Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 26

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 26
svipuðu því sem seinna varð, en við þorðum ekki að treysta einu né neinu nema að sjá það skjalfest. Tíminn var naumur, klukkan oröin fimm á gamlársdag og i samningum stendur að uppsagnir eigi að miðast við mánaðarmót. Sú bráðabirgðalausn að við endurréðum okkur og segðum strax upp aftur, hefði því haft það í för með sér að við værum bundnar í fjóra mánuði til viðbót- ar en ekki aðeins þrjá. Svo að við gengum út á mið- nætti." — Var þá allt siglt I strand? ,,Já, það leit út fyrir það. Borgarstjóri skrifaði stórorða grein í Morgunblaðið þar sem hann kallar uppsagnirnar ólöglegt verkfall og segir aö ekki verði samið við þetta fólk. Því var jafnvel hótað að fá meinatækna erlendis frá.“ — Eitt af þvi sem borgarstjóri ásakaöi ykkur um var ábyrgðarleysi gagnvart sjúklingum. Sinntu þið ekki neyð- arþjónustu? „Jú, jú, framkvæmdastjóri spítlans fór fram á það við okkur að við skipuleggðum neyðarþjónustu, og það gerðum við fúslega.'1 — Þó svo að þið væruð í raun hættar? ,,Já, og síðar fengum við formlegt bréf frá landlækni þar sem hann fór fram á að við veittum meiri neyðar- þjónustu og við urðum við því." — Hvað varð svo til þess að þið fóruð til starfa á ný? „4. janúar vorum við boðaðar á fund þar sem meðal annarra var mættur borgarlögmaður. Þar var gert samkomulag sem við höfðum ítrekað lýst okkur reiðu- búnar til að fallast á til bráðabirgða. Það felur í sér m.a. að „komi til uppsagna meinatækna úr störfum á fyrri hluta ársins 1987, muni eigi verða beitt heimild um 3ja mánaða uppsagnarfrest og þess ekki krafist að upp- sagnarfrestur miðist við mánaðarmót.“ — Þið voruð 39 sem sögðu upp. Eruðþið allarbyrjaðar aftur? „Nei, sex komu ekki aftur, svo að það vantar í stöður og vinnuálagið er gífurlegt. Það segir sig sjálft að slíkt er mjög óæskilegt, að ekki sé meira sagt, í nákvæmnis- vinnu sem þessari. Það eykur hættu á mistökum í starfi, sem getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér.“ — Er sýkingarhætta ástæðan fyrir því að þið farið fram á áhættuþóknun? „Já, þess má geta að rannsókn hefur leitt í Ijós að meinatæknum er hættara við að fá gulu, en öðrum stétt- um. Eyðni hefur sömu smitleiðir og gula og auðvitað veldur það okkur áhyggjum. Ég vil taka það fram að við tileinkum okkur allar þær varúðarráðstafanir sem við þekkjum og vinnuaðstaðan er góð. En slysin gera ekki boð á undan sér.“ „Meinatæknar halda vel saman, við höldum reglu- lega fundi og ætlum áfram að vinna að okkar málum. 28 eru búnar að segja upp aftur og því miður bendir allt til þess að fjórar af þeim komi ekki til baka. Við vonum svo sannarlegar að við fáum leiðréttingu á kjörum okkar þannig að ekki þurfi að koma til þess að uppsagnirnar taki gildi. Framtíð stéttarinnar er mikið áhyggjuefni. Sl. haust sóttu 10 nemendur um í meinatæknideild T.Í., en áður höfðu allt að 100 manns sótt um. Það er sýnt að það stefnir í auðn í stéttinni ef ekki verður gert verulegt átak til að bæta kjör meinatækna." K.BI. Góðærið tilfólksins Á borgarstjórnarfundi þann 22. febrúar sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar til umræðu. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum stóð allur minnihlutinn sameigin- lega að tillögum að þessu sinni og uröu þær alls 70 talsins. Þó þar væru á ferðinni fjöl- margar tillögur sem Sjálfstæðismenn gátu ekki með neinum rökum eða sannfæringu lagst gegn, þá hlutu þær ekki náð fyrir þeirra augum. í ofrausn sinni samþykktu þeir þó til- lögu frá minnihlutanum um hálft stöðugildi Sóknarstarfsmanns til að starfa í eldhúsinu í þjónustuíbúðum aldraðra í Lönguhlíð, og tillögu um 30 þúsund kr. styrk til félags áhugamanna um íþróttir aldraðra. Punktur og basta. Hér verður tillögum minnihlutans ekki gerð nein skil sökum plássleysis en látið nægja að birta þá bókun sem lögð var fram sameiginlega af öllum borgarfulltrúum minnihlutans. ,,Á undanfömum árum hefur svigrúm borgaryfir- valda til ýmissa framkvæmda verið meira en oft áður. Sjálfstæðismenn hafa þakkað þetta góðri fjár- málastjórn og skjótum ákvörðunum í borgarmálum undir forystu borgarstjóra. Staðreyndir málsins eru hins vegar allt aðrar. Fjármálastjórnin hefur verið með ýmsum hætti samanber árið 1983 og 1985 þegar borgarsjóður safnaði verulegum skuldum. Á síðasta ári var hallinn á borgarsjóði einnig 284 m. kr. meiri en áætlað hafði verið þrátt fyrir að tekjur færu 181 m. kr. fram úr áætlun. Þó hluta hallans megi rekja til aukins halla á rekstri Borgarspítalans þá á hann ekki síður rætur að rekja til þess að beinn kostnaður vegna afmælishátíðar fór 41 m. kr. fram úr áætlun og byggingaframkvæmdir við Borgarleik- hús 45 m. kr. Fór borgarstjórinn með formennsku í báðum þeim nefndum sem þarna héldu um tauma. Hið aukna svigrúm til framkvæmda stafar ekki síst af því að tekjur borgarsjóðs hafa aukist til muna að raungildi á undanförnum árum. Áætlaðar tekjur borgarsjóðs eru t.d. um 1.4 milljarði kr. hærri á þessu ári en framreiknaðar tekjur ársins 1983. Það er vandalítið að standa fyrir miklum framkvæmdum viðslíkar aðstæður. Þessi tekjuaukning stafar allt frá árinu 1984 og er að stærstum hluta sótt í vasa launa- fólks. Ýmist í formi umtalsverðra hækkana á gjald- skrám eða í formi útsvarsálagningar sem ekki hefur haldist í hendur við lækkandi verðbólgu. Það væri því ekki nema eðlilegt að launafólk nyti góðs af því góðæri sem borgarsjóður býr við í formi aukinna félagslegra framkvæmda. Frumvarp Sjálfstæðismanna að fjárhagsáætlun ársins 1987 ber þess hins vegar merki að það eru ekki slíkar framkvæmdir sem eru meginhugsjón þeirra. Þann sess skipa bílageymsluhús, ráðhús, lóðakaup af stóreignamönnum og ýmis óskilgreind fasteignakaup svo eitthvað sé nefnt. Fulltrúar minni- hlutans í borgarstjórn vilja breyta þessum forgangi og nýta auknar tekjur borgarsjóðs til að fjármagna

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.