Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 37

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 37
arar bókar auðvelt að ímynda sér Svöfu í hópi nútíma- kvenna. Margt af því sem hún segir í ræðum sínum, kom mér reyndar á óvart og mun fá mig til að endurskoða álit mitt á starfsemi kven- félaga fyrr á öldinni. Hug- myndir Svöfu þar um hljóta að hafa haft hljómgrunn, ella hefði henni tæpast verið falin þau trúnaðarstörf sem raun ber vitni. Þannig líkir Svafa (í erindi frá 1931) góðgerðar- starfsemi kvenfélaganna við plástur og skorar á konur að grafa fyrir rætur meina og vinna á þeim bót í stað þess að plástra þau með fjárgjöf- um. í ræðu 1938 deilir hún á uppeldi ungra stúlkna, sem ekki innræti þeim þá hugsun að þurfa að vinna fyrir sjálf- um sér og vera fyrirvinnur annarra. Hún nefnir menningu karla og ég þykist skilja hana rétt þegar ég tel að hún hafi hugsað sér menningu þjóðanna kyn- skipta. í skólamálum eru hug- nnyndir Svöfu enn þá ferskar. Af frumsömdu efni bókar- innar er Ijóst að Svafa hefur verið mjög vel skrifandi. Gaman væri að fá að sjá meira eftir hana — ég velti því fyrir mér hvort kynsystir hennar hefði valið aðrar sög- ur i bókina en ritstjóri bókar- innar er karlmaður — Smá- sögurnar gefa innsýn í aðra konu en þá opinberu og það sem ég sakna úr þessu riti er einmitt sú hlið, mér finnst efnið vera dálítið hátíðlegt og mjög ópersónulegt utan kannski tvær greinanna. En í það heila tekið getur Samband borgfirskr kvenna verið stolt af þessari bók og é9 er því þakklát fyrir að leyfa ^ér að kynnast Svöfu með þessu móti. Ms EF ÞÚ BARA VISSIR Höf.: Helga Ágústsdóttir Útg.: Iðunn Reykjavík 1986 Höfundur bókarinnar sendir uú frá sér sína aðra unglinga- bók. j fyrra kom út bókin .,Ekki kjafta frá". Ég hef ekki lesið þá bók og get því ekki borið þær saman hér. Ef þú bara vissir fjallar um unglinginn Sigrúnu, sorgir hennar og gleði. Hjá henni er foreldravandamálið í al- gleymingi, en foreldrar henn- ar eru svona gamaldags, nöldrandi og tortryggnir foreldrar. Allt sem Sigrún gerir virðist vera vitlaust, í þaö minnsta tortryggilegt. Henni er yfirleitt ekki treyst fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Sérstaklega er pabbinn leið- inlegur, einn af þessum frekjukörlum, sem vildi helst geyma dótturina í búri. Og árangur uppeldisins lætur ekki á sér standa. Sigrún þor- ir auðvitað aldrei að segja satt, hvorki í stóru né smáu. Hún veit aldrei nema hvers- dagslegustu hlutir verði að stórmáli á heimilinu. Hún er ósjálfstæð og óörugg og kemur þetta helst fram í sam- skiptum hennar við stráka, sem hún er skotin í. Helsti kostur bókarinnar er aö hún fjallar um vandamál, sem margir unglingar eiga við að stríða, einkum stelpurnar. Og ekki er nokkur vafi að margur unglingurinn þekkir sig og foreldra sína að einhverju leyti í bókinni. Auk þess er bókin bráðholl fyrir foreldra. Helsti galli hennar er sá, að á köflum er hún eins og dálítið yfir- borðskennd. Sumar persónurnar eru einhvern veginn yfirdrifnar eins og t.d. Benni vinur Sigrúnar og systurnar Isabel og Luisa. En í heildina held ég að óhætt sé að mæla með bókinni, a.m.k. segir 16 ára ráðgjafi minn í unglingabókmenntum að hún sé fín og fann ekki þessa galla á persónusköp- uninni sem ég þóttist finna. bgf ||J Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1987 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. aprfl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana f næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun á fast- eignaskatti samkvæmt reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úrskurðareftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um lækkunina þegar framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði. Borgarstjórinn f Reykjavík, 6. janúar 1987. Frá Borgarskipulagi. Kynning á deiliskipulagi. Tillögur aö deiliskipulagi reits sem afmarkast af Grófinni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu (staögr.r. 1.132.1) verðatil kynningar í Byggingar- þjónustunni að Hallveigarstíg 1, frá mánudegin- um 23. febrúar til mánudagsins 16. mars n.k. Athugasemdum eða ábendingum sé komið til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, innan sömu tímamarka. Einpig er minnt á kynningu áður auglýstra reita í Þingholtum og á skipulagi Kvosarinnar á sama stað. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SlMI 26102 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.