Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 16
^KARLA íslendingar eru stoltir af tungumáli sínu, sem er ekki skrítið því íslensk tunga tengist sjálfstæðisbaráttunni og hefur orðið tákn- ræn fyrir menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. Við hátíðleg tæki- færi er rætt um að tungan sé verðmætasta eign þjóðarinnar og mikið ber á umræðum um nauðsyn þess að halda málinu hreinu, vernda það og rækta. Oft er brugðist harkalega við ef einhver segir eitthvað sem talist getur ,,rangt“ mál. Sum virðast búa við stöðugan ótta um að málið sé að deyja út og oft er breytingum sem eru að þróast í málinu og nýjungum tekið illa, sérstaklega ef hægt er að rekja þær til erlendra áhrifa. Breytingar virðast álitnar af hinu illa og teknar sem merki um þá útrýmingarhættu sem tungan er talin vera í. í viðbrögðum sem þessum felst sú skoðun að einu sinni endur fyrir löngu hafi orðið til meðal forfeðra okkar fullmótað tungumál, íslenska. Sú íslenska er samkvæmt þessu hin eiginlega íslenska og nútíma íslenska þar af leiðandi minni íslenska eða réttara sagt síðri íslenska en sú gamla. En tungumál eru í eðli sínu sveigjan- leg. Þau verða til og þróast meðal fólksins og til þess að þjóna samskiptum þeirra. Aðeins tungumál eins og latína, sem ekki eru töluð breytast ekki. Mál sem ekki þróast og breytist er dautt mál. Breytanleikin er ekki hættumerki, heldur merki um „heilbrigt” tungumál. Mjög náið samband er á milli tungumálsins og þess þjóðfélags sem notar það. Málið breytist með breyttum þjóðfélagsháttum. Nýir hlutir verða til og um leið þörf fyrir ný orð. Breyttar þjóðfélags- aðstæður og þjóðfélagshættir hafa áhrif á málið. Mál formæöra okkar dugði í þeirra þjóðfélagi en myndi gagnast okkur lítið í dag og því síöur myndum við skilja það fullkomlega. Vestræn tungumál endurspegla vestræna menningu og á sama hátt endurspeglar nútíma íslenska það þjóðfélag sem við búum í. Eins og við vitum hafa karlar haft réttinn til aö skilgreina og skaþa þjóðfélagið og á sama hátt þá hafa karlmenn mótað og ákveðið hvað það er sem telst vera rétt mál og hvað er rangt. íslensk starfsheiti íslenskar konur eins og aðrar vestrænar konur hafa rekið sig á að móðurmál þeirra er karlamál. (slensk tunga endurspeglar þjóðfélag sem er mótað af karlmönnum. Augljósasta merki þessa er til dæmis að flest öll starfsheiti á íslensku eru karlkyns. Um leið er algengasta reglan í íslensku sú að nota skuli karlkynsorð yfir karla og kvenkynsorð yfir konur. Að vísu eru margar undantekn- ingar á þeirri reglu og nú þegar konur fara í ríkari mæli í svokölluð karlastörf hefur þessum undantekningum fjölgað. Ljóst er að árekstrar verða í þeim málum þar sem málfræðileg kyn svara ekki til kynferðis þess sem vísað er til. Mörgum þykir óþægilegt að nota setningar þar sem ósamræmi er á milli mál- fræðilega kynsins og kynferöis eins og í eftirfarandi setningum: „Þingmaöurinn og eiginmaður hans voru á sýningunni”, eða „þingmaðurinn var í rauðum kjól“, þó svo málfræðilega séu þessar setningar réttar. Fólk lætur núorðið oft kynferði ráða og vísar út fyrir setninguna þannig að ósamræmi myndast í setning- unni og málfræðilega geta þær því ekki talist réttar. Sem dæmi mánefnaeftirfarandi setningu úr Alþingistíðindum (9. hefti, 1986) sem hljóðar svo „hæstvirtur heilbrigðismálaráðherra er stödd hérna og langar mig að bera fram fyrirspurn til hennar". Sögnin ,,stödd“ sem er í þriðju pers. kvenkyni vísar til karlkynsnafnorðs- ins „heilbrigðismálaráðherra". Sama er hægt að segja um eign- arfornafnið „hennar". Annað dæmi er úr BA ritgerð Guðrúnar Theodórsdóttur, Kyn og kynferði, 1985. „Skólapiltarnir kepptust við að bjóða nýja kennaranum upp í dans því hún var svo lag- leg.“ I þessari setningu er ósamræmi á milli nafnorðsins og per- sónufornafnsins, pers.fornafnið ,,hún“ visartil karlkynsnafnorðs- ins „kennari". Málfræðilega rétt setning væri: „Skólapiltarnir kepptust við að bjóða nýja kennaranum upp í dans því hann var svo laglegur." Þegar árekstrar verða á milli málfræöilega kynsins og kynferðis þess sem vísað er til, stendur valið um það að hafa setningarnar málfræðilega réttar en um leið merkingarlega í ósamræmi eða merkingarlega réttar og málfræðilega rangar. Setningin um þing- manninn og eiginmann hans hér að framan er málfræðilega rétt en vandamálið er að þingmenn eiga yfirleitt ekki eiginmenn. Hann er húsmóðir Þó að konur séu í ríkari mæli karlkenndar finnst mörgum ótækt að nota kvenkynsstarfsheiti yfir karla jafnvel þó þeir taki að sér heföbundin kvennastörf. Ef karlmenn sækja I kvennastörf er starfsheitum umsvifalaust breytt. Það þykir niðrandi fyrir karl- menn að vera sagðir hjúkrunarkonur, Ijósmæður, forstöðukonur eða fóstrur og því síður má segja að þeir séu húsmæður. 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.