Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 17
Aldrei er vafamál hvenær veriö er aö tala um karlmenn en eitt af því sem stelpur verða aö læra þegar þær læra móðurmálið er til dæmis hvenær orðin þeir, hann og maður vísa til þeirra líka og hvenær ekki. Eiga eftirfarandi setningar við um konur líka? . .menn fóru að átta sig á. . ,,. . .það er ríkjandi trú manna. . „stóru mennirnir í dag eru, skákmenn, dægurlaga- söngvarar og rokksöngvarar", ,,eru allir mættir", ,,maður mán- aðarins11, „maður ársins“ o.s.frv. Það hefur oft komið sér illa fyrir konur að vera karlkenndar stundum og stundum ekki. Margurite Richie (1975) kannaði 200 ára dómsögu Kanada og komst að því að sökum þess hve merk- ing orðsins maður (man) er óljós hefur það verið háð túlkun dóm- ara og lögfræðinga á hverjum tíma hvort ýmis lagaákvæði ættu við um konur líka. Konur hafa því búið við það óöryggi að á hverjum tíma er það tíðarandi og gildismat dómara og lögfræð- inga sem hafa áhrif á lagalega stöðu þeirr í þjóðfélaginu. Þótt ótrúlegt megi virðast, miðað við atvinnuauglýsingar í blöð- unum, þá er ákvæði í jafnréttislögunum sem segir að atvinnu- auglýsingum skuli beinajafnt til kvennasem karla og að bannað sé að-auglýsa sérstaklega eftir konu eða karli í starfsauglýsing- um. Þegar lög þessi tóku gildi má segja að hefðbundin kvenna- starfsheiti hafi verið lögð niður og öll starfsheiti urðu karlkyns. Orð eins og starfkraftur var tekið upp i staðin fyrir mörg kvenkyns- starfsheiti eins og skrifstofustúlka og símadama en hefðbundin karlastarfsheiti fengu að halda sér. Erlendar kannanir sýna að stúlkur taka ekki til sín auglýsingar þar sem orðið maður (man) er notað þó svo ætlast sé til þess að orðið vísi til beggja kynja (sam- anber orðið karlmaður og kvenmaður-man og woman). Bem og Bem (1973) komust að því að stúlkur sækjasíður um hefðbundn- ar karlastöður ef orðið maður (man) er notað I starfsauglýsingun- nrn þó svo ætlast sé til að orðið sé skilið í víðari merkingu. Hvað með starfsheiti eins og fulltrúi, verkstjóri, umsjónarmaður og deildarstjóri? Þessi starfsheiti eru öll karlkyns og notuð yfir hefð- hundin karlastörf. Ætli konum finnist þeim beint jafnt til sín sem karlmanna? Starfsheiti eins og kennari, hjúkrunarfræðingur, ritari og oröið starfskraftur tengjast núorðið kvenkyninu sérstaklega en notkun Þeirra sem og annarra karlkynsstarfsheita fylgir oft árekstrar á miHi málfræöilega kynsins og kynferðis þess sem vísað er til, það er að segja þegar þessi orð eru notuð til að vísa til kvenna. Hvað er hægt að gera? Mörgum finnst láta betur að íslenskri tungu að breyta starfs- heitum þannig að kvenkynsstarfsheiti séu notuð yfir konur og karlkynsstarfsheiti yfir karla og þar með viðhalda þeirri algengu íslensku reglu. Eitt er víst að þannig hefur íslenskan hingað til komist hjá árekstrum milli málfræðilegs kyns og kynferðis og þannig má einnig forðast síaukna árekstra. Árekstrar sem þessir verða oft til þess að málið aðlagar sig breyttum aðstæðum. Það kemur til meö að laga sig á einhvern hátt að breyttri stöðu kvenna í þjóðfélaginu, ef hún verður nógu langvarandi. Máltilfinning fólksins hefur áhrif á það hvernig málið þróast. Fólk reynir að forðast með einhverjum hætti það sem storkar mál- tilfinningu þeirra og mörgum finnst óþægilegt að karlkenna kon- ur. Því er hætta á að málfræðilega kynkerfið í íslensku eða notkun þess breytist á einhvern hátt (í mörgum Indó-Evrópskum málum hafa málfræðilegu kynin horfið alveg). Krafan um að öll starfsheiti í íslensku séu og verði karlkyns getur átt sinn þátt í því að hraða breytingum á málfræðilegu kynunum. Það verða breytingar á málinu hvað sem hver segir. í þessu til- felli verða það annaðhvort starfsheitin eða málfræðin sem breyt- ist. Hvort sem verður eigaþeirsem teljasig tala ,,rétt mál“ eflaust eftir að mótmæla hástöfum. Auðvitað eiga breytingar á málum sér ekki stað á einum degi heldur taka þær langan tíma og á íslandi eru aðstæður þannig að málið þreytist frekar hægt. Er það meðal annars vegna þess að ísland er eyja, nálægð við önnur mál er lítil og bókmenntaleg hefð er og hefur verið mjög sterk. Við getum haft áhrif á þróun málsins með sérstökum skipulögðum aðgerðum (t.d. í skólum og opin- þerri málstefnu í fjölmiðlum) en eftir sem áður þróast málið og þreytist eins og annað í þjóöfélaginu. Það getu enginn stöðvað það sama hve valdamikill viðkomandi er. Bergljót Baldursdóttir Tilvitnanaskrá: Alþingistíöindi, hefti 9, 1986 (bls. 1631) Bem, S. & Bem, D. 1973, ,,Does Sex-biased Job Advertizing ,,Aid & Abet“ Sex Discrimination". Journal of Applied Social Psychology 3. n.1. bls. 6—18. Richie, Margurite. 1975. ,,Alice through the Statues" McGill Law Journal, 21, Winter, bls. 702. Guörún Theodórsdóttir, 1985, Kyn og kynferði. BA verkefni Háskóla Islands. 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.