Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 30

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 30
myndi raska stæröarhlutföllum og heildargötumynd miðbæjarins. Nokkrir þingmenn sökuöu Kvennalistaþingkonur um aö vera andvígar því að bæta starfsaðstöðu þingmanna og starfsfólks þingsins, vera í andstöðu við að bæta hreinlætisaðstöðu þingmanna og að þær bæru virðingu Alþingis ekki fyrir brjósti líkt og aðrir þingmenn. Þing- konurnar frábáðu sér þessar aðdróttanir og bentu á að þær væru síður en svo á móti því að bæta vinnuaðstöðu starfsfólks og þingmanna en það mætti gera með öðr- um hætti en samþykkt viðkomandi tillögu. Alls greiddu 16 þingmenn atkvæði gegn tillögunni og nokkrir sátu hjá. UNDUR OG STÓRMERKI Framlag til kvennarannsókna! Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlaga- frumvörp eru mjög sjaldan samþykktar og það á einnig við um tillögurnar sem fluttar voru í ár. Margir minnast þess fyrir um ári síðan þegar borin var fram breytingar- tillaga við fjárlög 1986 sem fjallaði um framlag til kvennarannsókna. Þar var lagt til að um 1 milljón króna yrði varið til kvennarannsókna. „Sókn kvenna inn á svið grunnrannsókna í öllum helstu fræðigreinum er aðeins rökrétt framhald af almennt aukinni menntun kvenna og var vísast fyrirsjáanleg á sínum tíma. Það sem eng- inn sá hins vegar fyrir var að konurnar fluttu með sér annan skilning, aðra reynslu og aðra veruleikasýn inn í vísindin sem kallaði á nýja tegund rannsókna, ný við- fangsefni, endurmat og endurnýjun fræðigreinanna og nýja fræðigrein, kvennafræði," sagði Sigríður Dúna í umræðunum. Tillagan varð tilefni til kátínu meðal sumra þingmanna því annað eins og þetta höfðu þeir víst ekki heyrt. Eitthvað hefur þeim aukist skilningur á liðnu ári því þau undur og stórmerki gerðust á Alþingi nú fyrir jól að samþykkt var að veita 1 milljón kr. til kvennarannsókna. Er þetta merkur viðburður því í þessu felst viðurkenning á kvennarannsóknum. Er óhætt að segja að hvað þetta varðar hafa þingmenn eflst að visku og vonum við að þeir haldi áfram á þessari braut. Skrifstofa þingflokks Kvennalistans er flutt i þetta hús við Skólabrú 2. Þingflokksfundir eru haldnir þar á mánudögum og midvikudögum kl. 4. Ennþá um mat á heimilisstörfum Síðastliðið vor (22. apríl 1986) var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um mat heimilisstarfa til starfs- reynslu. Þá hafði Kvennalistinn flutt tillögu þess efnis þrjú þing í röð. í apríl sl. var svo samþykkt tillaga sem kveður á um að Alþingi álykti að meta skuli til starfs- reynslu heimilis- og umönnunarstörf þegar um skyld störf er að ræða og að ríkisstjórninni sé falið að láta athuga með hvaða hætti megi meta slíka starfsreynslu þegar um óskyld eða sérhæfð störf er að ræða. í desember spurði Sigríöur Dúna félagsmálaráðherra hvað liði framkvæmd þingsályktunartillögunnar. í svari félagsmálaráðherra kom fram að Gerði Steinþórsdóttur hafði verið falið að gera úttekt á stöðu þessara mála og gera tillögur um hvernig meta skuli til starfsreynslu heimilis- og umönnunarstörf. Skýrsla hennar hefur nú verið lögð fram. í henni eru þrjár tillögur um hvernig meta megi heimilisstörf til starfsreynslu. í tillögu nr. 1 segir að heimilis- og umönnunarstörf skulu metin til starfsreynslu þegar um hliðstæð störf er að ræða og að slíkur starfsaldur geti mest orðið sex ár. Ef um óskyld störf er að ræða getur starfsaldurinn ekki orðið meir en fjögur ár. Á sama hátt segir í tillögu 2 að meta skuli heimilis- og umönnunarstörf til starfsreynslu þegar um hliðstæð störf er að ræða en ekki lagt til neinn hámarks starfsaldur. Aftur á móti er lagt til að þegar um óskyld eða sérhæfð störf er að ræða séu störfin metin til hálfs í starfsaldri og að starfsaldurinn geti mest orðið sex ár. Tillaga nr. 3 er nánast samhljóða tillögu 1 nema þegar um óskyld eða sérhæfð störf er að ræða verður viðkom- andi að hafa starfað í minnst þrjú ár til aö fá þau metin til starfsaldurs. Þessar tillögur ganga of skammt að mati Kvennalistans og verður spennandi að sjá hver fram- vinda mála verður þegar þessi skýrsla verður tekin til umræðu í þinginu væntanlega bráðlega. Leiguhúsnæði Þann 2. desember s.l. mælti Kristín Ástgeirsdóttir fyrir þingsályktunartillögu um átak í byggingu leiguhúsnæð- is. Þar er kveðið á um að Alþingi skori á ríkisstjórnina að beita sér þegar í stað fyrir átaki í byggingu leiguhús- næðis og að til þess veröi varið 250 millj. kr. á núgild- andi verðlagi á hverju ári þar til þörfinni hefur verið full- nægt. Kristín benti á að hér á landi væri hópur fólks sem þarf eða vill leigja húsnæði. Nefndi hún sem dæmi námsmenn, einstæða foreldra, gamalt fólk, fólk sem ræður ekki við þau kjör sem boðið er upp á á almennum húsnæðismarkaði og fólk sem einfaldlega kærir sig ekki um að kaupa húsnæði og vill heldur leigja. Benti Kristín á að nýlega hafi verið gerð könnun á vegum Hús- næðisstofnunar sem sýndi að mikil þörf er fyrir leigu- húsnæði. Þar kom fram að sveitarfélögin telja þörf á 1750—2000 leiguíbúðum. Félagsmálasamtökin Öryrkjabandalag íslands, Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Leigjendasamtökin og Félagsstofnun stúdenta telja sitt fólk þurfa rúmlega 900 íbúðir. Samanlagt telja þessir aðilar að þörf sé fyrir 2650—2900 leiguíbúðir. Áf þessu sést hve gífurleg þörf er fyrir leiguhúsnæði hér á landi. Tillagan fékk hressilega umræðu og var vísað til félagsmálanefndar í byrjun desember. Bergljót Baldursdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.