Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 20

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 20
Áriö 1985 var lagt upp friðarferðina miklu, ferð sem enn er ekki lokið. Farið hefur verið fil margra landa og stjómvöld spurð um afstöðu til afvopnunar- og friðarmála. Helga Jóhanns- dóttir tók þátt í þessari ferð og leitaði Vera frétta hjá henni. Ég fór til hennar Helgu eina kvöldstund í haust. Það er ekki að spyrja að því hvað hún Helga tekur vel á móti öllum þeim sem banka upp á hjá henni. Við komum okkur fyrir inni í stofu og ég bað hana að segja mér frá Friðarferðinni miklu. Helga, hver var aðdragandi þessarar ferðar? „Þetta hófst allt meö því aö kennslukona í Svíþjóð fékk snjalla hugmynd. Konan heitir Astrid Einarsson. Hún er nokk- uð viö aldur og á heima í lítilli borg, Ronneby í suð-austur hluta Svíþjóöar. Hún var aö reyna að hugsa upp aðgerð sem gæti vakið heimsathygli, styrkt Sameinuðu þjóðirnar, vakið athygli á stöðu fátækra ríkja og á baráttu fólks um víða veröld gegn misrétti, og gegn vígbúnaðarkapphlaupi og stríðsrekstri. Hún vildi benda á leiðir til að tryggja frið í heimin- um.“ Það hefur sem sagt verið byrjunin, en hvernig tókst henni þetta? ,,Hún og vinir hennar sömdu spurningarnar fimm. Þær eru allar byggðar á sáttmála S.þ. sem 159 þjóöir hafa undirritað. En það er óneitanlega full þörf á að minna þær á þennan sátt- mála. Hún skipti heiminum niður í ein 20svæði og hugsaði sér að konur skiptu sér í hópa og að hver hópur færi á fund nokkurra ríkisstjórna í sínum heimshluta og fengju svör þeirra við spurningunum." Tókst henni þetta mikia æti- unarverk sitt? Já, hún fékk stuðning fjölda friðarhreyfinga og einnig fékk hún marga samstarfsmenn við að koma þessu í framkvæmd. Og því var það síðla vetrar 1985 að Friðarhreyfing íslenskra kvenna og Kvennalistinn fengu boð um að taka þátt i friðarferðinni miklu. 1. áfangi hennar fólst í því að Evrópu var skipt I 5 svæði og 5 hópar kvenna tóku að sér að heim- sækja hver sitt svæði, hitta þar ríkisstjórnir og fá svör þeirra við spurningunum fimm.“ Hverjar fór frá íslandi? „Við Una Bergmann vorum tvær héðan frá íslandi. Við fór- um snemma í maí í sinn hvorn ferðahópinn. Hún fór um hluta meginlands álfunnar en ég um miðjarðarhafssvæðið. Fyrst hitíust allir hóparnir í Svíþjóð og fengu svör sænska utanrík- isráðherrans. Þau voru öll já- kvæð sem vænta mátti og vejtti fjöldi fólks okkur hvatn- ingu og uppörvun. Hópurinn sem ég var í var langminnstur, viðvorum bara8. Þaðvarafþví að við ferðuðumst flugleiðis vegna fjarlægða milli land- anná, en hinir hóparnir fóru með langferðabílum. Okkar hópur var sá eini sem hafði karlmann innanborðs. Sá var ítalskur' mótmælendaprestur og reyndist hinn ágætasti ferðafélagi. Næsti áfangi okk- ar var Reykjavík. Við áttum fund með Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra. Hann tók okkur vel og svaraði spurningunum játandi og ræddi um sérstöðú íslands. Við hittum einnig biskup ís- lands Pétur Sigurgeirsson og samstarfsfólk hans. Því næst fórum við til Þingvalla í feg- ursta vorveðri. Síðdegis vorum við boðin að Bessastöðum til Vigdísar forseta sem tók hópn- um frábærlega vel. Að lokum bauð forsætisráð- herra hópnum til kvöldverðar í Ráðherrabústaðnum. Þangað var einnig boðið allmörgum ís- lendingum. Þetta varð kynningarkvöld. Það var hrifinn og hópur sem lagði af stað frá landi árla næsta morgun." Var næsti áfangastaðurinn ekki Grikkland? „Jú, við komum til Aþenu um kvöldmatarleytið. Þá áttum við að fara rakleiðis á útifund við háskólann. En við komuna var okkur sagt að þeim fundi væri frestað vegna þess að svæðinu hefði verið lokað vegna kosningaóláta og að há- skólinn væri á valdi óeirða- seggja. Um þessar mundir fór fram kosningabarátta í Grikk- landi og ákafinn leyndi sér ekki. En um kvöldið rann mesti móðurinn af mönnum og við héldum fundinn. Borgarstjóri Aþenu tók þátt í honum okkur að óvörum og fundurinn tókst bara vel þrátt fyrir vankunnátte okkar flestra í grísku. En sem betur fór var grísk stúlka, Anastasia, í hópnum og hún fór á kostum.“ Já, segðu mér frá fólkinu ' hópnum. Já, já, Anastasia Rampotas, hin gríska, er við háskólanám ' Svíþjóð. Elisabeth Gerle er 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.