Vera - 01.07.1988, Side 3

Vera - 01.07.1988, Side 3
Skorað á karlmenn Kaera Vera! í 6. tlbl. 1987 er fjallað um karlmenn í dag og hvað konur hafa helst út á þá að setja. I Ijós kemur að konur kvarta undan skiln- ingsleysi, tillitsleysi og að stuðningur þeirra við konur sé frekar i orði en á borði. Þar sem þetta eru nú engin ný sannindi í eyru kvenna er varpað fram þeirri spurn- ingu hvort nútímakonur sitji uppi með úr- elta karlmenn. í 1. tlbl. 1988 er karlmönn- um svo gefið tækifæri til að svara þessari spurningu og það verð ég að segja að lítill vafi er á að viðmælendur Veru svara allir játandi. Lítum nú aðeins nánar á dæmi um svör og viðhorf þessara manna. ,,Þið ætlist til mikilla breytinga á skömm- um tíma.“ og.....heldur þú að þið konur hefðuð snúið þróuninni eins fljótt við og þið viljið að við karlar gerum..." Hvað á maðurinn við með fljótt? Heldur hann að jafnréttisbaráttan sé tuttugustu aldar fyrirbæri? Má ég benda viðkomandi á að frá tímum forn-Grikkja hafa varðveist tvö leikrit, Lýsistrata og Þingkonurnar sem sýna að kvennabarátta var í fullum gangi þá eins og nú. Það er lika gaman að skoða frönsku stjórnarbyltinguna (1789—94) í þessu sambandi, því að þar er gert ráð fyrir að öllum, jafnt konum og körlum séu tryggð full borgaraleg réttindi og höfðu konur einnig rétt til að bera titilinn borgari. Hú eru liðin 200 ár og réttindin sem þá var reynt að tryggja öllum, svo sem mál- og Prentfrelsi þykja svo sjálfsögð að enginn teiöir hugann að þeim en konur basla enn við að tryggja sér sömu laun fyrir sömu vinnu. Já einmitt, það er asi á þróuninni og aldeilis krafist stökkbreytinga. ,,Hinsvegar held ég að skýringin liggi kannski hjá kvenfólkinu sjálfe þ.e. í uppeld- inu.“ Það er einmitt það. Kvenfólkið er semsé al- Qjörlega ábyrgt fyrir uppeldi barnanna og Því ætti að vera auðvelt fyrir þær að breyta Þessu. Móðirin lokar sig einfaldlega inni hieð börnin sín næstu 18 ár og heilaþvær Þau vandlega í jafnréttismálum og passar að engin utanaðkomandi áhrif nái að spilla þar nokkru. Á meðan heldur faðirinn sínu striki, því hann var nú eftir allt saman ekki alinn upp í jafnréttisanda. Uppeldi barna er mikilvægur þáttur í að breyta ríkjandi viðhorfum en til að barnauppeldi breytist verður samfélagið að breytast. Börn eru aldrei alin upp eingöngu inn á eigin heimil- um margir aörir aðilar koma þar inn í, næg- ir að nefna skóla, ættingja, fjölmiðla svo og barnið sjálft. Það gleymist nefnilega oft að börn hafa góða athyglisgáfu og eru fullfær um að draga eigin ályktanir af því sem þau sjá. Svo held ég að feður hefðu gott af að hugleiða að börn geta þjáðst mun meira af afskiptaleysi en of mikilli athygli. ,,Nei konur eru bara ekki nógu harðar af sér.“ Nei vinur konur eru það ekki og vilja ekki vera það. Eitt af því sem kvennabaráttan vill breyta er vægðarlaus harkan og sam- keppnin í samfélaginu, því það kemur allt- af verst niður á þeim sem minnst mega sín. ,,Við höfum rætt um svona mál og ég held að þessi umræða um kynferðislegt of- beldi á vinnustöðum sé út í hött. Það er sko allt kallað kynferðislegt ofbeldi sem fer i taugarnar á konum. Létt grín og daður er bara gaman." Já svaka fjör. Vera má að viðkomandi karl- maður sé í nafni góðs mórals á vinnustað tilbúinn að leyfa léttar strokur um bak og brjóst og botninn svona í leyni en hann verður að virða það þó svona félagsskítar eins og ég telji það skitamóral. Mörg fleiri dæmi gæti ég tint til og sýnt fram á að öll sú umræða sem fram hefur farið undanfarin 200 ár hefur algjörlega farið framhjá karlmönnum enda hafa þeir mest lítið tekið þátt í henni. Við sitjum uppi með úrelta karlmenn sem enn hafa ekki áttað sig á að kvennabarátta er barátta fyr- ir breyttu þjóðfélagi, fyrir breyttum viðhorf- um til lífsins. Allir viðmælendur Veru lýsa sig fylgjandi jafnrétti en enginn þeirra virð- ist hafa áttað sig á að þaö er ekki nóg að lýsa yfir stuðningi við eitthvert markmið maður verður að vera tilbúinn til að vinna að því. Karlmenn! Ég skora á ykkur vinnið nú með okkur, það er það eina sem getur þokað okkur áfram í jafnréttisátt. Steingeröur Steinþórsdóttir Kæra Steingerdur. Við þökkum þér kærlega fyrir bréfið. Margar konur hafa hringt til okkar vegna umfjöllunar Veru um karlmenn og hlut- verk þeirra i kvenfrelsisbaráttunni. Von- andi verður bréf þitt til þess að fleiri gríþi pennann og segi skoðun sína. —Ritnefnd Ijósmynd: bb Hlaupum með bréfin í póst! 3

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.