á nálum og tók eftir öllu sem fór fram í kringum hana. Hún gat ekki slakað á fyrr en við komum á hótelið þar sem við bjuggum. Þar dvöld- um við uns við héldum heim á leið.“ En í lokin Helga lokaorðin þín eftir svona áhrifamika sögu? „Já við verðum að útrýma stríði, annars mun stríð útrýma okkur og ekki bara okkur held- ureinnigölluöðru lífi ájöröinni. Hvergi í alheiminum hefur fundist líf nema á jörðinni okk- ar. Ég get ekki að því gert, mér er eftirsjá að því fyrirbæri sem við nefnum líf.“ En hafa ekki strlð alltaf fylgt mannkyninu? „Ekki ef við munum eftir því að helmingur mannkynsins eru konur, þá held ég að við getum svarað því neitandi." Ætli sé þá ekki kominn timi til að karlmennirnir muni eftir þvl að konur eru helmingur mann- kynsins og að í friðarstarfi höf- um við sem konur hlutverki aö gegna? „Jú vissulega en það hafa karlmennirnir sannarlega líka. Við berum ábyrgðina öll. Við eigum öll að taka höndum saman og breyta hugsunar- hætti þeirra fáu sem í raun og veru trúa á mátt vopnanna. Tíminn er naumur en skyn- semin er okkar megin. Sam- einuð eigum við að geta gert það. Megi hvert ár í framtíðinni verða ár friðar." GK Spurningarnar fimm: — Ert þú reiöubúinn að beita þér fyrir löggjöf sem tryggir að varnar- sveitir landsins, þar með taldir „hernaðarráðgjafar", fari ekki út fyrir landamærin i hernaðarskyni (nema til þátttöku i friðargæslu- sveitum Sameinuðu þjóðanna) ef allar aörar aöildarþjóðir S.þ. skuldbinda sig til aö gera slikt hiö sama? — Ert þú reiðubúinn aö gera ráð- stafanir til að tryggja að sett verði i landi þinu bann við þróun, eign- arhaldi á, geymslu og notkun gjöreyðingarvopna sem ógna öll- um llfsskilyrðum á jörðinni ef allar aðrar aðildarþjóðir S.þ. skuldbinda sig til að gera slikt hið sama? — Vilt þú gera ráðstafanir til að koma i veg fyrir aö þjóð þín láti öðrum þjóðum í té vopn og hern- aðartækni ef allar aðrar aðildarþjóðir S.þ. skuldbinda sig til að gera slikt hiö sama? — Ert þú reiöubúinn til aö vinna að dreifingu jarðargæða þannig að allir jarðarbúar eigi kost á frumstæðustu lifsnauðsynjum eins og hreinu vatni, fæðu, lág- marksheilsugæslu og menntun? — Vilt þú vinna að þvi að tryggt verði að deilumál þjóöar þinnar verði i framtíðinni leyst á friðsam- legan hátt eins og kveðið er á um i 33. grein sáttmála Sameinuöu þjóðanna, en hvorki meö ógnun né valdbeitingu. Þessi lönd hafa sagt já við öll- um spurningunum. Algeria Argentina Austurriki Bangladesh Belgia Botswana Búlgaria Burkina Faso Kameroon Mið-afrikanska lýðveldiö Kina Kolumbia Costa Rica Kúba Kýpur Tékkóslóvakía Danmörk Dibúti Ecuador Egyptaland El Salvador Eþiópía Fiji Finnland Gambia Austur-Þýskaland Grikkland Guatemala Ungverjaland island Indland Indonesia írland ísrael Fílabeinsströndin Japan Kenya Laos Lebanon Libya Luxemborg Malaysia Maldive Eyjar Malta Mexico Mozambik Nepal Nýja Sjáland Niger Noregur Pakistan Panama Nýja Ginea Filippseyjar Pólland Portúgal Rúmenía Rú- anda Senegal Solomoneyjar Somalia Spánn Sri Lanka Súdan Sviþjóð Tanzania Tailand Tunis Tyrkland Uganda Uruguay Vanu- atu Vietnam Jugóslavia Zambia Zimbabwe. 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.