Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 27

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 27
félagslegar framkvæmdir sem koma fyrst og fremst þeim til góða sem lakast eru settir. Við höfum því komið okkur saman um að leggja höfuðáhersluna á aðgerðir til úrbóta í málefnum barna, aldraðra og í húsnæðismálum. Eins og ævinlega er minnihlutinn mjög bundinn af ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar af Sjálf- stæðismönnum, og sem við höfum oft verið ósam- mála í grundvallaratriðum. Engu að síðurer hægt að flytja til mikla fjármuni innan áætlunar og fjármagna þannig þær félagslegu framkvæmdir sem við gerum tillögur um, án þess að leggja auknar álögur á borg- arbúa. Heildarkostnaður við breytingatillögur okkar eru um 270 m. kr. og vega þar þyngst 100 m. kr. hækkun til framkvæmda vegna stofnana í þágu aldr- aðra, 46 m. kr. hækkun vegna bygginga nýrra dag- vistarheimila, 25 m. kr. hækkun til leiguíbúða og bú- seturéttaríbúa og 30.5 m. kr. til að standa straum af launahækkunum í kjölfar endurmats á störfum kvenna. Kostnaði vegna þessara tillagna mætum við m.a. með auknum tekjum upp á 66.5 m. kr., sparnaði í rekstri upp á rúmar 50 m. kr. og niður- skurði á fjárfestingu í ýmsum fasteignum og ótíma- bærum framkvæmdum upp á 152 m. kr. Það sem er sammerkt með öllum okkar tillögum er að þær miða að því að nýta fjármagn til að gera hér mennskari og byggilegri borg. Þær eru fluttar meö það að leiðarljósi að borgaryfirvöldum beri að standa í fararbroddi fyrir aukinni samneyslu ekki síst á sviði félags- og húsnæðismála." Sjálftaka í borgarsjóði Á borgarstjórnarfundinum þann 22. jan. s.l. gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttirfjármál Borg- arleikhússins m.a. að umtalsefni og gagnrýndi borgarstjóra harðlega fyrir það hvernig hann hefur staðið þar að málum. Lagði hún fram bók- un í nafni minnihlutans sem í raun má líta á sem vítur á borgarstjóra. Bókunin er svohjóðandi: „Við mótmælum harðlega þeirri sjálftöku í borgar- sjóði, sem einkennt hefur framkvæmdir við Borgarleik- hús á s.l. ári. Áætluð útkoma þeirra framkvæmda er um 45 m. kr. hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun árs- ins, eða 120 m. kr. í stað 75 m. kr. Mál þetta er þess eðlis, að það hefði átt að fá sérstaka umfjöllun í borgar- ráði, þegar mönnum var Ijóst hvert stefndi. Svo var hins vegar ekki. Teljum við þessa sjálftöku með öllu óþol- andi, sérstaklega þegar þess er gætt, að borgarstjóri á sjálfur sæti í byggingarnefnd leikhússins. Viljum við í því sambandi vísa til þess, að í 80. gr. sveitarstjórnarlaga segir m.a.: „Til útgjalda, sem ekki eru lögbundin, samningsbundin eða leiðir af fyrri sam- þykkt sveitarstjórnar, má ekki stofna, nema til komi samþykki sveitarstjórnar". Sem framkvæmdastjóri borgarstjórnar á borgarstjóri að sjá til þess, að þessi lög séu í heiðri höfð. Þó Borgarleikhúsið sé ágæt menningarstofnun, þá réttlætir það ekki þessi vinnubrögð." Konum ósæmandi að reka kvennabaráttu. . . Ein af þeim tillögum sem minnihlutinn lagöi fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar var um sérstakt framlag til kvennarannsókna til að minnast þess að í ár eru 80 ár liðin frá því Al- þingi samþykkti að veita reykvískum konum kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórnar. Var hugmyndin sú að einni milljón yrði veitt til þess verkefnis og myndi þriggja manna nefnd, þar sem tveir væru tilnefndir af borgarráði og einn af Kvenréttindafélaginu, sjá um að úthluta fénu. Sjálfstæðismenn voru ekki á þeim buxunum að sam- þykkja slíkt bruðl með almannafé, enda er tími kádilják- anna nú upp runninn. Borgarfulltrúar flokksins voru þó slíkar heybrækur að þeir kölluðu Ingólf Sveinsson geð- lækni og varaborgarfulltrúa, sérstaklega inn á fundinn til að mæla fyrir frávísunartillögu. Var það eina hlutverk hans á þessum fundi. Göfugleiki þess birtist í þeirri frá- vísunartillögu Sjálfstæðismanna sem hér fer á eftir: „Konur hafa nú löngu fengið formlegt og síðar fyrir alllöngu raunverulegt jafnrétti í landi okkar. í þeirra hópi eru listamenn, fræðimenn og annað vel menntað fólk, sem vel getur varpað þeim Ijósum, sem þarf á líf og starf kvenna, án þess að nú komi til sér- stakt framlag af almannafé. Það er rangt að ætla konum endalaust stöðu sem einhvers konar minnimáttar — eða minnihlutahópi hlið- stætt og gerist meðal minnihlutaþjóðflokka, sem standa höllum fæti meðal annarra þjóða. Því er bæði rangt í dag og konum ósæmandi að reka kvennabaráttu út frá þeirri afstöðu, að konur sem hópur standi höllum fæti og þurfi sérstakra rannsókna við. Við leggjum því til, að borgarstjórn samþykki að vísa tillögunni frá sem ástæðulausri, óþarfri og jafnvel óvið- eigandi." Með illu skal illt út reka segir máltækið og því kunni undirrituð ekki önnur ráð þegar þetta mál kom upp á fundinum en að leggjafram frávísunartillögu sama eðlis við tillögu frá Sjálfstæðismönnum um stofnun sérstaks afrekamannasjóðs í íþróttum. Tillaga mín var svohljóð- andi. „(slenskir afreksmenn hafa fyrir löngu fengið form- legt og raunverulegt jafnrétti til íþróttaiðkana í landi okkar. Ættu þeir óhindrað að geta stundað íþrótt sína, án þess að til komi sérstakt framlag af almannafé. Það er rangt að ætla afreksmönnum endalaust stöðu sem einhvers konar fyrirbæra, sem eigi sér enga hlið- stæðu, og sem standi höllum fæti í samfélagi manna. Því er bæði rangt I dag og Sjálfstæðismönnum ósæmandi að reka íþróttamálin út frá þeirri afstöðu, að afreksmenn sem hópur standi höllum fæti og þurfi sér- stakra styrkja við. Ég legg því til, að borgarstjórn samþykki að vísa til- lögunni frá sem ástæðulausri, óþarfri og jafnvel óvið- eigandi." Ekki veit ég hvort það kemur lesendum Veru á óvart, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu sína frávísunartillögu en greiddu atkvæði gegn minni. Ekki veit ég hvernig Sjálfstæðiskonurnar réttlæta þetta fyrir sér. Þeirra rök geta varla verið önnur en þau að það sé eðlilegt og konum best sæmandi að bera ávallt skarðan hlut frá borði. Kannski þær ætli sjálfar að fitna af molun- um sem hrjóta af borðum kallanna í flokknum. Verði þeim að góðu. — isg.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.