Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 12

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 12
„Nei, þaö megum við ekki — en, sjáðu til, það er til alþjóð- legt net. Alkirkjuhreyfingin hef- ur séð fyrir því. Þaö er bara spurningin um að nota þetta alþjóðlega net á árangursríkan hátt. Það er þetta sem gerir verkefnið svo spennandi. Möguleikarnir til þess að koma einhverju í kring eru fyrir hendi." Konur og stjórn kirkjunnar Ég sagði Önnu Karin frá því að það hefði komið mér á óvart að sjá svo margar konur í fram- kvæmdanefndinni, að ég hefði alltaf álitið að kirkjan væri eitt höfuðvígi feðraveldisins og þess vegna hefði ég búist við því að það væru ekkert nema karlar sem sætu í fram- kvæmdanefndinni. Það kom í Ijós að innan Alkirkjuráðsins gilda mjög strangar kvótaregl- ur bæði hvað varðar kynskipt- ingu og fulltrúa frá Þriðja heim- inum. Það er stundum erfið- leikum háð að finna hæft fólk af réttu kyni (kven) og frá rétt- um heimshluta. Þó að Anna Karin héldi því fram að innan kristni og kirkju ættu konur mikla möguleika til að öðlast frelsi, jafnrétti og sjálfsvirðingu þá var hún sam- mála mér að víða stæði karl- veldið traustum fótum innan kirkjunnar. Hún hló og sagði að það væri vissulega svo inn- an margra kirkna að obbinn af kirkjugestunum væru konur og að þær sæju um obbann af safnaðarstörfunum en ákvarð- anirnar og stjórnin væri í hönd- um karlanna. „Auðvitað er grunnt á karl- rembunni hjá sumum sam- starfsmönnum okkar i ráðinu, en við konurnar erum vakandi og minnum þá stöðugt á okkur. Það verður æ erfiðara fyrir þá að gleyma og horfa framhjá kvennasjónarmiðunum. Það er reyndar eitt af verkefnum mínum að sjá til þess að kvennasjónarmið og hags- munir kvenna séu ekki fyrir borð bornir í hinum deilunum, t.d. deildinni sem fjallar um kynþáttamisrétti og um flótta- mál. Það er afar mikilvægt að vera vakandi fyrir áhrifum þessa á konur. Reynslan hefur sýnt að konur líða oft meira en karlarnir og þær vilja oft gleym- ast. En það eru nokkrar alveg stórfenglegar konur sem starfa í Alkirkjuráðinu, bæði í forsæt- isnefndinni og í framkvæmda- nefndinni. Þessar konur og ótal fleiri eru að berjast fyrir rétti og sjónarmiðum kvenna innan kirkjunnar og innan sam- félagsins og þær hafa mikil áhrif og njóta mikillar virðing- ar.“ Konurnar hafa alltaf verið með „Hvenær hófst barátta kvenna innan Alkirkjuhreyfing- arinnar?" „Hófst? Þær voru með frá upphafi. Þær voru með þegar Alkirkjuráðið var stofnað í Amsterdam 1948. Strax sama árið sendu þær spurningalista út um allan heim um stöðu og störf og aðstæður kvenna. Svörin eru í möppum og fylla marga hillumetra í skrifstof- unni í höfuðstöðvunum í Genf. Þetta eru stórkostlegar heimildir ef einhver vildi rann- saka þær. Konur hafa verið virkar í Alkirkjuráðinu æ síðan og unnið mikið starf." Afstaðan til fóstureyðinga „Hérá landi barðist kirkjan á sínum tíma gegn nýjum lögum Til áskrifenda VERU! Þeir áskrifendur, sem eiga ógreidd áskrift- argjöld að VERU eru vinsamlega beðnir að greiða þau sem fyrst. Ef þið eruð ekki með gíróseðlana frá okkur, hringið þá í síma 22188 og við sendum ykkur aðra. Frá Lundi til Genfar „Anna Karin, hvaða leið fórstu til Genfar?