Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 11

Vera - 01.02.1987, Blaðsíða 11
cPENNANDI verkefni aö sá nýjum, róttækum hug- myndum sem geti breytt hugs- unarhætti og lífi kvenna. ,,Ég verð aö finna einhverja leið til þess aö virkja konurnar til þess aö vinna út frá sínum eigin forsendum, til aö vinna aö því sem þeim finnst brýnt í því samfélagi sem þær lifa í. Við getum t.d. ekki sagt konum í Austur Afríku hvernig þær eigi aö berjast gegn umskuröi kvenna, svo að ég nefni nú eitt sláandi dæmi. Þaö sem ég er aö leita eftir er eitthvert sam- eiginlegt heildarverkefni, sem viö gætum örvað og hjálpað konunum í kirkjunum til aö taka upp og sinna á þann hátt sem þeim sjálfum hentar og þær álíta líklegan til árangurs. Kvennasamtök bandariskra kirkjudeilda hafa t.d. ákveðið aö berjast gegn fátækt næstu fimm árin af því að fátæktin bitnar alltaf mest á konum og börnum. Þessi samtök eru mjög fjölmenn og öflug, enda eru rómversk kaþólskir meö líka. Ég vildi gjarnan reyna aö vinna eftir svipuöum nóturn." Alþjóölegt net ,,En er það ekki óvinnandi vegur að ná til allra þessara kvenna, Anna Karin, þarf ekki óskaplegt bákn til þess? Er ekki betra að einbeita sér aö einstökum löndum eða heims- hlutum?“ 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.