Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 19

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 19
Bríet Héöinsdóttir og Kolbrún Erna Pétursdóttir. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Handrit: Nína Björk Árnadóttir Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir á að bjóða til að hjápa henni en án árangurs. Eina „lausnin" á málinu er aö svipta Bryndísi forræði yfir barninu — taka það af henni. Marta tekur það greinilega nærri sér að þurfa að taka þátt í þeirri aðgerð en hún hleypir tilfinningunni samt ekki mjög nærri sér. Það er ekki fyrr en Bryndís gerir örvæntingarfulla tilraun til að svipta sig og barn sitt lífinu sem kvöl annarra ryðst inn í sjálfhverfa hamingju Mörtu, sem þá er orðin barnshafandi. Á því augnabliki myndarinnar finnur maður svo óendanlega til með þessum tveimur konum sem, þó á ólíkan máta sé, eru báðar fastar í vef sem þær áttu minnstan þátt í að spinna. Frelsi til hvers? Þó ástin í sinni margbreyti- !egu mynd sé undirtónn verks- ins þá er slegið á fleiri nótur. Verkið veltir upp ótal áleitnum spurningum t.d. um samkennd °g ábyrgð gagnvart náungan- um og um samband móður og barns. í verkinu er sýnd and- hverfa gömlu mýtunnar um að mæður vilji öllu fórna fyrir börn S'n. í rauninni eru Marta og Bryndís báðar tilbúnar til að fórna börnum sínum, önnur í óeiginlegri merkingu en hin í eiginlegri. Það hefur óneitan- lega táknrænt gildi að Marta kastar undirkjól dóttur sinnar í Drekkingarhyl þar sem konum var á öldum áður drekkt fyrir hórdóm. Bryndís getur ekki hugsað sér líf án barnsins síns en hún getur heldur ekki hugsað séð að það lifi án henn- ar og þess vegna ætlar hún að taka líf þess. Við komumst varla hjá því að horfast í augu við þá nöturlegu staðreynd að líf móður getur hæglega veriö á kostnað barns. Þessi staðreynd hefur í sjálfu sér ekkert meö frelsi að gera en samt las ég í einhverj- um leikdómi að verkið fjallaði um frelsi kvenna. Boðskapur þess var talinn sá að frelsi og hamingja færi ekki alltaf sam- an og konur yrðu stundum að slá af frelsiskröfum í nafni hamingjunnar. Að mínu viti er fráleitt að tala um frelsi í tengslum við þetta verk. Hvert er frelsi Mörtu í starfi félagsráð- gjafans? Hvert er frelsi hennar til að bæta ómanneskjulegar aðstæður ,,skjólstæöings“ síns? Hvert er frelsi Bryndísar sem á ekki annarra kosta völ en að lifa eins og dýr í búri og vinna innihaldslausa verk- smiðjuvinnu ef hún vill hafa í sig og á? Veikleiki og vanmáttur Það skal fúslega játað að framan af leist mér ekkert á kvikmyndina. Fannst eins og þarna væri á ferðinni aristó- kratísk kvikmyndaveisla tengslalaus við íslenskan veru- leika. Þetta viðhorf mitt breytt- ist snarlega þegar leið á mynd- ina. Ég stóð svo upp frá henni full reiði yfir vonsku heimsins og það sem verra var, full van- máttar og vonleysis. Ekki veit ég hvort það eru eitthvað laus- ari tárin í mér en öðrum, en ég má varla hugsa til atriðanna með Bryndisi og syni hennar án þess aö fá kökk í hálsinn. Þessi atriði voru líka sönn, stutt og áhrifamikil. Sum atriði misstu hins vegar marks sökum lengdar og má í þvi sambandi nefna eintal Birnu við spegilinn. Fannst mér Kristín þar um of upptekin af hinni myndrænu hlið verks- ins. Minnti helst á rithöfund sem kemst á skrið og ræður ekki við sig, orðin fá sjálfstætt líf og taka völdin. Kristín notar tákn og liti kunnáttusamlega, hér rétt eins og í myndinni ,,Á hjara veraldar“. Eftir á að hyggja finnst mér eins og vatn, speglar og blár litur hafi verið talsvert ráðandi í báðum þess- um myndum. Um leikarana, Hönnu Maríu, Guðlaugu Maríu, Bríeti, Kol- brúnu og Arnór er ekkert nema gott að segja því öll skiluðu þau hlutverkum sínum með mikilli prýði. Öll virtust þau hafa ríkan skilning á og samúð með persónum sínum og þessi samúð smitaði áhorfandann. Sérstaklega á Hanna María lof skilið fyrir hversu vel henni tókst að túlka hinn mikla tilfinn- ingaskala sem lá frá kulda og afskiptaleysi og yfir í augna- bliksbrjálsemi. T ónlistin var mjög sérstök og féll svo vel að verkinu að hún varö ekki greind frá því. Hvers er hvað? Einhver áhöld hafa verið um það hvor ætti meira í verkinu, Nína Björk eða Kristín. Slíkar vangaveltur hafa að mínu mati afskaplega lítið upp á sig því handrit og kvikmynd geta ekki án hvors annars verið. Kvik- mynd getur ekki kveikt líf þar sem ekkert var fyrir en hún getur auðveldlega farið illa meðgóðan efnivið. í „Líftil ein- hvers“ haldast gott handrit og vel unnin kvikmynd í hendur. Að lokum athugasemd við tímasetningu sýningarinnar. Nýársdagur er ekki góður dag- ur til að sýna slík heimsósóma- verk. Mjög margir nota áramót til að líta yfir farinn veg og eru þar af leiðandi svolítið melankólskir í skapi. „Líf til einhvers" var ekki beinlínis vel til þess fallið að hressa upp á stemninguna og skyldi eflaust einhverja eftir þyngri í skapi en ella hefði oröið. — isg. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.