“ „Ég er fædd og uppalin í Lundi í Suður Svíþjóð. Ég er félagsráðgjafi og guðfræðing- ur. Ég var háskólaprestur í Lundi þegar ég sótti um starfið í Genf og nú ætla ég að fara heim til foreldra minna í Lundi og hvíla mig í nokkra daga áður en ég tek til starfa af fullum krafti hjá Alkirkjuráðinu og það verður spennandi." Þegar ég kvaddi Önnu Karin bað hún mig endilega að heim- sækja sig í Genf ef ég ætti leið um. Ég held að það hafi ekki bara verið af kurteisi og ég veit að ég sagði já takk með fullum ásetningi að hitta hana aftur og heyra meira um þetta stóra verkefni sem hún hefur tekið að sér. Hvað varðar fordóma mína þá biöu þeir verulega hnekki. Ég veit a.m.k. að innan kirkj- unnar bæði á alþjóðavettvangi og hér heima vinna kjarkmiklar og duglegar konur að því að konur og viðhorf þeirra fái þann sess sem þeim ber. GÓ „Ráðið hefur mikla þýðingu" VERU lékforvitni áað vita hvað íslenskir kvenprest- ar hafa að segja um Alkirkjuráðið og snéri sér til séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur og spurði: — Hefur starfsemi Alkirkjuráðsins einhverja þýðingu fyrir kon- ur? — Alkirkjuráðið hefur mikla þýðingu fyrir konur af því að það beitir sér fyrir því að konur fái aukna aðild að starfi á þingum og í nefndum á vegum ráðsins og á skrifstofum þess. Það beitir sér líka fyrir því að konur fái að starfa í auknum mæli inn- an aðildarkirknanna. Gífurlega merkilegt verk hefur verið unn- ið á undanförnum árum, en á hinn bóginn er tilhneiging til að taka tillit til kirknanna sem veita konum ekki sama sess og körlum. Það eru einkum kaþólsku kirkjurnar, hin grísk kaþólska og hin rómversk kaþólska sem neita að vígja konur. Þetta er tilhneiging til að taka meira tillit til „bræðra" innan kaþólsku kirknanna en kvenna í mótmælendakirkjunum. — Þýðir þetta að mótmælendakirkjurnar séu almennt farnar að vígja konur? — Nei, baráttan stendur enn, m.a.s. innan sumra lúterskra kirkna, en dyrnar eru opnar í mótmælendakirkjunum. Þær eru harðlæstar og hillir ekki undir að þær opnist í kaþólsku kirkjun- um. En þó að stjórn Alkirkjuráðsins hafi tilhneigingu til að taka meira tillit til kaþólsku „bræðranna" þá hefur þó verið mikil umræða á undanförnum áratug um stöðu kvenna á vegum Alkirkjuráðsins, sérstök þing og ráðstefnur og útgáfustarfsemi og fleira. — Hefur þessi starfsemi haft nokkur áhrif hér á íslandi? — Já, vissulega, af þvi að við erum hér hópur af kvenprest- um, guðfræðingum og guðfræðistúdínum sem fylgjumst meö því sem er að gerast á kvennavettvangi Alkirkjuráðsins og ræðum það og reynum að koma til skila til annarra. um fóstureyðingar sem veittu konum rétt til að ákveða að binda endi á þungun vegna félagslegra aðstæðna og nú eru háværar raddir innan kirkj- unnar sem krefjast þess að lögunum verði breytt til fyrra horfs. Speglar þetta afstöðu Alkirkjuráðsins?" „Nei. Alkirkjuráðið hefur ekki mótað neina stefnu i þessu máli. Kirkjudeildirnar eru svo margar og svo ólíkar, menning og viðhorf svo fjöl- breytileg þótt allir játi kristna trú, að það er engin leið að móta stefnu í jafn viðkvæmu máli, en það er að sjálfsögðu mikil umræða um þetta innan margra kirkjudeilda og afstað- an er mismunandi. Mín per- sónulega skoðun er sú að ákvörðunin eigi að vera kon- unnar, en það eigi að vera tak- markað við fyrstu mánuðina og að þær eigi að fá ráðgjöf. Mér finnst líka mikilvægt að ung- lingar fái góða kynfræðslu ekki bara um líffræðileg og tækni- leg atriði heldur um siðfræði- leg atriði. Við þurfum öll að læra að bera ábyrgð á lífi okkar." 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.